16.9.2023 | 23:49
Át-helgin mikla og sönn saga af leigubílstjóra
Bæjarferð í gær með strætó kl. 17.30, sótt í Mjódd og ekið sem leið lá í lúgu á skyndibitastað. Ég hitti sem sagt akkúrat á dag þar sem systir mín bauð upp á mjög góða laukhringi og kjúklingaborgara, ekkert uppvask, allir saddir. Um kvöldið horfðum við systur á bíómyndina Barbie sem var alveg frábær, en Hilda þurfti að kaupa hana á Vodafone, ekki leigja, kannski af því að hún er enn í bíó. Ferlega skemmtileg og í raun allt öðruvísi en ég hélt sem er líka alltaf gaman.
Mynd: Eggs Benedict og Rósin - dýrlegheit úr Apóteki.
Þetta var bara rétt upphafið að áthelginni miklu. Systir mín fékk gjafakort í jólagjöf, í bröns (er búið að ákveða íslenska orðið, kannski árdegisverður?) á Apóteki. Frænka og maki slógust í för með okkur sem gerði þetta auðvitað helmingi skemmtilegra. -Af hverju var enginn búinn að segja mér hversu æðislegur staður þetta er? spurði Hilda beisk, búin að missa af svo mörgum flott-út-að-borða-skiptum. Hún kannski hættir með Aktu taktu og býður upp á Apótek í take away? Það voru komin einhver ár síðan ég fór síðast í Apótek en ég mundi enn eftir rósinni, eftirrétti sem ég MYNDI og SKYLDI fá mér þótt ég yrði of södd, ALVEG SAMA HVAÐ!
Eggs Benedict á önd á vöfflu var fínasta val og þótt þetta sé ekki matarblogg vil ég endilega hrósa matnum þótt eggin hefðu mátt vera minna elduð, samt var þetta afskaplega gott. Við vorum öll frekar mikið södd eftir matinn, sem var virkilega vel útilátinn og ég var ansi fegin því að hafa sleppt morgunverði, en mér tókst að sannfæra gengið mitt góða um að prófa kaffi og RÓSINA (sturlaður eftirréttur), Hilda vildi þó bara kaffi.
Kaffið? Staðir af þessu kaliberi ættu ekki að kaupa kaffibaunir af gosdrykkjafyrirtæki. Punktur. Fyrsti sopinn var allt í lagi og þeir næstu en þegar komið var ögn niður í bollann og kaffið tekið að kólna aðeins kom óbragð. Ég er eini kaffinördinn í hópnum en þau hin voru sammála mér um að kaffið væri ekkert sérstakt. Stílbrot, miðað við gæðin í matnum, þjónustunni, umhverfinu sem allt var upp á tíu!
Vér systur bættum okkur þetta kaffidæmi upp og fengum okkur góðan kaffibolla nokkru seinna, hjá Te og kaffi í Garðabæ, eftir að hafa prufukeyrt (ekki ég) fínasta Toyota Highlander. Tæknin er svo klikkuð nú til dags að sirka tíu sekúndum áður en við komum til baka með bílinn til að skila honum og lyklunum, lokaðist fyrirtækið sjálfkrafa, og við með lykla að geggjuðum bíl. - Tökum hann bara, sagði ég, og förum á rúntinn, gætum boðið fimm sætum körlum upp í og hver veit hvað gerist, (sjö manna bíll) en Hilda bankaði eins og bjáni á dyrnar þar til elskulegi sölumaðurinn kom og opnaði.
Við skruppum næst í Jysk upp á Höfða - það á að bera það fram JUSK, sagði starfsmaður þegar ég spurði. Ekki verra nafn en IKEA eða Costco ... Ég sá margt smart en keypti ekkert (strætóandi konan) en Hilda fann fínt sófaborð og hliðarborð í sumarbústaðinn.
Það hlýtur að ríkja afskaplega góður andi ríkjandi hjá starfsfólkinu hjá Jysk, Höfða, því það var svo frábær þjónustan, allir glaðir og almennilegir, ein komin í jólaskap sem gladdi jólabarnið Hildu.
Ef Heimahúsið væri ekki uppáhaldsbúðin mín núna eftir að ég fann þar lampa drauma minna, væri Jysk það ... Ég sá meira að segja flottan og skemmtilegan ruggustól í Jysk, kannski næst?
En Einarsbúð er auðvitað í allra fyrsta sæti, alltaf.
Mynd af Mark Harmon: Í alvöru, Facebook?
Ég hef löngum kvartað yfir öllum þeim fjölda sálfræðinga í fjölskyldunni, ættinni og eiginlega allt í kring. Og í leiðinni skortinum á t.d. lögfræðingum (eftir að pabbi dó) og pípurum (okkar pípari býr á Siglufirði) en ég heyrði góða sögu frá einum sálanum í klaninu mínu. Hún fór út á djammið eitt föstudagskvöldið, ekki alls fyrir löngu, með vinnufélögum. Þau fóru á hótel í Reykjavík. Þegar leið á kvöldið, hún orðin þreytt og langaði heim, hringdi hún á leigubíl.
Leigubíllinn mætti og hún settist inn.
Bílstjóri: Hvað var um að vera á hótelinu?
Hún: Ekkert sérstakt, vinnan mín skellti sér á happy hour eftir vinnu.
Bílstjóri: Hvar vinnur þú?
Hún: Á Sálfræðistofunni xxx.
Bílstjóri: Já, ókei, ég fer ekki til sálfræðings eða neitt. Ég nota bara sýru.
Hún: Uuu, já, ok, uuu, vil ég vita það?
Bílstjóri: Já, já.
Hún: Notarðu það þá til að hreinsa hugann eða eitthvað?
Bílstjóri: Já! Viltu heyra? Þetta lagar allt!
Hún: Vil ég heyra sýru?
Bílstjórinn: Já!
Hún: Ummm, allt í lagi þá.
Bílstjóri: Þetta! (hækkar græjurnar í botn)
Þungar bassadrunur hristu bílinn í um það bil eina mínútu áður en hressilegt píkupopp á hæsta hófst, svipuð tónlist og frá Aqua sem gerði Barbie girl-lagið, hún hélt að þetta væri remix af lagi með Toy-box. Þetta sem hann var að spila var víst yfir klukkutímalangt remix með einhverjum Basher. Tarzan og Jane-sýrumix eitthvað ...
Þegar ég tók svo leið 57 frá Mjódd rétt fyrir kl. 20 í kvöld með urinary-kattamat upp á 3,5 kg, sat sjálfur Guðjón undir stýri og þar var nú engin vitleysan, ekki einu sinni útvarp í gangi. Mikið vildi ég að strætómiðarnir væru enn notaðir sem greiðslumáti, það komu t.d. nokkrir hressir unglingar, kannski fimm eða sex, inn í vagninn í Mosó og það tók alveg nokkrar mínútur að afgreiða þá, þeir voru allir með debitkort. Guðjón sagði mér að sá greiðslumáti tefði vagninn stundum, alveg um korter ef kæmu margir með kort, stundum frysi posinn og þá færi allt í klessu. Við sem tökum landsbyggðarvagnana megum sem sagt borga með korti eða peningum (og fáum til baka, bílstjórarnir eru með skiptimynt).
Í nafni bættrar þjónustu kom svo Klappið (í Reykjavík) sem alltaf er að bila ... Bílstjórarnir á 57 elskuðu mig í gamla daga því ég var alltaf með strætómiða (kostaði tvo miða í bæinn) eða sérstakt mánaðarkort sem þurfti bara að sýna, og hviss, bang, var bara eina sekúndu að koma mér inn í vagninn. Nú er ég yfirleitt talsvert lengur nema ég sé með fargjaldið í peningum, upp á krónu, sem ég reyni stundum. Gæti ég kannski mögulega fengið miðakerfið aftur, eða eitthvað sem virkar betur? Ætti tæknin ekki að bæta hlutina? Mikið held ég að bæði bílstjórar og farþegar myndu gleðjast ef miðarnir yrðu teknir upp aftur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 534
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 482
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Einhverjir veitingastaðir hafa kallað "brönsinn" dögurð. Minnir mig.
Jens Guð, 18.9.2023 kl. 08:28
Takk, kæri Jens. Auðvitað dögurður, ég var hreinlega búin að gleyma því orði.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2023 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.