29.8.2022 | 16:17
Bjargvætturinn í rútunni
Löngum hef ég hrósað strætóbílstjórum, sagt með réttu að þeir séu upp til hópa með allra besta fólki sem fyrirfinnst. Ég bæti hér með rútubílstjórum í þann hóp eftir ævintýri helgarinnar.
Vér systur, ásamt unglingunum okkar, ákváðum á laugardaginn að leggja land undir fót, fara í skemmtiferð með endastöð í Reynisfjöru. Þangað kom ég fyrir nokkrum árum í fyrsta eða annað sinn - að vetri til. Mér hreinlega brá þegar ég sá fjöldann af bílum á bílastæðinu en okkur tókst þó að fá stæði nokkuð langt frá ströndinni á milli tveggja vígalegra bíla og alls ekki úti á enda.
Þeir Herkúles og Golíat, uppáhaldsfrændur mínir og -voffar, voru með í för og slógu gjörsamlega í gegn hvar sem við stoppuðum. Þeir réðust með mestum kærleika á ensk hjón í fjörunni og ég heyrði ekki betur en Golíat gelti: Hvar hafið þið verið allt mitt líf, dásamlegu hjón? Sennilega eru Englendingar besta fólkið, ef frá eru taldir strætó- og rútubílstjórar og Litháar, hundarnir hrifust einnig mjög af hópi frá Litháen, fólki búsettu hér á landi og við hittum hjá Dyrhólaey. Þau þekkja Daivu, vinkonu mína frá Litháen.
Eftir um það bil klukkutímalangt fjörustopp eða lengra, var ég komin með vott af súrefniseitrun ofan í bakverkinn og fékk bíllyklana hjá Hildu, var með Storytel-lesbrettið svo ég gat lesið morðgátu tengda bakaríi í friði í heilar átta mínútur, eða þar til hópurinn kom. Hilda setti í gang og ætlaði að bakka en bíllinn var á öðru máli, virtist þrá að vera lengur svo hann sökkti sér niður í sandinn og hélt sér fast með framdekkjunum. Hilda vildi ekki spóla og sökkva enn dýpra svo við horfðum ráðþrota hvor á aðra. Kínverskur maður á bíl við hliðina, nýgiftur miðað við klæðnað hans og konu hans, sagðist því miður ekki hafa skóflu eða nokkuð til að hjálpa okkur en vildi meina að rútubílstjórar væru frekar snjallir, með ráð undir rifi hverju og við ættum að prófa að finna einn slíkan. Fyrsta rútan sem við komum að hafði skilti með framandi samsettum bókstöfum ... eitthvað sem virtist enn flóknara en hollenska og þá er nú mikið sagt. Ég spurði góðlegan bílstjórann og ferðafrömuðinn hvað tvær kerlingar með pikkfastan bíl gætu gert. Mér datt helst í hug að fá einhvern í Vík á dráttarbíl til að draga okkur upp úr holunni en þarna var ansi þröngt og endalaus umferð á stæðinu sem flækti allt. Hilda mundi ekki einu sinni (í sjokkinu) af hvaða Toyota-tegund bíll hennar væri sem manninum fannst greinilega svo sætt (eða fyndið) að hann þeyttist upp úr sæti sínu, kvaddi dýrmætan hvíldartímann meðan túristarnir hans gengu heillaðir í fjörunni, og hætti ekki fyrr en hann var búinn að losa Hildubíl. Það þurfti tjakk, hendur til að moka sandinum aftur ofan í dýpri holuna, aðra kínverska fjölskyldu (fjögurra manna) og tvo huggulega menn sem ýttu með Hildu og unglingunum okkar ... Ég stóð í þeim stórræðum að hvetja, plís, ýt the car faster, faster ... Þetta eru einu skiptin sem ég græði á því að vera bakveik. Við systur þökkuðum Sigurði, rútubílstjóra, hetju, golfara og ferðakarli, kærlega fyrir. Hilda er hófstilltari en ég, hún tók í höndina á honum, svo ég hermdi bara eftir henni, mest langaði mig að faðma bjargvættinn. En það hefði mögulega bara verið refsing.
Við höfðum lofað drengjunum að þeir fengju næst að sjá og fara á bak við Seljalandsfoss en á leiðinni þaðan beygðum við aðeins of fljótt til hægri inn á veg sem ekki var þjóðvegurinn en grunsamlega líkur honum til að byrja með.
Okkur fannst samt bílaumferðin of lítil og snerum við eftir tíu mínútur sem þýddi nú samt það miklar tafir að við myndum aldrei ná tímanlega í Eldstó á Hvolsvelli (besta lasagne í heimi) en drengjunum til trylltrar gleði var ekkert annað í stöðunni en snæða kvöldverð á KFC á Selfossi og við náðum þangað fyrir tíu - lokun.
Að festa sig og villast hafði sem sagt svaðalegar matartengdar afleiðingar - en ég kvarta þó ekkert yfir sallafínum kjúklingaborgara sem ég fékk, held að KFC ætti bara að drífa sig á Skagann, og Rúmfatalagerinn líka. Við stækkum og stækkum og hér er byggt á fullu.
Mikið var þetta skemmtileg ferð.
Drengirnir hoppuðu svo og skoppuðu í tvo tíma í Rush á sunnudeginum og draumur stráksa rættist skömmu eftir hoppið þegar hann fékk að smakka Metro-borgara - einhver hafði sagt honum að sá kæmist nokkuð nálægt McDonalds sem er víst besti matur sem hann hefur smakkað. Hann langar mjög til Bandaríkjanna aftur, McDonalds er aðalástæðan fyrir því, grunar mig.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 21
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1506044
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 530
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.