Að missa stjórn í kannski áttunda ríkasta ...

Sýrlenskur maturRétt áður en ég fór í bæinn á föstudaginn gerði ég himnaríki fínt, setti í uppþvottavélina og fleira, svona eins og maður gerir til að koma heim í fínt hús. Þótt ég hefði náð að fylla vélina fannst mér óábyrgt að setja hana í gang og ég að yfirgefa heimilið yfir nótt, en fannst fúlt að hafa ekki komið öllu í vélina. Eiginlega óskiljanlegt, ég er ekki vön að safna miklu í vaskinn ... en svo áttaði ég mig á því að í fyrsta sinn á ævinni hafði ég ekki tekið hreina leirtauið út fyrst ... Vélin fór í gang við heimkomu í gær og ég gekk frá öllu í dag í skápa og skúffur. Flest var alveg sérlega hreint ...

 

MYND: Dásamlega sýrlenska fjölskyldan í næsta húsi eldaði aðeins of mikið í hádeginu í dag ... og hvað gerir fólk þá? Jú, það færir Gurrí sinni og stráksa fullan disk af mat. Ég fæ vissulega megnið því að stráksi er eigi svo hrifinn af sterku en eiginmaðurinn sem eldar iðulega elskar chili, kannski aðeins of mikið, segir konan hans. Þetta smakkaðist frábærlega og restin verður etin í kvöld. 

 

Ríkustu þjóðir heimsJæja, varúð, nú ætla ég aðeins að missa stjórn á mér ... Hvernig stendur á því að ung frænka mín greiddi núna síðast 351.000 í afborgun af húsnæðisláni sínu, þar af 31.000 kr. inn á lánið og 320.000, í vexti? Uuu, af einbýlishúsi í Garðabæ? Nei, bara íbúð í Kópavogi, sem er ekki einu sinni stór. Hver stjórnar landinu, og heldur vörð um velferð okkar borgaranna? Hvar er fólkið sem við kusum til þess? Ef fjármálaráðherra ber ekki ábyrgð á neinu, bara seðlabankinn, má þá ekki leggja starf hans niður? spyr frænka mín.

Mitt gamla og verðtryggða lán hefur ekki hækkað um nema 40 þúsund á mánuði, sjúkk. Frænka mín og maðurinn hennar völdu skynsamlegustu leiðina í lánamálum á þeim tíma. Held samt að skipti varla máli hvaða leiðir eru farnar, það er alltaf hægt að klína ábyrgðinni á almenning.

Hvað á það að þýða að bankar séu alltaf með belti og axlabönd til að tryggja sig ef eitthvað gerist? Það er sennilega kominn tími á aðra búsáhaldabyltingu. Fólki er meira en nóg boðið! Ekkert skrítið þótt sumir brottfluttir landsmenn kalli Ísland þrælaeyjuna. Myndin gefur fyllilega í skyn að við gætum gert svo miklu betur. Gert meira fyrir alla ... jafnt útigangsfólk sem húseigendur sem hælisleitendur sem öryrkja sem sjúklinga, svo dæmi séu tekin.

Jæja, þá hef ég náð sæmilegri sjálfstjórn aftur og mun halda áfram að vinna og nota tækifærið á meðan stráksi fór í sund. Bíddu, frú Gurrí, vinnur þú á sunnudegi? Játs, fyrst ég ætla til Glasgow í október þýðir ekkert hangs á borð við fullt helgarfrí. Svona er nú líf okkar venjulega fólksins, meira að segja með eitt axlarband (verðtryggt lán).

 

P.s. Ég sé ekki betur en ástsjúkir aðdáendur mínir (m.a. einn Elon Musk-inn) á Instagram læki ekki síður grettumyndina af Hildu systur, en þá með jólasveininum, þeir halda í alvöru að þetta sé ég, nema þeir séu að ýta mildilega á mig að fara í lýtaaðgerð svo ég líkist henni meira?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 216
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 1758
  • Frá upphafi: 1460691

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 1422
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband