25.1.2024 | 16:08
Furðulegt æði í hvítlauk og lostaskortur heillar starfsstéttar
Grannkona úr Nýju blokkinni mætti stundvíslega kl. 13.05 við útidyrnar á Gömlu blokkinni (Himnaríki er þar). Við vorum að fara að kaupa hvítlaukssalt. Þótt við kæmum snemma var komin svolítil biðröð og óljós grunurinn sem kviknaði í gær fór vaxandi.
Hvaða ástæða er fyrir því að heilt bæjarfélag er brjálað í hvítlauk? Gæti aukinn fjöldi fólks frá Rúmeníu (Transilvaníu) haft eitthvað með það að gera, myrkrið á Íslandi yfir vetrartímann og öflugur blóðbanki?
Ekki verra að járnskortur heyrir nánast sögunni til eftir að læknar, apótek og heilsubúðir hófu að draga okkur landsmenn út úr vítamínsskorts-letinni og ómennskunni. Eldum rétt á líka einhvern heiður skilinn fyrir að bæta blóðið. Það er eitthvað furðulegt í gangi.
Gáfaðir, hugsandi og klárir Skagamann munu skilja mig, vita að þetta er eitthvað meira en grunsemdir. Sú sem var á undan mér í biðröðinni (það var komin röð strax upp úr kl. eitt) keypti átta krukkur. Þegar ég minntist greindarlega á að það yrði þeim mun fleiri sem hægt væri að kyssa ef allir borðuðu hvítlauk, breytti enginn um svip og ein dásemdin þarna skipti um umræðuefni í hvelli sem gerði allt enn dularfyllra. Það er verið að leyna mig einhverju.
Í bílnum á leiðinni heim gat ég lítið hugsað um þetta, enda ræddum við Ingunn bara um tónlist, eða hljómsveitina Offspring sem hljómaði í græjunum og sem hún hlustaði mikið á sem unglingur ... og ég sem móðir unglings, hmmm. Offspring kynntist ég í gegnum MTV (frá 1995). Pretty Fly (Give it to me baby, aha, aha) mun nú bætast við á lagalistann Ýmis lög (93 lög) með tveimur Offspring-lögum sem voru þar fyrir, Come out and play og Self Esteem. Ingunn sagði mér að afkomendur hennar hlustuðu á þessa tónlist af mikilli ánægju. Heimurinn varð einhvern veginn betri við að vita það. Líka þegar ég mærði Skálmöld þarna í lokin í bílnum og hún sagðist hafa orðið stjörnustjörf við að hitta þá ALLA ... í Krónunni á Akranesi! Má færa lögheimili sitt og aðsetur í matvörubúð?
Ég ætla alla vega að fylgjast vel með Akurnesingum á næstunni, ef þeir virðast ætla að breytast í uppvakninga eða finnst þeir þurfa lífsnauðsynlega á hvítlauk að halda, ætla ég ekki að smakka þetta hvítlaukssalt. Ég viðraði ótta minn í símtali við Hildu systur. Hún var laus við allan skilning, eins og svo oft.
Er eitthvað að þér? Þetta er bara svona gott og það hefur spurst út. Hættu þessum samsæriskenningum, frú Gurrí OHara!
Hún fær sko eina krukku hjá mér næst þegar við hittumst. Það kemur þá fljótlega í ljós hvort þetta var góð gjöf eða hefnd fyrir eilífan kjafthátt og grútspælingar ...
Facebook er reyndar full af kenningum um Júróvisjón. Það var skilafrestur í september til að senda lög í keppnina, svo varla hefur lag Murads frá Palestínu verið sent inn sérstaklega til höfuðs Ísrael, eins og sumir halda og eru brjálaðir yfir (???). Ef hann er góður, fínt, ef hann er bestur vinnur hann keppnina hér heima og það gæti vakið athygli á málstað Palestínu ef hann færi svo út í aðalkeppnina. Fólk frá Ísrael hefur sent Íslandi tóninn eftir að það barst út að tónlistarfólk og fleiri vildu sniðganga keppnina, sagt að við getum hvort eð er ekkert í tónlist og þaðan af verra. Ekki hollt fyrir sálartetrið að lesa hatursfull skilaboð svo ég hætti eftir tvenn eða þrenn.
Allt þetta fjármagn sem fer í keppnina er ekki gripið úr neinum sjóðum RÚV, heldur kemur af auglýsingatekjum vegna keppninnar. RÚV stendur á sléttu á eftir, svona sirkabát. Svo það er ekki hægt að gefa Grindvíkingum milljónirnar ef hætt er við. Veðbankar spá okkur sigri ef Murad keppir fyrir okkar hönd, án þess að framlag hans hafi heyrst, svo þetta er hápólitískt allt saman þótt við reynum að telja okkur trú um annað. Sögðu ekki sumir að Úkraína hefði sigrað vegna ástandsins þar ... lagið er nú samt gott, og sérstaklega útgáfa Litháa sem þeir gerðu til stuðnings grönnum sínum.
MEIRA AF FACEBOOK:
Ákveðinn misskilningur ríkti varðandi Facebook-frétt gærdagsins. Það var því miður ekki ég sem var svona fyndin, heldur Dúa nokkur, Facebook-vinkona mín, lögmaður og húmoristi. Hún sagðist hafa andast (vegna óholls lífsstíls) í miðjum samræmdu prófunum 1982 ... elsku vinir, tók ég samræmd próf? Nei. Landspróf var það.
Ég varð svolítið svekkt þegar ég las færslu mína frá 25. janúar 2013 (Facebook rifjar allt upp) þar sem stóð:
Einn af þremur strætóbílstjórum morgunsins sagði við mig þegar ég steig upp í vagn hans í morgun: Ég sá þig í Mogganum um síðustu helgi. Hvort svipur hans lýsti samúð eða losta geri ég mér ekki alveg grein fyrir.
Hvað varð eiginlega um lostafulla strætóbílstjóra? og augnaráðin sem gerðu nánast hverja einustu strætóferð í heil tíu ár (Akranes - Reykjavík - Akranes) þess virði að fara hana?
- Hver hjá Strætó bs yngdi upp flotann?
- Veit einhver hvaða áhrif skortur á daðri hefur á andlega og líkamlega líðan síðmiðaldra kvenna?
- Geng ég um með of dauf gleraugu?
- Gæti hugsast að starfsánægja bílstjóra hafi minnkað stórlega í kringum 2017 (ég fór að vinna heiman frá mér þá) og þeir sagt upp í stríðum straumum?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 12
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 642
- Frá upphafi: 1525003
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 547
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.