28.7.2023 | 16:07
Tvær vikur til stefnu ...
Dagurinn í gær fór í að leita að ljósmynd ... Ég fór í gegnum nokkur hundruð myndir, held ég, og fann marga dásemdina en ekki þá réttu. Þarna leyndist mynd af okkur Michael Crichton, höfund Jurassic Park, síðan hann áritaði Timeless í Máli og menningu um árið. Ég leit hreint ekki vel út eftir langan og strangan vinnudag og eflaust allt of mikið labb, en hann heimtaði mynd af okkur saman, handa mér. Svo var önnur af mér, bíl og tík og allt varð vitlaust á Facebook. Virðulegur frændi minn sagðist ekki hafa vitað að ég væri með blæti fyrir köggum ... þetta var reyndar flottur bíll, Ford Galaxy, 66-módel, dökkgrænn og verulega flottur.
Kannski ekki alveg það snjallasta að varðveita myndirnar með því að taka mynd af þeim og skella í albúm á Facebook þegar nægir Meta að fólk geri grín að nýnasistum og skrifi svo heillin við afmæliskveðju (heil- lin)til að fleygja manni öfugum út og eyða síðunni. Jamm, einn frændinn lenti í því. En ég prófa samt. Segi enga nasóbrandara svo ég geti setið á elliheimilinu og flett albúmum á Facebook með Skálmöld í eyrunum. Það hljómar ekki illa nema það sé bara gamaldags íslenskur matur á borðum.
Myndir I: Við Crichton, ég og Ford Galaxy ´66 og Tíkó, og himnaríkisfrúin á Rásar2-árunum.
Fyrir nokkrum dögum áttaði ég mig á því, mér til mikillar skelfingar, að það voru bara rúmar tvær vikur í afmælið mitt (já, það stefnir í veislu og allt) og ég enn feit eftir covid-veturinn langa 2020-2023. Ég vippaði mér á róðravélina, stillti á níu og reri kröftuglega í alla vega korter. Um leið og ég stóð upp kvartaði bakið ... illilega. Sökum verulega mikillar reynslu (frá 14 ára aldri) í bakverkjum, staulaðist ég um Himnaríki og hvert skref var þaulhugsað. Vatn, íbúfen, hitapoki, i-Pad og símar (er enn með risaeðlusímann, hann er ókeypis) ... svo lét ég mig leka niður í rúmið, hafði engu gleymt. Hugsaði beisk um afgreiðslukonuna í apótekinu á Akureyri sem talaði við mig eins og pillusjúkling þegar ég keypti einn pakka af 400 mg íbúfen og annan af 200 mg í maí síðastliðnum, til að geta tekið eina af hvoru í neyðartilfellum, eins og var á þriðjudaginn. Vér baksjúklingar þekkjum það að þurfa að brjóta íbúfen í tvennt - 400 mg ekki nóg, 800 (2 töflur) of mikið. Nú rauf ég innsiglin og tók mínar fyrstu í þessari lotu. Sá að 400 mg-in voru belgir sem ekki var hægt að skipta í tvennt. Það var til matur fyrir drenginn og honum var boðið í mat kvöldið eftir, svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af honum, enda fær hann heitan mat í hádeginu í vinnunni.
Næsta morgun vaknaði ég og fannst ég orðin kinnfiskasogin og talsvert stinnari eftir róðurinn. Maður þarf að þjást til að vera mjór, segir franskur málsháttur, minnir mig, eitthvað slíkt. Svo mundi ég að ég hafði nánast bara nærst á vatni en ég held samt að róðradáðin hafi gert mig alla styrkari sem er meira en nóg. Það horfa hvort eð er allir í afmælinu á terturnar og gosið, ef það verður enn í gangi á Reykjanesskaganum, þarna hinum megin við hafið.
Myndir II: Sonurinn á tveimur myndum, á annarri (2 ára) í fanginu á mömmu. Þarna bjó ég á Laugaveginum, rétt fyrir ofan Hlemm. Ég var svo hrædd við konu á einni af efri hæðunum. Hún var með þrifnaðaræði, viðraði t.d. sængina sína út um gluggann daglega, og um leið og ég kom úr vinnunni þennan krapavetur, búin að fara í leikskólann að sækja drenginn, var hún komin á dyrnar til að neyða mig til að skúra ganginn á jarðhæðinni, sem var skítugur eftir hina íbúana. Ég byggi á jarðhæðinni svo þetta væri mitt verk. Mig minnir að ég hafi yfirleitt hlýtt henni en reyndi líka að mótmæla. Hún virtist hata mig út af lífinu sem gerði mig enn hræddari við hana. Ég var auðvitað ein af þessum einstæðu mæðrum.
Sumt skerískáld pirraði mig einhvern tíma í fyrra vegna einhvers sem það skrifaði á Facebook, annaðhvort tengt rasisma þess eða fóbíu gagnvart hommum, sem var dulbúið sem húmor eða jafnvel ég þori að segja það sem alla langar að segja-orðfærið, þá eins og nú, svo skáldið hafnaði á öskuhaugunum á minni fésbók. Helstu húrrahróparar hans og deilarar eru þau sem heimta fríríki til að losna undan oki Alþjóðaheilbrigðisstofnunar sem ætlar að ná heimsyfirráðum með því að dæla yfir okkur fölskum drepsóttum og neyða okkur svo til að fá bóluefni - eða eitthvað svoleiðis. Fríríki væri líka gott til að losna undan áhrifum örbylgjuofna, sá ég í athugasemd hjá einum fb-vininum í gær. Skerískáld höfðar til fleiri núna, enda farið að tala um spillingu, illa meðferð á fátækum, vonda stjórnmálamenn og slíkt sem fellur alltaf í kramið. Ekki hjá mér, ég hef fílsminni á fyrri skrif skerís, og er farin að halda að ég geti verið langrækin í sumum tilfellum. Man t.d. eftir konu sem var hálfleiðinleg við vinkonu mína sem ætlaði að sníkja af henni poppkorn í vinnunni, fyrir 30 árum, vinkonan löngu búin að gleyma NEI, ALLS EKKI-inu frá henni - en ég get ekki litið konuna réttu auga vegna nískunnar, þótt hún hafi síðar helgað líf sitt mannúðarstarfi úti í heimi og sé víst virkilega fín og góðhjörtuð manneskja. Níska er samt hræðileg, kannski hefur einhver opnað augu hennar fyrir því og hún viljað bæta fyrir á þennan fallega hátt.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 4
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 468
- Frá upphafi: 1526437
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.