Tilraunir í himnaríki

SunnudagsmaturinnGerði afar metnaðarfulla tilraun í eldhúsinu áðan, enda orðin sársvöng eftir eintóma kaffidrykkju í dag. Efniviðurinn sem ég hafði var: Útrunnar kjúklingabringur, rifinn ostur sem ég gleymdi á borðinu í gær, risastór sæt kartafla, gamalt krydd sem var ferskt í gær, paprikur, laukur, chili, hvítlaukur, svartur pipar, Best á allt og Top Chop, krydd sem Inga ráðlagði mér að kaupa í Einarsbúð á föstudaginn.

Jens Guð skammaði mig fyrir að hafa hent útrunnum kjúklingabringum um daginn þannig að ég ákvað að taka sénsinn. Ég verð þá bara veik og þið drepið Jens fyrir mig.

Ég kryddaði kjúklinginn með Top Chop og grillaði á svona mínútugrilli. Sauð þá risastóru og sætu í potti og bjó til kartöflumús, kryddaði hana með Best á allt frá Pottagöldrum og skellti rifna ostinum út í, það var ... athyglisvert. Kom önnur áferð á músina. Steikti síðan paprikur, lauk, hvítlauk og chilipipar (með nokkrum fræjum). Þetta var skrambi gott, svona miðað við að ég er betri í tertunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég skal drepa Jens ef þú bloggar ekki innan 24 tíma! Maður verður jú að standa með vinum sínum 

Vilborg Valgarðsdóttir, 4.6.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Púff, ég gleymdi að setja þennan í lokin:

Vilborg Valgarðsdóttir, 4.6.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Mmm, veistu, þetta lítur ekki svo illa út (slurp).  Ef bringan drepur þig verður það ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir sólarhring, svo flýttu þér að blogga sem mest næstu 24 tíma

Svava S. Steinars, 4.6.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Halla Rut

Mér hefur aldrei dottið í hug að setja kjúkling í mínútugrillið. Geri það næst.

Halla Rut , 4.6.2007 kl. 00:42

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvernig hljóðar erfðaskráin? Ég vil gjarnan fá Himnaríki.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.6.2007 kl. 01:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu þú ert að djóka í mér!  Þú hefur ekki borðað útrunna kjúklingabringu.  Þrátt fyrir að mér sé ekki mjög vel við þig kann ég nú betur við að hafa þig lifandi en dauða þó ekki væri nema til að koma í veg fyrir að Jóna fengi himnaríki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 01:50

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hvernig í andskotanum ferðu að því að útbúa svona girnilegan mat úr einhverju sem þú bara fannst? Ertu ekki til í að koma og róta í draslinu í mínu eldhúsi og búa til eitthvað úr engu :)

Eva Þorsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 02:33

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta lítur betur út en á fínasta veitingahúsi. Hvernig væri að opna Restaurant Himnaríki?

Ágúst H Bjarnason, 4.6.2007 kl. 08:52

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er rosalega flott   og girnilegt, matur en elsku Gurrí mín þetta er stórhættulegt að borða útrunnin kjúkling

Kristín Katla Árnadóttir, 4.6.2007 kl. 09:48

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr Anna og klukka rúmlega 10.  Kjéddlingin er dauð!

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 10:20

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er á lífi ... ég er á lífi! Heheheheh! Ekki drepa Jens. Bringurnar voru ekki LÖNGU útrunnar, ég er það stressuð með dagsetningar að ég hefði aldrei lagt í nokkra daga ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 11:23

12 Smámynd: Saumakonan

Fjúff ég var farin að hafa áhyggjur þar til ég sá kommentið frá þér í lokin.  Gott að sjá að þú ert heil heilsu og déskoti er þetta girnilegt á myndinni... svona fyrir utan helvvv laukinn og grænu paprikuna!!!

Saumakonan, 4.6.2007 kl. 12:30

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég viðurkenni það hér og nú að maturinn þinn Gurrí mín er svakkalega girnilegur. Smjúts það er ekki arfaleiðinlegt að þú skulir lifa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 13:34

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hæ Gurrí mín (ég beinlínis elska þig) ég held að þú hafir gleymt einhverju á minni bloggsíðu.  Ég bíð spennt eftir að þú kíkir yfir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 13:53

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

JENNNNNNÝÝÝÝÝÝÝ! Er búin að kíkja og kommenta. Þakka fögur orð um njósnir mínar og annan perraskap. Hahhahaha, þú ert nú algjör dýrð. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband