3.10.2022 | 16:45
Fitufordómar véfréttar
Vegagerðin hefur örlög mín í hendi sér. Ef ákveðið verður að fara til fornaldar og hafa eina stoppistöð í útjaðri Akraness er sjálfhætt búsetu hér í raun. Ég flutti hingað af því að strætó fór að ganga hér. Vegagerðin getur ekki stjórnað því að Skagamenn komi á innanbæjarstrætókerfi hér sem snýst í kringum leið 57. Mér skilst að uppi séu raddir um þetta hjá Vegagerðinni, greinilega einhver sem notar ekki strætó. Ég sendi Vegagerðinni bréf en fékk ekkert svar, sama plan af kurteisi og hjá Strætó sem virðist helst ekkert vilja af kúnnunum vita, ég tala af reynslu. Hvorugt fyrirtækið hefur samráð við farþegana, hvað þá bílstjórana sem hefði þurft að gera þegar nýir vagnar okkar voru síðast pantaðir, þeir eru ekki nógu góðir í öllum veðrum, er mér sagt, og það sem snýr að mér ... fúlt að geta ekki lengur hlaðið símann minn þar.
Ég fann til öryggis stað til að búa á í bænum ... ef íbúðirnar sem þar munu koma, verða ekki á uppsprengdu verði. Í JL-húsinu, í íbúð sem snýr að sjónum. Þá get ég veifað vinum mínum á Akranesi og hef sjóinn enn til að dást að. Sumir tala um rokrassgat þarna, aðrir tala um dólgslega granna einhvers staðar fyrir aftan (mjög sennilega einhver eldriborgarablokkin, ég finn vel hvernig óþekktin eykst hjá sjálfri mér). Alveg er mér sama - ef ég bara hef sjóinn minn, og óhrædd með hnúajárnin, sjefferinn og piparúðann.
Við systur skruppum á Barion í Mosó á föstudaginn, áður en ég tók strætó heim. Það var hellingsvinna að finna kvikindið, ekki síst af því að sá sem svaraði í símann talaði við mig eins og heimamann. Ég hélt alltaf að þessi staður væri hjá Hótel Laxnesi, fyrir neðan KFC en svo var aldeilis ekki, heldur rétt hjá einhverju allt öðru. Við fengum ljómandi góðan mat og þjónustu þótt mér hafi fundist lélegt að fólk þyrfti sjálft að sækja sér drykki - því það var þjónað til borðs að öllu öðru leyti. Þarna var maturinn dýrari en á Galito á Akranesi, sem býður upp á fullkomna þjónustu og frábæran mat.
Covid-keppurinn minnkar hægt og rólega. Þótt kunningjakona mín hnussi fyrirlitlega yfir "svelti" eins og hún kallar það, frá kl. 20 til kl. 12 næsta dag, finn ég talsverðan mun á mér, eða fötunum og ekki síst magni af sturtusápu sem þarf að nota. Mér hefur gengið verr að halda mig við hreina morgna, eins og í morgun var mikið að gera hjá mér og ég fékk mér kaffi með kaffirjóma um tíuleytið til að vera í sem bestu formi. Kvöldin eru ekkert erfið, enda er ég svo sem nánast hætt að horfa á sjónvarp. Samt er ég með Netflix, Disney, Prime Video (Amason), Stöð 2, RÚV og Símann Premium með milljón stöðvum. Prime fékk ég mér til að horfa á Jack Reacher-þættina sem voru æði. Disney fyrir drenginn en hvorugt okkar horfir, ég ætla alltaf að klára The Queen á Netflix og stráksi horfir oft á þætti í sínu herbergi.
Þetta með covid-keppinn sem bættist á mig í pestinni og við það að hætta að reykja ... Kvöldátið er ekkert og það munar um það, ekki kaffi, ekki gos, bara vatn eða ekkert. Stundum líður mér eins og hálft kíló fari á mánuði, sem sagt eitt og hálft farið ... en það hlýtur að vera meira samt. Fyrrum völvan mín og sjáandi sem var svo forspá gerir ekki annað en gera grín að mér ... af sem áður var, þegar hún dýrkaði mig. Ég ákvað að prófa í allra síðasta sinn að fá spádóm hjá henni, hvað ég fengi í skóinn í ár, mig langaði virkilega að vita það.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 470
- Frá upphafi: 1526947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.