7.11.2022 | 16:50
Fjandsamlegur teflonheili og véfrétt tekin í sátt
Virkilega? sagði þrítugsafmælisbarn helgarinnar hlessa þegar ég sagði honum að ég, ólíkt flestum ættingjum okkar, hefði ekki fengið COVID. Ert þú sem sagt ein af þessum ... uuu ... hélt hann áfram hikandi.
Velheppnuðu, teflonhúðuðu, magnþrungnu, meiriháttar, fallegu? spurði ég hjálpleg.
Nei, þarna ... aftur skorti frænda orð.
Ókei, ... komin af öpum-eitthvað, bíddu? Ég reyndi að hugsa, rifja upp. Davíð, frændi og hkhhh (hipp og kúl hjálparhella himnaríkis), hafði lesið sér til um að sumir ættu hreinlega erfitt með að næla sér í COVID vegna einhvers, ekki kannski beint tengt öpum, meira svona DNA-snilldarsamsetningu og tengist eitthvað Neanderthal-forföður mínum ... æ, þið vitið. Sem þýðir sennilega að við Davíð séum sérlega velheppnuð eintök.
Afmælisfrændinn samþykkti þetta. Stundum held ég að heilinn í mér sé úr fjandsamlegu tefloni að hluta, það sem ég vil að festist þar samþykkir hann ekki en ef mér t.d. verður hugsað til Grundarfjarðar poppar upp talan 350. Sendi út reikninga á níunda áratug síðustu aldar og póstnúmer sitja föst í kollinum. Tæp fjörutíu ár síðan ég hætti að senda jólakort svo þetta nýtist ekki neitt, nema í einhvers konar montskyni og þá innan mjög þröngs hóps sem einnig man númer. Hver þarf svo ekki nauðsynlega að vita að Gjaldheimtan í Reykjavík hafi verið með síma 17920 (ef ég man það rétt, gat ekki sannreynt með gúgli) ... ég þurfti kannski einu sinni eða tvisvar að hringja þangað á níunda áratugnum en númerið kom sér fyrir í slímhúð heilans eins og DV 27022 ... en ég get alls ekki slegið um mig með gáfulegum rannsóknum um the vírus! Hnuss.
Bæjarferð helgarinnar var skrambi góð. Á föstudagskvöldinu ætluðum við systur að slaka á fyrir framan sjónvarpið en það varð ekki mikið úr þeirri slökun. Hilda var með stillt á skemmtiþátt (Stöð 2) sem heitir Stóra sviðið og ég vissi ekki af. Reykingalyfin árið 2020 ollu ekki bara sígarettuógeði heldur einnig hálfgerðum sjónvarpsviðbjóði. Þessi þáttur var svo fyndinn og ég hló svo hátt og mikið að ég var með hálfgerða þynnku daginn eftir, alla vega hausverk sem ég fæ nánast aldrei. Eina sem var öðruvísi þetta kvöld var öskurhlátur yfir þættinum (Hilda hefur svo sem smitandi hlátur), það var ekkert vín, bara kjötsúpa í kvöldmat og svo vatnsdrykkja. Horfi yfirleitt á Gísla Martein og Leitina að upprunanum. Gulli byggir er líka æði og allt svona gera upp íbúðir/hús-dæmi. Og auðvitað fréttir og veður.
Mig langar oft að fara í mál við reykingalyfsfyrirtækið fyrir að hafa tekið tvennt úr lífi mínu, ekki bara reykingar sem ég vildi auðvitað losna við, heldur líka sjónvarpsgleðistundir ... Þegar heyrist í sjónvarpinu t.d.: Nú verður sýndur fyrsti þáttur af mest spennandi og skemmtilegustu þáttaröð sem nokkurn tímann hefur verið sýnd í heiminum. Leikarar: Bruce Willis, Jason Statham, Angelina Jolie og Ólafur Darri. Handritshöfundar: Jo Nesbö, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Stephen King og Lilja Sigurðardóttir ... horfi ég tómlátlega á sjónvarpið og slekk.
MYNDIR: Það styttist VERULEGA í að ég taki véfrétt Himnaríkis í sátt aftur. Ég tek aftur það sem ég sagði um hana nýlega eftir fjas hennar um megrunarpillur í skóinn. Hún er virkilega góð og sannspá.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 35
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 516
- Frá upphafi: 1526853
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 436
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.