Drottningin öll

ElísabetSíðustu klukkutímana hefur Sky News mallað í Himnaríki, fyrst til að bíða fregna af heilsu drottningar og svo til að sjá hvernig hennar hefur verið minnst - alveg eins og ágústnótt eina árið 1997 þegar Díana prinsessa lést eftir bílslysið. Alveg sama hvað mér finnst almennt um konungdæmi hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir Elísabetu drottningu sem varð drottning 25 ára gömul og til dauðadags. Ég skrifaði einhvern tíma grein um hana fyrir Vikuna og gat ekki annað en fyllst aðdáun á henni þegar ég las mér til um hana á meðan greinin var í vinnslu.

Þegar ég bjó í London árið 1976 datt mér einhvern veginn aldrei í hug að fara að skoða höllina, kannski var það ekki í boði þá en ég man mest eftir fréttum af landhelgisdeilunni og kurteisi Breta við þessa íslensku au pair-stúlku þrátt fyrir vafasamt þjóðernið. Breska konungsfjölskyldan var ekki sérlega mikið í fréttum og ég fann ekki fyrir mikilli dýrkun á henni en þá var Díana prinsessa svo sem ekki komin til sögunnar - þau voru samt virt og vinsæl. Breskur kunningi tjáði mér að það þætti mjög fínt að vinna í Buckingham-höll og eldhússtúlkur þar töluðu ekki við hvern sem væri ... konungsfjölskyldan þætti þó nokkuð alþýðleg en vissulega háð ströngum reglum og aldagömlum siðum. Elísabet þótti nánast of alþýðleg að mati háaðalsins fyrir að borða morgunverð sinn upp úr Tupperware-dollum, í stað þess að nota almennileg hnífapör og gulldiska ...

 

buckingham-palaceHöllin er gjörsamlega rosaleg ... í henni eru 775 herbergi. Nítján salir, 52 herbergi fyrir hefðardúllurnar og gesti þeirra, 188 starfsmannaherbergi og 78 baðherbergi. Um þúsund starfsmenn sjá um að elda, þvo, þrífa, kemba hesta, þrífa eftir hundana, strauja rúmföt, fægja silfur, reyta arfa og allt þar á milli. Margir fara í langa og stranga þjálfun fyrir starf og allir skrifa undir þagnareið.

Það þykir fyrst og fremst fínt að vinna í Buckinghamhöll og launin eru lág eftir því hjá flestum. Ég skrifaði ábyggilega um hryllingsjólagjafir sem starfsmenn fá, en það er jólabúðingur, fullur af hnetum, döðlum, möndlum og rúsínum löðrandi í víni. Vinnudagur getur verið mjög langur, frá morgni til næstum miðnættis en aðrir rólegri á milli. Það eru skýrar reglur um hvenær dags hvert verk er unnið og hversu langan tíma það tekur. Það fór klukkustund í að strauja rúmföt drottningar og um tuttugu mínútur að búa um rúm hennar dag hvern. Það eru notaðar reglustikur til að leggja á borð.

Þriggja ára þjálfun þarf til að verða hallarþjónn. Einn slíkur lét hafa eftir sér að þjálfunin hafi verið líklega það næsta sem hann komst því að vera í herþjálfun án þess að bera byssu. Hann lærði að bursta skó, strauja einkennisbúninga og margt fleira.

 

Nú er Karl orðinn konungur og spurning hvort hann velji sér að heita t.d. Georg eða Vilhjálmur (algeng nöfn á kóngum) eða verði bara Karl áfram. Hvort hann leyfi hvítlauk í höllinni eða hann verið áfram á bannlista.

Merkileg kona Elísabet og hennar verður sárt saknað af mörgum. Ég vonaði að hún yrði alla vega jafnlanglíf og móðir hennar var, rúmlega 100 ára, en að ná 96 ára aldri er ansi vel af sér vikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir sem reyta arfa hjá undirrituðum verða einnig að skrifa undir þagnareið. cool

Ef Beta hefði ekki fengið svona háan rafmagnsreikning núna í september hefði hún orðið 100 ára gömul, enda sagði Beta þegar hún fékk reikninginn:

"Ég verð ekki eldri!"

Beta minnkaði hins vegar sífellt hraðar á þessari öld og ef hún hefði orðið nokkrum árum eldri hefði þurft stækkunargler til að geta séð hana. cool

Þorsteinn Briem, 8.9.2022 kl. 19:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýringin á skyndilegum dauða Betu: cool

"The average UK household electricity price is at least 30 per cent higher than in many of its European neighbours."

Image

Þorsteinn Briem, 8.9.2022 kl. 19:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Beta hefði átt að flytja inn í íbúð undirritaðs í Ungverjalandi, þar sem hún hefði einungis þurft að greiða helminginn af orkureikningnum, þrjú bresk pund, eða fimm hundruð mörlenskar krónur á mánuði. cool

Undirritaður notar ekki meira gas og rafmagn en eðlilegt þykir í hundrað fermetra og fjögurra herberja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest.

Þar af leiðandi greiði ég einungis 2.800 forintur, nú jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna, á mánuði fyrir bæði gas og rafmagn.

Undirritaður er vanur að sjá um gamlar konur, þar sem ég flutti inn til ömmu minnar á Baldursgötunni þegar hún fékk krabbamein og stelpurnar voru svo hræddar við hana að þær fóru inn og út um svefnherbergisgluggann minn. cool

Þorsteinn Briem, 8.9.2022 kl. 20:35

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, hérna. Hvernig stendur á því að orkan er svona ódýr í Ungverjalandi? Ég hélt að mestöll Evrópa væri í vanda.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2022 kl. 12:44

5 identicon

Það hlýtur að vera af því að ungverskir ráðherrar séu vinir Pútíns.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 9.9.2022 kl. 16:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Ungverjalandi, sem er í Evrópusambandinu, niðurgreiðir ríkisstjórn Viktors Orbán verð á bensíni á bensínstöðvum til bifreiðaeigenda sem eru með ungversk bílnúmer.

"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.

He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."

Borgarstjórn Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, er hins vegar frjálslynd vinstristjórn.

Hungary Today, 8.9.2022 (í gær):

"The Financial Times recently published a lengthy article analyzing energy prices in Europe, concluding that the average price of electricity for British households is at least 30 percent higher than many of its European neighbors, while Hungary has the cheapest gas.

According to the British business and economics newspaper, the situation is so bad in their country because they rely more heavily on natural gas for energy production, which hits consumers hard.

"The average UK household electricity price is at least 30 per cent higher than in many of its European neighbours."

The article also looked at Hungary, where the utility costs reduction means that household bills are still much lower than in other parts of Europe. The paper admitted as much, writing that "Hungary has by far the lowest household gas cost."

The Financial Times also added that despite criticism from other European Union members of the relationship with Moscow, Prime Minister Viktor Orban has signed a number of agreements with Russia that ensure lower-priced gas supplies.

Indeed, the Hungarian government has a long-term contract with Russia for the purchase of gas, and Foreign Minister Péter Szijjártó recently announced that Gazprom will deliver up to 5.8 million cubic meters more gas per day to Hungary via Serbia than the amount stipulated in the long-term contract."

9.3.2022:

Bandaríkin banna innflutning á rússneskri olíu - Evrópusambandið ætlar að minnka innflutning á rússnesku gasi um tvo þriðju fyrir árslok

24.8.2022:


Bretar hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi

31.5.2022:


"Leiðtogar Evrópusambandsins komust að samkomulagi í gærkvöldi um að banna stóran hluta af innflutningi á rússneskri olíu til að draga úr tekjum Rússlands á tímum stríðsins í Úkraínu.

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að aðgerðirnar muni strax ná utan um 75% af innfluttri olíu frá Rússlandi og um 90% í árslok.

Innflutningsbannið inniheldur þó tímabundna undanþágu frá innfluttri olíu frá Rússlandi sem fer í gegnum olíuleiðslur (e. pipelines).

Undanþágan er til þess fallin að veita Ungverjalandi, Slóvakíu og Tékklandi svigrúm til að bregðast við aðgerðunum, samkvæmt frétt Financial Times."

Evrópusambandið minnkar innflutning á rússneskri olíu strax um 75% og 90% fyrir árslok

29.3.2022:


Bandaríkin munu auka sölu á gasi til Evrópusambandsríkjanna fyrir árslok

Fólk sem býr í Evrópusambandsríkjunum greiðir misjafnlega háa orkureikninga, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.


Fuel prices in Europe in August 2022

"The gasoline price freeze [í Ungverjalandi] was announced on November 11, 2021, and came into effect on November 15.


The decree set the price cap for 95-octane gasoline at 480 forints [nú um 170 íslenskar krónur eða 1,20 evrur fyrir lítrann af bensíni]."

30.7.2022:

"The limit on prices [í Ungverjalandi] was introduced last November as prices rose even before the invasion of Russia in Ukraine and set the retail price for both 95-octane gasoline and diesel."

"A government decree [í Ungverjalandi] published on Saturday also showed the government will increase a windfall tax [hvalrekaskatt] on the profits of MOL to 40% from 25% as of Aug. 1.

A series of windfall taxes on banks and certain companies was introduced in May in a bid to raise some 800 billion forints [nú um 284 milljarða íslenskra króna]."

26.8.2022:

"The Hungarian National Atomic Energy Authority has granted an important milestone for the construction permit for the expansion of the Paks nuclear power plant, which means that the actual construction phase can begin and the new units can be operational by 2030."

Í Ungverjalandi búa um 9,7 milljónir manna og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur mikla trú á sólarorkunni, eins og kjarnorkunni.

6.9.2022 (síðastliðinn þriðjudag):

Residential solar tender brought forward for Hungarian families - The first round of the call was met with a record number of over 43 thousand applications



Norðmenn selja raforku til Evrópusambandsríkjanna og Bretlands og græða á hærra orkuverði.

Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri á hærra orkuverði.

30.8.2022:

Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins

Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu. Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.


4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):

"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs."

Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun

Noregur er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Þýskaland og getur einnig lagt sérstakan skatt á orkufyrirtæki til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af raforkuverðinu.


Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er hins vegar með því hæsta í heiminum, hvort sem þar er hægristjórn eða vinstristjórn, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins.

4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):

"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."

"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýjanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030."

Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana

Um 70% raforkunotkunar Svía koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum og um 30% frá kjarnorkuverum.


Og um 80% af raforkunotkun Austurríkismanna en tæplega helmingur raforkunotkunar Þjóðverja kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Tæplega 70% af raforkunotkun Dana koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum og árið 2020 komu að meðaltali 37,5% af raforkunotkuninni í Evrópusambandsríkjunum frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Kjarnorkuver eru í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni, í Hollandi, Belgíu, Finnlandi, Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Slóveníu, Rúmeníu og Búlgaríu.

Og einnig í Bretlandi og Sviss, sem ekki eru í Evrópusambandinu.

6.9.2022 (síðastliðinn þriðjudag):

Closure of Last Two German Nuclear Power Plants Postponed

Í Frakklandi koma um 70% af raforkunotkuninni frá kjarnorkuverum, í Ungverjalandi og Slóvakíu um 50%, í Belgíu, Tékklandi, Slóveníu og Búlgaríu um 40%, í Finnlandi um 34% en á Spáni og í Rúmeníu um 20%.


Nuclear Power in the European Union - March 2022

"As of 2019, nuclear energy accounted for 26 percent of the electricity generated in the European Union, compared with 19 percent for natural gas, 17 percent for coal, 13 percent for wind, 12 percent for hydro, 5 percent for biofuels, and 4 percent for solar."


Vindorka, vatnsorka og sólarorka var því samtals 29% af raforkuframleiðslunni í Evrópusambandinu árið 2019 og vindorkan var þá orðin meiri en vatnsorkan.

"Renewable energy sources include wind power, solar power (thermal, photovoltaic and concentrated), hydro power, tidal power, geothermal energy, ambient heat captured by heat pumps, biofuels and the renewable part of waste."

File:Share of energy from renewable sources in gross electricity consumption, 2020 F2.png

Þorsteinn Briem, 9.9.2022 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband