3.9.2022 | 14:46
Hekl-svindlarar, veggmálverk og skortur á kaffihúsum
Hvað hefur þú eiginlega verið að gera upp á síðkastið, risastóra og eldgamla stórasystir? spurði litlasystir áhyggjufull í hádeginu. Ekkert heyrst í mér, hvorki í síma né bloggi í marga daga. Þegar átök standa yfir líður tíminn ansi hratt og þá getur verið erfitt að svara í símann.
Ja, ég hef verið mjög önnum kafin á Facebook, svaraði ég ögn pirruð yfir trufluninni. Þessir heklsvindlarar opinbera sig ekki sjálfir.
Bíddu nú við! Viðgengst svindl í heklbransanum? Ég hélt að það væri bara kvótakerfið, eftirlaun og slíkt sem tengdist svindli á fólki.
Heklbransanum? Ef þú bara vissir, tautaði ég. Sko, fólk birtir myndir af misfallegu hekli og skrifar átakanlegan texta með (á ensku), nánast alltaf sama textann (hráþýtt): Mér var sagt að heklið mitt væri ljótt og ég varð svo sár. Ég sem geri allt af svo mikilli ást! Mig langar að vita hvað grúppunni finnst um þetta gullfallega mynstur. Ég hef safnað saman nokkrum ólíkum myndum með sama textanum og smelli þeim inn á milli kærleiksfullra huggunarorða þeirra sem hafa fallið í gildruna.
Og hvað, er það ekki allt í lagi? spurði Hilda.
Finnst þér allt í lagi þótt verið sé að hafa læk og hjörtu af saklausu fólki, jafnvel koma því í uppnám að óþörfu?
Já, ef fólk áttar sig ekki sjálft ættir þú ekki að eyða dýrmætum tíma þínum í að vera Facebook-lögga - eða er kannski svona lítið að gera hjá þér núna?
Nei, eiginlega ansi mikið að gera svo ég reyni að laga til á alheimsnetinu þegar ég er komin upp í rúm á kvöldin.
Dæs, sagði systir mín ekki alveg nógu skilningsrík ... hún getur nú virkilega þakkað fyrir að kunna ekki að hekla og vita ekki hversu mikið hjartans mál það getur verið að horfa upp á hekl-glæpi. Þessu er nú samt sennilega sjálfhætt hjá mér því að heklsvíðingarnir hafa nýlega (sl. nótt) tekið af þann möguleika að heiðarlegt fólk upp á Íslandi sem þolir ekki svindl, geti sett inn myndir sem sýna svívirðuna sem þúsundir hafa fallið fyrir á undanförnum vikum og sýnt samúð með fólki sem á það ekki skilið, fólki sem hefur stolið heklmyndum og sett texta sem á að fá allra hörðustu jaxla til að hágráta.
Segðu mér eitt. Fylgir hlekkur með, t.d. að ókeypis uppskrift? spurði hin klára og lífsreynda systir mín.
Já, reyndar, svaraði ég eftir að hafa kíkt.
Ekki ýta á hann, sagði hún og þá áttaði ég mig á því að fólkið á bak við þetta var ekki í leit að óverðskuldaðri ást, samúð og kærleika.
Svona er lífið í Himnaríki stundum æsispennandi.
Ég vaknaði kl. 7.48 við hávært bling í símanum. Istagram að láta mig vita að einhver hefði sett inn sögu. Takk, Instagram. Vaknaði næst kl. 9.30 við að Keli mjálmaði og gekk á andlitinu á mér. Of þreytt til að fara fram úr og gefa honum mat, bað um smáfrest sem Keli samþykkti. Þegar klukkan hringdi kl. 12 til marks um að ég mætti fá mér fyrsta kaffibolla dagsins fannst mér þess virði að fara fram úr. Drengurinn gistir annars staðar um helgina svo ég hef nægan tíma til að VINNA ... Ég veit samt alveg að nú gæti síðasti sumardagurinn verið að líða í dag en ég hlakka meira til hríðarbylja, útsynningshryðja, ofsabrims og austanrosa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég var getin um hávetur, foreldrar mínir mjög sennilega í ullarsokkum, eða ég fékk sérstakt gen frá forfeðrum sem neituðu að vera veður-aumingjar en það er orðið frekar þunnt því það er gluggaveðrið sem ég dái og dýrka, engin löngun til að berjast í hrakningum uppi á heiði með Snata gamla og Sóta til að hlýja mér þegar ég gref okkur þrjú í fönn.
Akranes verður sífellt fallegri bær og nú er verið að mála myndir á hina ýmsu veggi og þvílík prýði sem verður að þessu. Efri myndin er eftir Bjarna Þór og sú neðri eftir Baska. Verk í vinnslu, hlakka til að sjá þau fullbúin. Tinna Royal gerði geggjaða mynd á hús á Breiðinni, hjá vitanum - og það eru fleiri verk sem ég þarf að skoða næst þegar ég kemst í bíltúr með einhverjum.
Nú vantar bara kaffihús hér á Skaga. Kaja - hollustuverslunin frábæra hefur virkað ansi vel sem kaffihúsið með búðinni en nú er vetrartíminn skollinn á þar og lokað allar helgar. Ég benti gamalli vinkonu úr Reykjavík á að fara þangað á dögunum og hún var hæstánægð með allt þar. Svo er hægt að setjast niður í Kallabakaríi og fá sér kaffi og meðlæti. Það þýðir ekki að benda ó-bílandi á golfskálann, hann er ekki í göngufæri nema fyrir þaulvant fjallgöngufólk, ofurhetjur og fuglinn fljúgandi, strætó gengur ekki um helgar, svo er hann kannski lokaður yfir veturinn. Við erum með fína matsölustaði hér á Akranesi en kaffihúsin hafa ekki gengið sem skyldi. Ekki einu sinni þau sem buðu upp á almennilegt kaffi ... eins og Vitakaffi og það sem var á Akratorgi áður en Frystihúsið kom.
Ég mæli svo um og legg á að einhver (sem drekkur kaffi) opni kaffihús á Akranesi á góðum stað, með geggjað kaffi (ekki trúa sumum kaffisölumönnum sem hafa farið eins og engisprettuplága um landið) og fínt meðlæti. Veit að Gunna vinkona myndi vilja marensbombur og er ekki ein um það - mér finnst kaffið mikilvægast.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 28
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 652
- Frá upphafi: 1506051
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Á Seltjarnarnesi er nánast engin menning og þar er einungis eitt kaffihús, við bæjamörk Reykjavíkur og Seltjarnarness en þar er verslanamiðstöð.
Enginn miðbær er hins vegar á Seltjarnarnesi, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið þar við völd í 72 ár og bærinn því andleg eyðimörk.
Þar er enginn framhaldsskóli, banki eða pósthús og íbúum Seltjarnarness fjölgaði einungis um fimm manns í fyrra, árið 2021, en enginn þessara fimm drekkur kaffi.
Nánast sama fólksfjölgun var hins vegar í Reykjavík og á Akranesi í fyrra. Íbúum Reykjavikur fjölgaði þá um 2.426, eða 1,8%, meira en hálfan Seltjarnarnesbæ, og íbúum Akraness fjölgaði um 144, eða 1,9%.
Þorsteinn Briem, 3.9.2022 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.