Skipaferðir, bókakostur og Geirafordómar

Skipaferðir 2.6 2007Vaknaði við þvílíkan hávaða og læti. Stórt skip öslaði gassalega eftir sjónum með aðdáendur í eftirdragi og stefndi beint á höfnina. Lætin!

Eftir að ég flutti í kyrrðina heyri ég núorðið fótatak katta, andardrátt músa og aðdáun karla.  Ég hrökk því upp úr dýrlegum draumi við lætin ... gæti hafa verið röddin í skipstjóranum að segja: „Hart í stjór.“

Mikið var bæjarferðin skemmtileg í gær. Auðvitað sat ég ekki drukkin á bekkjum, krotaði á veggi eða gekk á milli kaffihúsa og reykti ... þótt freistandi væri.
Inga, einkabílstjóri með meiru, kom og sótti mig og saman rúlluðum við um höfuðborgina. Fór í JPV og sótti splunkunýja spennubók sem heitir 5. riddarinn og er eftir James Patterson. Þetta er þykk og svakalega girnileg kilja um Lindsay Boxer löggu og aðra meðlimi Kvennamorðklúbbsins.

Inga henti mér ekki út í Mosó þótt strætó biði þar, heldur rúllaði með mig á Skagann. Ég dró hana með í Einarsbúð þar sem hún fyllti tvo innkaupapoka fyrir rúman 3.000 kall. Einarsbúð heldur niðri verðinu með því að hafa opið til sex virka daga (sjö á föstudögum) og lokað um helgar. Stór jarðarberjadolla kostaði rúmlega 100 kall. Bónus hvað?


Geiri í Goldfinger á Stöð 2 í gær, um Ísafold: „Jón Trausti og þessi stelpa.“ Hann var að tala um Jón Trausta ritstjóra og blaðakonu sem heitir Ingibjörg. Hann endurtók þetta aftur og aftur en það kom samt áður fram í viðtalinu að Geiri vissi að þessi stelpa héti Ingibjörg. Segir allt sem segja þarf um álit hans á konum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hart í bak, hefði það heldur ekki getað verið, kannski bara... Beint áfram?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úpps heldurðu Gurrí að það geti verið mögulegt að Geiri á Goldifnger sé haldin kvenfyrirlitningu?  Því hefði ég seint trúað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2007 kl. 13:27

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það skyldi þó aldrei vera ... þetta var alla vega MJÖG gott dæmi um það. Nefnir karlinn með nafni en konan er bara "þessi stelpa" ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég tók eftir því hvað hann var taugaveiklaður karllin á stöð 2 í fréttunum. þetta er svolítið duló.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.6.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, já, konur eiga náttúrlega ekkert upp á dekk. Helst að vera ungar, mjóar og sætar og kunna að dilla sér upp við súlur...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.6.2007 kl. 15:39

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég þarf líka að skoða Ísafold og sjá hvaða "bankastjórafrú" var límd við handlegginn á Gunnari á myndinni ( að sögn Geira.)

Eva Þorsteinsdóttir, 2.6.2007 kl. 15:54

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég verð að fara að kíkja í þetta blað. Sit bara og les blogg eins og bjáni ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 16:15

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleypi alltaf í mig bækur eftir James Patterson - truflar mig hinsvegar þegar ég les bækurnar hans að tíkin hennar Lindsayjar (beygir maður þetta ekki svona? ) getur verið ein heima dögum saman og þarf ekkert að fara út að míga og sk...

Held hann eigi örugglega ekki hund hann Mr. Patterson - geturðu bent honum á þetta næst þegar þú hittir hann?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 18:30

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki málið. Góður punktur, yfirleitt fatta ég öll svona smáatriði/mistök en geri kannski ráð fyrir því að nágranninn líti eftir dýrinu ... svona eins og venjulegt fólk myndi gera.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 55
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 852
  • Frá upphafi: 1516369

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 708
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband