7.10.2023 | 13:50
Algjör umbreyting ... og mál málanna
Skjótt skipast veður í lofti - nú er ég að tala um fremur langdregna ástarsögu (vægast sagt) sem ég var við það að gefast upp á eftir 11 klukkutíma hlustun. Fyrsti kossinn kom klukkustund síðar (sbr. blogg gærdagsins) og upp úr því fór að hitna í kolunum. Ég hélt að ímyndunarafl lesandans fengi að ráða restinni þegar kom: Og þá leystist veröld hennar upp - eins og það væri ekki nóg. Nei, aldeilis ekki, þetta var rétt að byrja. Bókin breyttist mjög skyndilega í harðkjarna erótík, sem er mjög vægt orðalag. Þau hvíldu sig varla, borðuðu ekki, fóru varla í sturtu, gáfu sér rétt tíma til að fara í flugvél og fljúga heim og héldu þá áfram ... Eiginlega frekar lærdómsríkt samt en aðallega vandræðalegt þar sem ég var ekki ein heima. Ég lá um hríð náföl undir sæng með símann og hlustaði. Var ég þá svona spennt? Nei, auðvitað ekki, vildi bara heyra hvernig færi.
Myndin lýsir ástandi gærdagsins alls ekki. Ég er bara ekki sérlega góð í að gúgla myndir sem eiga við.
Þegar klukkan var langt gengin í sjö í gær og garnirnar farnar að gaula í steríó í Himnaríki, neyddi ég mig til að slökkva á Storytel og staulaðist svo fram í eldhús, heit og rjóð eftir sængina yfir mér um hábjartan dag. Ég stakk upp á því við stráksa að hann færi í langa gönguferð fyrir matinn, það væri svo gott veður, og svo gaman og hollt ... Hann var meira en til í það og þegar ég sá út um baðgluggann að hann var kominn út á Höfðabraut hélt ég áfram að hlusta. Það reyndist mjög flókið að elda. Halda einbeitingu við Eldum rétt-uppskriftina, hlusta á verulega djarfar lýsingar og fylgjast með því hvort stráksi væri að koma heim. Ekki auðveldaði að ég var að elda turn, tortilla-turn, ekki gott fyrir hugrenningatengslin. Eftir að stráksi kom heim og við borðuðum ansi hreint ljúffengan tortilla-turninn hef ég ekki getað hlustað á bókina. Mér finnst hann sitja um mig og birtast óvænt á fimm mínútna fresti, og alltaf þegar ég er við það að ýta á play.
Tryggði þetta ástarsögurugl rómantíska drauma síðastliðna nótt? Nei, aldeilis ekki. Mig dreymdi bara hesta, heilu stóðin.
Við stráksi ætlum í bæinn á eftir og kettirnir undirbúa sig undir ástarorð á úkraínsku. Þeir dá og dýrka Svitlönu og Rostyk sem eru óspör á klapp, knús, leik og nammi. Eins og allir vita er ég mikið fyrir að hafa plan B í öllu.
Allir dallar fullir af kattamat, dugir eflaust í nokkra daga, þeir búnir að fá blautmat í dag, Keli lyfin sín.
Vatnsbrunnurinn ekki bara fullur af hreinu vatni, heldur eru líka tvær fullar skálar í vaskinum í eldhúsinu, svona ef rafmagnið færi af og brunnurinn stoppaði. Og allt þrátt fyrir svona góða og mikla pössun.
Nú, ef eitthvað ... þá gætu þeir bjargað sér í nokkra daga. Þá er ég að tala um ef ég þyrfti til dæmis að komast gangandi upp á Akranes, það þarf að gera ráð fyrir öllu! Lífstíðarbann í strætó er ólíklegt en hvað veit ég ...
AÐ MÁLI MÁLANNA:
Vitið þið hvern er best að tala við til að skipuleggja tónleika með Skálmöld hér á Akranesi? Miðað við fyrirspurn mína á feisbúkk eru þeir til í að koma, elsku yndin. Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum væri tilvalið (fyrir bíllausa kerlu). Orðið frekar langt síðan ég sá Jethro Tull hér og löngu seinna Dúndurfréttir, eða skömmu fyrir covid.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 15
- Sl. sólarhring: 147
- Sl. viku: 737
- Frá upphafi: 1525681
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 664
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.