10.10.2022 | 21:50
Álfar og menn og ... orðræðan
Dásamleg helgi liðin og góð heimsókn frá einni af ótal mörgum systrum mínum. Þeirri einu sem hefur séð álf, þá á barnsaldri. Unglingurinn á þessu heimili er sérlega áhugasamur einmitt um álfa svo ég hefði getað látið mig hverfa án þess að þau áttuðu sig, svo upptekin voru þau af álfasögum. Hún hefur líka farið í gegnum leiðsögunám svo hún kann enn fleiri sögur en ella, hugsa ég, ferðamenn elska allt svona og hreinlega ætlast til að heyra allt um þjóðtrúna, landnámsmenn, gömul eldgos og hraun og svo auðvitað álfa og tröll. Systir mín var svo ljúf að fara með drenginn í skógræktina hér á Skaga og sýna honum nákvæmlega hvar hún sá álfinn - fyrir nokkrum áratugum. Og taka mynd af honum þar. Skemmtilegt áhugamál, en nær samt aldrei spennunni sem felst í mínum áhugamálum, vefmyndavélafíkn og eldgosafýsn. Get ekki lýst tilfinningunni þegar þetta skarast eins og hefur gerst nokkrum sinnum ... hægt að horfa á eldgos í gegnum vefmyndavél, tala nú ekki um í sjónvarpinu.
Sláandi fréttir af öfgamönnunum sem eru grunaðir um að hafa ætlað að drepa m.a. lögreglufólk, Gunnar Smára og Sólveigu Önnu, eflaust fleiri sem við fáum kannski að vita af síðar. Ég hef alltaf sagt að viss Trump hafi gefið svona vitleysingum fólki rödd og nú getur það ekki þagnað og spúir sínu eitri. Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um þessa meintu hryðjuverkamenn sem sitja enn í gæsluvarðhaldi, veit að þeir myndu ekki hika við að mæta heim til mín ef ég dirfðist að skrifa ljótt um þá - alveg alla leiðina hingað í rólegheitin austur í Grjóteyrarfjarðatangaskaga nyrðri þar sem ég bý með tólf sjefferhundum og átta manna júdókarlakórnum mínum sem heitir fullu nafni: Sjálfsvarnar- og árásatenóra-og-bassalingar Grjóteyrarhrepps og nærsveita. Af borgarbúum hér á þessum víggirta rafmagnsgirðingaflottheitastað, kallaðir almennt te-rónar sökum sjúklega mikillar tedrykkju.
Orðræðan hefur líka verið ömurleg, ég hef eytt fólki af Facebook-síðunni minni af því að það talar svo ógeðslega um þá sem gegna áberandi starfi, eins og ráðherra og þingmenn. Ég er ekki að tala um eðlilega og sjálfsagða holla og góða gagnrýni. Og það má ekki myndast hola á götu í Reykjavík eða ljótt hús vera byggt eða ekki byggt án þess að sumt fólk missi sig á ógeðfelldan hátt yfir Degi ... skaut ekki einmitt einhver á bílinn hans? Nánast með leyfi frá orðræðunni ... Kannski er ég að fleygja stórgrýti úr gróðurhúsi eftir að hafa gert grín að ýmiskonar klikkun sem viðgengst en kannski ekki svona hatrammt og með hótunum.
Systir mín sagði mér góða álfasögu á laugardaginn á meðan hún snæddi gómsætar vöfflur sem ég hafði bakað með aðstoð elsku Vilkó og drakk besta kaffið í bænum. Hún er mikill sagnameistari, eins og flestir afkomendur hennar og hefur gott minni - sem er mikilvægt (ég get varla komið góðri kjaftasögu áfram, gleymi iðulega aðalatriðinu). Mamma fór eitt sinn að veiða með þáverandi eiginmanni sínum og þegar þau komu á veiðistaðinn um kvöldið, sagði mamma hrifin: Sjáðu fínu klettana, hér er örugglega álfabyggð!
Um nóttina dreymdi hana álf sem kom til hennar og tjáði henni að hann myndi sjá til þess að hún veiddi vel. Það rættist heldur betur næsta dag. Hún veiddi endalaust af fiski ... en maðurinn hennar fékk ekki bröndu, hann hefði alveg eins getað reynt að veiða í vaskafati. Hann reyndi ýmislegt í vantrú sinni, fékk að prófa hennar stöng og vera á hennar stað, en aðeins mamma veiddi þennan dag, og það líka með hans stöng og á staðnum þar sem hann hafði staðið skömmu áður og ekki orðið var við nokkuð.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 469
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 399
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.