13.3.2023 | 14:52
Að stela afmæli ... enn og aftur
Ansi hef ég komið illa undan vetri, kvartaði ég við eina af systrum mínum. Hafði verið að skoða myndir af okkur systrunum, teknar í afmælisveislu stráksa um helgina. Systurnar voru nógu asskoti sætar á meðan ég minnti einna helst á vélsagarmorðingja sem hefur ekki farið í klippingu síðan hann missti síðast sögina á hausinn á sér.
Hvaða vitleysa, sagði ægifögur systirin huggandi, en hún gat samt ekki hafa meint það í fullri alvöru miðað við skýrar hryllingsmyndirnar í fullkomnum fókus og í réttri lýsingu, einmitt þegar það var engin þörf á því.
Nei, mér fannst ég ótrúlega ljót á þeim miðað við þá sýn sem blasir við mér í speglinum, dæsti ég, orðin nokkuð brattari, enda úr Þingeyjarsýslu en fólk þaðan leyfir engum (nema sjálfu sér, varla þó) að segja eitthvað niðrandi um sig, við vitum að við erum best, alla vega við ættuð úr Flatey. Ég er ólík sumum öðrum að því leyti að þegar ég horfi í spegil finnst mér ég bara ágæt. Alls ekki of feit, alls ekki ljót. Það tryggir ekki bara gott skap heldur líka fjaðrandi göngulag. Það er vissulega langt liðið frá jólaklippingu og öðrum fínheitum og það sést en ég á tíma í vikunni. Verð samt að taka harðar á fólki sem er með gemsann á lofti. Það sem sést ekki - er ekki. Ég hef til dæmis lagt gífurlega mikið á mig í gegnum tíðina við að halda hrukkum í skefjum, með því að innbyrða m.a. rjóma og súkkulaði, en það virðist ekki skila sér nema sem Óskarsverðlaun í einhverjum tilfellum.
Ef ég hefði nú bara áhyggjurnar yðar, frú Guðríður, mjálmaði Mosi en hann hefur sérstakt lag á því að segja eitthvað smellið sem kemur vitinu fyrir mann. Myndin efst er af nágranna mínum, Rostik, en hann er dáðurr og dýrkaður kattarguð himnaríkis, eins og sést. Miðmyndin er af stráksa við veisluborð helgarinnar. Stóra tertan er úr Kallabakaríi. Ég vakti margar nætur við að baka hitt. Neðsta myndin er gömul, held alveg örugglega að Bernhöftsbakarí eigi heiðurinn af tertunni.
Afmælisveisla fyrir drenginn var sem sagt haldin á laugardaginn og án efa gleymdi ég að bjóða einhverjum. Svo 25 manna marsipantertan var í það stærsta og mesta með tveimur marenstertum, 60 snittum, bananatertu, bollakökum og franskri súkkulaðiköku í litlum brownies-sneiðum. Hafði vit á að bjóða nokkrum (tveimur) í eftirpartí, senda sneiðar heim með gestum sem það þáðu þannig að það er bara smávegis eftir af afmælistertunni. Geri aðrir betur. Stráksi er alsæll með helgina og hefur vart talað um annað, hann vildi ekki veislu fyrir ári svo hann finnur muninn núna og mun aldrei sleppa afmælisveislu úr.
Ég er komin úr æfingu og var allt of stressuð. Fannst ég vart sest niður til að spjalla þegar ég þurfti að þjóta á fætur aftur og færa gestum kaffi, teppi, vatnssopa, álteppi, landakort, herðatré, öskubakka (djók) eða eitthvað. Bauð einhverjum í veisluna klukkan tvö en langflestum klukkan þrjú svo það var ekki allt tilbúið klukkan tvö sem stressaði mig svolítið. Ég tók kannski ekki á móti fyrstu gestum á nærbuxunum með tusku í annarri og klósettbursta í hinni (lýsing vinkonu sem fékk fyrstu gestina tveimur klst. of snemma) en næstum því. Fljótlega eftir að þrjú-gestirnir komu spurði ein frænkan hvort ég ætti íbúfen og um leið vildi sonur hennar vita hvar kettirnir væru. Ég dró mæðginin með mér, sýndi drengnum hvar Mosi, Keli og Krummi héldu sig, ætlaði svo að fara inn á bað í leiðinni og sækja íbúfen fyrir elsku frænku en gleymdi því - einhver þurfti kaffi eða knús í austurendanum. Ef ég held veislu í sumar væri snjallt að fá einhvern í eldhúsið. Sonur minn sá alltaf um þrældóminn hér áður fyrr, Hilda systir var hrikalega hjálpleg og oft tók mamma góða rispu. Þegar síðustu gestirnir voru farnir ákvað ég að vera algjör drusla, slökkti ljósið í eldhúsinu (það var samt enn bjart úti) og elsku hjartans uppvaskið beið mín rólegt þar til ég hafði sofið út á sunnudeginum, í gær. Við stráksi réðumst í þetta í sameiningu - það þurfti að flokka, taka pappa og plast sér, leifar fyrir fuglana (leifar af diskum afmælisgesta sko) og fara með allt út, rest fór í uppþvotttavél og hviss bang, allt varð fínt á hálftíma eða svo. Ég keypti pappadiska sem flýtti fyrir frágangi.
Þetta var samt ágæt æfing, svona ef ég held venjulegt (f.covid) alvörufullorðinsafmæli nú í ágúst EF DALVÍKINGAR ERU EKKI BÚNIR AÐ EYÐILEGGJA ÞAÐ FYRIR MÉR! Fkngs Fiskidagurinn mikli verður nebblega laugardaginn 12. ágúst - á afmælinu mínu. Takk kærlega!!! Friðrik Ómar fær sko ekki að koma í afmælið mitt í ár! Eflaust hafa svo ónefndir skipuleggjendur á suðvesturhorninu ákveðið að hafa Gleðigönguna þann sama dag eins og stundum áður, bara af kvikindisskap. Kæmi mér heldur ekki á óvart. Ég bíð bara eftir tilkynningu um að Írskir dagar á Akranesi verði færðir til 12. ágúst. Það væri samt sniðugt, þegar ég hugsa út í það, stutt fyrir gesti mína að fara með mallakút fullan af kökum og almennilegu kaffi, beint út á þyrlupallinn minn þar sem brekkusöngurinn mun hljómar um kvöldið. Eða standa úti á svölum og taka undir sönginn þar.
Ef forríkir hótelbyggjendur fá einhverju ráðið, verður öllu snúið við á hlaðinu hjá mér, þyrlupalli eytt, fótboltavöllur færður, og fínasta hótel byggt (mér finnst verðlaunatillagan reyndar miklu flottari). Þá verður stutt fyrir mig að fara út að borða og skreppa eftir latte - þ.e.a.s. ef liðið hefur vit á því að vera með GOTT kaffi á boðstólum, ekki eitthvað sem sumt kaffisölufólk segir að sé gott. Talið bara við mig.
Ég átti erindi í apótekið fyrir nokkru, tók strætó og ætlaði að taka þann næsta heim eftir hálftíma. Þá rakst ég að indælan mann frá Sýrlandi, kunningja minn sem hefur búið á Akranesi í tæpt ár. Hann bauð mér far heim og ég þáði það með þökkum. Þetta frost!!! Hann, konan hans og barnið eru búin að koma sér ágætlega fyrir. Hann vinnur reyndar í Reykjavík, ekki fulla vinnu, því miður, og leitar grimmt að fullri vinnu, helst á Skaganum. Hann umgengst mest útlendinga í gegnum starfið, og lærir þar meiri ensku en íslensku, öfugt við það sem hann langar. Einhver, greinilega algjör húmoristi, ráðlagði honum að hlusta á Útvarp Sögu í bílnum til að læra íslensku enn hraðar og betur, þar væri svo mikið talað mál. Á meðan ég sat í bílnum hans heyrði ég eiginlega ekkert nema formælingar í garð hælisleitenda og þá sérstaklega múslima sem legðust upp á okkur og heimtuðu allt frítt. Það var ótrúleg upplifun - heyra eitt og upplifa hið gagnstæða við hliðina á duglegum, vingjarnlegum, greiðviknum og ljúfum manni sem finnst allt æðislegt við Ísland, hér er ekki stríð. Borgar sína leigu, leikskólagjöld fyrir barnið, tryggingar af bílnum og bara allt. Kvartar ekki einu sinni yfir veðrinu, gleðst bara yfir lífinu. Ég þyki jákvæð en þetta langvarandi endalausa frost finnst mér viðbjóður og bara ekkert gott við það. Vonandi kemur gott sumar EN ekki of heitt samt (fyrirgefið, elskurnar), ég á þrjár viftur svo ég myndi sennilega lifa af 15°C hita í einhverja daga en alls ekki hlýrra en það. Hér með sendi ég þessa ósk mína út í alheimsorkuna (segir maður það ekki?). Þið sem viljið lamandi hita, hafið Tenerife og sólbaðsstofur. Ef sumarið verður svalt og notalegt megið þið alveg kenna mér um það.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.