26.9.2023 | 22:11
Hlegið að þrifum, furðuframburður og ómannúðlegur matur
Hálfkæfður hlátur hljómaði um Himnaríki. Af hverju ertu að hlæja? spurði stráksi sem var á næstu grösum. Ég sprakk þá alveg og reyndi að útskýra að einhver nánast ókunnug hjúkrunarkona (sjá síðasta blogg) hefði heimsótt aðalsöguhetjuna og síðan farið að þrífa heimili hans. Og hvað er svona fyndið við það? spurði þessi efnilegi fulltrúi feðraveldisins.
Sko, ég hélt að hjúkkan yrði bara pínulítil aukapersóna, upp á kannski eina og hálfa blaðsíðu, en eitt kvöldið, ögn aftar í bókinni, heimsótti hún söguhetjuna heim til hans til að segja honum að hún hefði séð grunsamlegu konuna sem þóttist vera blaðamaður á sjúkrahúsinu, vera að afgreiða í skartgripabúð. Hann bauð henni inn og henni ofbauð svo draslið (sjá mynd) að hún tók sig til daginn eftir, með hans leyfi, og hreingerði íbúðina. Miðaldra konur hafa svo gaman af því að taka til hjá óþægum ungum piparsveinum og vera svolítið móðurlegar við þá. Í lok bókar var hún æviráðin hjá honum og blindu, fallegu kærustu hans sem fékk sjónina aftur vegna kænsku kærastans sem einnig leysti nokkur flókin morðmál fyrir lögregluna.
Ég er komin á þriðju bókina í þessum bókaflokki (gamlar ástarsögur) og masókistinn í mér nýtur þess sífellt meira að hlusta. Eldgamla orðið meðaumkun virðist hafa vikið fyrir orðinu samúð í íslensku máli, hjá yngri lesurum alla vega, sem virðist ekki vita hvernig eigi að bera það fram, hún segir: meða-umkun. Í alvöru! Ekkert slæmar bækur, bara börn síns tíma. Pirringur minn yfir því að söguhetjur þurfi að fara á símstöð til að hringja í lögguna hefur minnkað og ég er ákveðin í því að skemmta mér yfir þessum bókum á meðan ég bíð eftir nokkrum nýjum afar girnilegum sem eru væntanlegar. Ég flissaði mikið þegar lögreglan var næstum búin að handtaka konu af því að hún var ekki nógu yndisleg. Í alvöru.
Ég er alveg risaeðla á ýmsan hátt, sennilega get ég ekki kennt aldri um því vinkonur mínar og ættingjar á svipuðu róli í árafjölda (RF(rúmlega fimmtug)) eru allar/öll miklu betri í þessu en ég, ein er tölvusnillingur, ég skil til dæmis alls ekki hvað gemsinn minn er að segja mér: Exposure Notifications are off ... Your iPhone will no longer log nearby devices and you won´t be notified of possible exposures. Þarf eitthvað að gera í þessu - og hvað þá? Ef ekki, hvernig losna ég við að sjá þetta í hvert skipti sem ég virkja skjáinn, áður en ég opna símann? Ég skal tengja vídeótæki fyrir hvern þann sem veit eitthvað um þetta. Ef þetta kemur í veg fyrir að ég fái fréttir frá löggunni um hraunrennsli nálægt Akranesi vil ég endilega fá þetta lagað.
Hamborgari var eldum rétt-aður í kvöld (allt of sjaldgæfur matur, segir stráksi) og ekki fyrr en ég fór fram til að elda, undir hálfsjö, að ég sá að ég hefði átt að taka kjötið út klukkutíma áður. Ég setti því allt í algjöran hægagang ... gerði hvert einasta handtak fyrir fram (ekki jafnóðum) áður en eldamennskan hófst, náði þannig að tefja eldun hamborgaranna sjálfra. Eina sem ég gleymdi var að pipra sósuna almennilega. Þetta var samt gott. Laukur er svo æðislegur.
- - - - - -
Á Facebook:
Á íslenskunördasíðu spyr einhver Guðríður hvort eigi að segja meða-umkun eða með-aumkun - og hvort meðlimir viti almennt hvað þetta orð þýði. Viðbrögðin hafa verið nokkur: Er þetta frétt? Is this still available? Á þetta heima á þessari síðu? Prófaðu edik og natron!
Ein fb-vinkonan búin að reynsluaka 14 bílum frá því á föstudag. Hversu langan tíma tekur eiginlega að finna bíl í flottum lit?
Umræða um strætó í Mjódd, af hverju ekki gengur að hafa biðstöð stærstu skiptistöðvar landsins opna jafnlengi og strætó gengur, eða lengur en til kl. 18, og hafa salernin opin. Einhver útvistuð þrifþjónusta hætti að þrífa klósettin og þá var þeim bara lokað. Hvað ætli bensínstöðin á móti hafi grætt mikið á fólki (m.a. mér, oft) í spreng sem verður að kaupa eitthvað til að fá að pissa?
Uppáhaldssíðan mín, Gamaldags matur, er farin að missa marks, vill einn meðlimurinn meina, allt of margir póstar úti á túni, segir hann. Þetta er uppáhaldssíðan mín af því að ég er svo fegin að hafa sloppið lifandi frá því að hafa þurft að borða matinn á sjöunda áratug síðustu aldar. Hræringur, spagettí soðið í hálftíma, súrt slátur, sigin ýsa, kæst skata, hamsar, þverskorin ýsa, lúðusúpa ... Ég horfi með hryllingi á ljósmyndirnar á síðunni og held oft að fólk sé að blekkja þegar það segist hafa borðað með bestu lyst alls konar svona mat á meðan búðirnar eru fullar af einhverju miklu mannúðlegra.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 45
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 816
- Frá upphafi: 1525807
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 732
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.