2.12.2023 | 19:28
Karlhylli á Kex hostel og djörf jólakúla í safnið
Gærkvöldið fór í djamm í tilefni af fertugsafmæli Rásar 2 þar sem ég vann einu sinni fyrir bráðum fjörutíu árum. Ég var búin að lofa miklu slúðri og kjaftasögum en neyðist til að svíkja það, allir voru svo rólegir en um leið glaðir og enginn spennandi hneyksli. Upp á síðkastið, eða reyndar síðustu árin, hef ég orðið vör við aukna aðsókn alls karlkyns í mig (sjá mynd nr. 1 þar sem sjást fjórir af ótal mörgum aðdáendum mínum) og glaðst nokkuð yfir því án þess þó að veiða nokkuð að ráði út á karlhyllina - sem er furðulegt. Fyrir gærkvöldið fannst mér Siggi Gunnars einhver sá allra dásamlegasti og yndislegasti maður sem ég hafði aldrei kynnst og þar skjátlaðist mér ekki þegar ég hitti hann og kynntist í gærkvöldi. Ég er ekki alveg týpan til að vaða í ókunnugt fólk og heilsa, jafnvel þótt ég hafi verið búin að drekka hálfan bjór. Það sem bjargaði öllu var að hann hafði sest við hliðina á treflinum mínum og úlpunni á staðnum þar sem ég hafði verið fyrst og það var komið fararsnið á mig eftir tveggja tíma skemmtun. Tónlistaratriði: Una Torfa, Mugison ... mjög flott. Ég brosti til Sigga og hann rétti mér útifötin mín og sagði um leið: Gaman að sjá þig, ég hlustaði oft á þig í gamla daga (á Aðalstöðinni) og svo komu einhver falleg orð. Ég er orðin svo meyr núna á seinni árum að ég nánast klökknaði - settist smástund hjá honum og spjallaði. Nú veit ég að ég er jafngömlul bæði Madonnu og mömmu hans Sigga. Siggi er eiginlega miklu meira æði en ég hélt, svo mannþekking mín í gegnum fjölmiðla er bara nokkuð góð. Eins með Pál Óskar sem allir halda að sé svo næs, við unnum saman um skeið og hann var stundum dyravörður í afmælinu mínu ... en hann er akkúrat enn meira næs en fólk heldur.
Myndin sýnir þessa tvo og aðra tvo ... svo ekki verður um villst - ég nýt heilmikillar karlhylli.
Þegar ég mætti um sexleytið (ef mér er boðið kl. sex, mæti ég kl. sex) settist ég við hliðina á Þorgeiri Ástvalds - þarna sátu þau hjónin og voru einu andlitin sem ég kannaðist við. Ég var svo sem búin að kenna nemendum mínum að Íslendingar mættu sumir jafnvel nokkrum klukkutímum of seint í boð, en verð alltaf jafnhissa yfir óstundvísi landans. Á móti mér sat ungur og skemmtilegur maður (Úlfur Kolka). Hann var með þætti um rapp ... Saga rappsins heita þeir og eru komnir á Storytel of oll pleisis. Á þá ætla ég svo sannarlega að hlusta fljótlega og hlakka mikið til. Svona er Rás 2, svo ótrúlega mikil fjölbreytni ríkjandi. Næst tekur Úlfur rapphljómsveitir fyrir, eina í hverjum þætti og ég mun alls ekki missa af þeim. Það opnaðist eitthvað hjá mér þegar ég keypti áskrift að MTV árið 1995 og ný og æðislega flott tónlist fossaði yfir líf mitt. Ég hafði verið stöðnuð í Pink Floyd, Jethro Tull, Led Zeppelin, Mozart, Bach og slíkri dýrð en hafði svo sannarlega pláss fyrir meira og vona að svo verði um aldur og ævi. En sama hversu Siggi er dásamlegur held ég að honum takist aldrei í lífinu að fá mig til að hlusta á sálartónlist, soul, af nokkurri gleði - en hver veit? Hann sagðist hrifinn af sálartónlist og þungarokki! Svo ef einhver lína er þar á milli gæti soul-ið náð til mín. Hjálp!
Hverjir voru hvar-slúður:
Þarna voru m.a.: Lilja Dögg ráðherra, Óli Palli, Gunni bróðir hans, Kolbrún Halldórs, Friðrik Ómar (hann er svooo fyndinn), Þorsteinn J., Nanna og Fúsi tæknimaður, Goggi tæknimaður (sem sagði svo hræðilega setningu að hún verður ekki endursögð nema í mjög myrku bakherbergi sem búið er að hljóðeinangra og leita að hljóðnemum í og ég búin að drekka þrefaldan vodka í beilís ... Mætt var Arnþrúður frænka Karlsdóttir, Sigurður Pétur (Landið og miðin), Skúli Helga, Helga Vala, Kristján Sigurjónsson, Bogi Ágústsson, Hulda Geirs, Siggi Hlö., Andrea sjálf, Felix Bergsson og svona 100 í viðbót. Svo hefur kannski bæst við eftir að ég fór. Það var svooooo gaman að hitta gamla liðið og líka það nýja sem ég kynntist ögn. Ég dreif mig nú samt heim til Hildu þarna um áttaleytið og horfði á spennumynd frá 1999, Double Jeopardy. Hlýtt í hjarta eftir góða kvöldstund.
Bílstýran á Hreyfli sem ók mér í Kópavoginn þekkir einn af allra fyrstu fyrrverandi eiginmönnum mínum og lofaði að skila innilegri kveðju til hans og konunnar hans, þar sem hún er að fara til Spánar (á afmælisdegi Jóns Gnarr) og mun hitta þau í sólinni og hitasvækjunni ...
Við stráksi tókum strætó heim kl. 12.30 í dag frá Mjódd en þegar ég var í appinu að leita að ferð heim var ég spurð hvort ég væri að fara frá ... og svo kom nákvæmt heimilisfang Hildu systur ... og satans-appinu fannst alveg upplagt að ég færi fótgangandi úr Kópavoginum í Mjódd, ég yrði bara 20-30 mín að skokka þetta. Datt ekki í hug að segja Hildu frá því, kannski myndi henni finnast það voða sniðugt líka og hætta við að skutla mér! Öpp eru misjafnlega góðhjörtuð, sum hreinlega ofmeta hrifningu Íslendinga á gönguferðum í kulda og trekki. Sem minnir mig á, ég er komin upp í tæplega 5.000 skref í dag. Veit ekki hvort það er mikið eða lítið, en mér líður samt eins og ég hafi afrekað heilan helling. Þetta er eini kosturinn við að innanbæjarstrætó tekur sér hvíld um helgar (og á kvöldin). Bíóhöllin tapar sennilega mest á þessu en kannski munar ekkert um okkur stráksa, það eiga allir aðrir Skagamenn bíl.
Mjög skemmtilegur jólamarkaður er á Akratorgi, inni í gamla Landsbankahúsinu, bæði á fyrstu og annarri hæð. Hann verður þessa helgi og þá næstu. Ég missti mig gjörsamlega, keypti djarfa jólakúlu með mynd af David Hasselhoff. Sjá mynd. Hún fer í hópinn með flottustu jólakúlunum mínum. Axel í hjólabúðinni seldi mér skóreimar og skóáburð, Smári kokkur og fjölskylda var með konfekt, súkkulaði, varasalva, sápur, kerti og aðrar dásemdir, bókasafnið með bunka af bókum "gefins" en það voru reyndar frjáls framlög svo ég tók reyfara sem ég hafði þráð að lesa og borgaði, ágóðinn rennur til Mæðrastyrksnefndar. Þarna var Gulli (Sigfússon frá Borgarnesi) að selja LP-plötur - það var meira að segja ein með Skálmöld! Ég veit ekki hvort ég hafi pláss fyrir plötuspilara heima en vá, hvað væri gaman að eiga alvörugræjur og spila plötur. Svo voru jóla- og aðventuskreytingar í boði Skagamannsins knáa (ég og nöfn) sem á eiginmann á Dalvík (þar sem þeir búa og reka loppumarkað í bílskúrnum) og tilheyrir skemmtilegustu fjölskyldunni þaðan. Held að ein systirin (mágkona hans) sé með Gísla, Eirík og Helga-kaffihús, önnur býr á Akureyri, er með Mynju (verslun), ég fylgi henni á Instagram (Svana Símonar) og hún er æði. Held að maðurinn hans (flugþjónn) hafi einhvern tíma uppfært mig á Saga Class af því að ég var með svo mikinn dóna fyrir framan mig sem hallaði sætinu alveg niður í fangið á mér - og svo náði ég ekki netsambandi þótt ég hefði borgað fyrir það. Icelandair græddi reyndar á því ... ég hef splæst á mig á S-Class tvisvar síðan en held samt að ég myndi aldrei í lífinu tíma að fara þannig til Seattle, átta tíma flug, kostar nokkur hundruð þúsund fyrir einn, held ég. Þarna voru vörur frá elsku góðu Nínu minni, söngkonu og "fiskikerlingu" (sem söng um íspinna í laun fyrir dugnað í fiskvinnslu) og keilusnillingi, sem passaði Einar lítinn fyrir mig hér á Akranesi í denn og ég keypti ansi hreint jólalega rabarbarasultu af henni sem hún hafði sett kanil og negul út í. Vörur frá Silla kokki voru víst þarna en ég gleymdi að fara aftur og kíkja á fyrstu hæðinni, skilst að gæsakæfan sé vanabindandi. Takk, elsku Akraneskaupstaður, fyrir að standa fyrir þessum skemmtilega viðburði. Mikil stemning í gangi. Kannski förum við aftur á morgun, og mögulega um næstu helgi líka. Annars held ég að það verði gestkvæmt hjá mér á morgun en spurning um að draga gestina niður í bæ þegar ég verð búin að þræla þeim út. Það þarf að hengja upp myndir og kíkja á eina kommóðuskúffu. Fínt að fá hjálp við það fyrir jólin. Og ... ég er ekki byrjuð að skreyta!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 28
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1525559
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.