25.1.2023 | 21:01
Smartríður og betlarinn í Mjódd
Endurbæturnar á Himnaríki fyrir tveimur árum breyttu mér heilmikið til hins betra þegar kemur að smartheitum á heimili. Mér fór að þykja mjög áríðandi að hafa sæmilega fallegt í kringum mig. Það þarf ekkert að kosta mikið, stundum bara nóg að fækka hlutum en stundum leyfir maður sér að kaupa eitthvert fínirí. Eins og körfuna undir dagblöðin, ég var búin að horfa á hana í margar vikur áður en ég lét loksins vaða og keypti hana dýrum dómum, þannig séð. Vanari prísunum í Rúmfatalager og IKEA. Þessi dásemdarkarfa hefur verið sverð og skjöldur fatahengisins þar sem eru líka skápar og annað af tveimur náðhúsum kattanna, kirfilega falið undir punti og að hluta til á bak við körfuna fínu. Svo sá ég á Skreytum hús-grúppunni á Instagram svipaða körfu, frá Rúmfó og örugglega talsvert ódýrari, og komst að því mér til mikillar skelfingar að þetta er karfa undir klósettpappír (sjá myndina til vinstri hér að ofan, sú hægra megin er mín) Vesalings Smartríður af Himnaríki er á bömmer núna en þó þakklát fyrir að hafa ekki haldið stórafmæli síðan árið 2020. Ég á reyndar svo dásamlega vini og vandamenn að þeir hefðu án efa hugsað: Mikið er hún Gurrí alltaf smart og sniðug og snjöll, sko hvað hún finnur frumleg not fyrir þessa annars fínu klósettkörfu.
Því miður er ekki pláss á mínu annars stóra baðherbergi fyrir körfuna (sjá Eftir-Fyrir og Á meðan-mynd) en kannski hjá Hildu á fína baðinu hennar. Hvernig átti ég að vita að handfangið sniðuga væri fyrir klósettrúllur? Ég sem hélt að mér væri batnað af ósmartheitum mínum sem orsökuðu lengi vel þekkingarleysi á fínum iittala-skálum og -stjökum, já, og geggjuðum designer-handklæðum sem hingað komu sem afmælisgjafir í gegnum áratugina. Fannst þetta allt virkilega flott en vissi lengi vel ekki HVERSU FLOTT ... Hef nefnilega skánað helling í þessu og er ekki jafnmikill plebbi og lengst af ... hreifst hvort eð er nánast bara af antík en hef blandað meira síðustu árin eftir að mér fór að líða eins og langalangömmu, vantaði bara ruggustólinn. Mig langar nú samt í ruggustól en það er önnur saga.
Kaffitár við Nýbýlaveg var kvatt með tárum í hádeginu í dag í örsnöggri ferð til borgarinnar. Ristað súrdeigsbrauð með avókadó og sterkri sósu yfir, og latte með, himneskt. Skilst að þessi staður, eins og pottþétt fleiri, hafi aldrei náð sér almennilega á strik eftir covid sem þó grasserar enn þótt við látum eins og það sé búið.
Ég skrapp eitt augnablik inn í Nettó á meðan Hilda var á leiðinni í Mjóddina, nýbúin í lagningu, til að sækja okkur, og nýkomin út þaðan rakst ég á betlara frá Rúmeníu. Ég átti því miður ekkert smærra en þúsundkall til að gefa honum en trúði samt samt einhvern veginn ekki á bágindi hans. Hann var með handskrifaðan miða þar sem var skrifað með snyrtilegri rithönd að hann væri húsnæðislaus með þrjú börn á framfæri og svo sífraði hann vesældarlega. Ég færði mig síðan ögn fjær honum í biðinni eftir Godot-systu, en hann kom og bað um meira svo hann ætti fyrir gistingu yfir nóttina. Hmmm. Ég átti ekki meira og þótt ég hefði átt ... og sagði ákveðið: Því miður, þú færð ekki meira. Fannst ég ekki einu sinni vond. Hann færði sig fjær og systir mín kom akandi í þann mund. Ég settist upp í bílinn hjá henni og við keyrðum fram hjá þeim rúmenska sem stóð við hlið konu sem var að setja eitthvað inn í jeppa, og rétti henni eitthvað ... mögulega afrakstur morgunsins, þau virtust þekkjast. Svo klukkutíma seinna, þegar við stráksi biðum eftir að taka 13.30-strætó heim, var þessi elska á leið inn í einhvern af vögnunum í Mjódd, nákvæmlega ekkert mæddur á svip.
En áður en einhverjir fara að fjasa um hælisleitendur, Rúmenía er í EES svo maðurinn átti greiða leið inn í landið ... og vinnur fyrir sér á þennan hátt.
Ég lærði af þessu ... ekki síst það að taka mark á eigin tilfinningu. Fann einhvern veginn að hann átti ekkert bágt, allt bara leikur. Hann hefði átt að bæta smávegis stolti við og þá hefði hann blekkt mig, sem hann gerði nú samt fyrst hann hafði af mér þúsundkall. Ég er miklu grimmari í þessu í útlöndum, enda er vel vitað að fólk er sérstaklega gert út til að betla, en þetta er frekar nýtt fyrir mér hér á landi, hef líka verið saklaus landsbyggðartútta síðustu 17 árin.
Það hefði verið ótrúlega gaman að stoppa lengur í borginni en stráksi þurfti að vera kominn á Skagann kl. 16. Herkúles, sæti hundurinn hennar Hildu, var að fara í nudd og neglur svo það hentaði best að fara þetta snemma. Ég gat eiginlega ekki valið verri dag til að mæta í heimsókn en svangir kettir sem mega bara fá sérfæði sem fæst bara hjá dýralæknum, og hviður á Kjalarnesi passa illa saman. En nú er til matur handa Kela, Krumma og Mosa næstu mánuðina, svo janúar getur bara hoppað upp í lægðirnar á sér.
Þriðja og síðasta myndin, skjáskot frá Instagram-vinkonu: Það bókstaflega logar allt á samfélagsmiðlum út af veðurfræðingahneykslinu.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 466
- Frá upphafi: 1526435
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 401
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.