2.2.2024 | 01:08
Ekki nógu klár ... samt A plús
Síðustu mánuðina, jafnvel lengur, hef ég verið svo stolt af því hversu ótrúlega auðvelt ég á með að finna út hver er glæpóninn í spennubókunum. Það hlyti að vera akkur í svona klárri manneskju hjá löggunni og mig hefur alltaf langað til að vinna hjá löggunni. Ég myndi lesa málsskjölin og hviss bang, leysa allt. Svo í kvöld, þegar ég var að hlusta á Eldvitnið eftir Lars Kepler, um lögreglumanninn finnsk-sænska Joona Linna, og áttaði mig um miðbik bókarinnar að ein persónan, frekar mikið ólíkleg til illra verka, væri sennilega sú seka ... og endalok margra spennubóka eru oft mjög svo óvænt, sem gerði greindarlegar ályktanir mínar enn líklegri. Svo mundi ég allt í einu, mér til sárra vonbrigða, að ég hafði lesið bókina, fyrir lifandis löngu og búin að steingleyma efni hennar algjörlega ... en undirmeðvitundin man sennilega betur en ég. Svo ég er sem sagt klár en ekki jafnbrjálæðislega klár og ég var orðin fullviss um. Löggan þrífst án mín. Joona er svo alltaf annað slagið alveg við það að muna eftir einhverju mjög, mjög, mjög mikilvægu sem hann sá eða heyrði, og skiptir ótrúlega miklu máli, en það rennur honum úr greipum eins og gufa ... ég nánast garga á hann ... en svo loksins, alveg á síðustu stundu man hann það. Ég verð bara móð við að rifja það upp.
Mynd: Lars Kepler ... eða hjónin Alexandra og Alexander sem skrifa saman undir því nafni. Sem minnir mig á að hjónin í næsta húsi heita þetta líka: Oleksandra og Aleksander (frá Úkraínu).
Ekki besta veðurspáin fyrir morgundaginn en hirðbílstjóri stráksa fékk lánaðan hálfgerðan skriðdreka til að koma honum örugglega í kvöldmat í Reykjadal þar sem hann mun svo dvelja í góðu yfirlæti til sunnudags. Ég var að hugsa um að nota helgina til að vera ofsalöt, lesa, lesa, lesa og kannski bjóða yndislegu sýrlensku fjölskyldunni minni (einni þeirra) í kaffi. Þau buðu mér í fyrradag, búin að koma sér ótrúlega vel fyrir í litlu íbúðinni. Elsta barnið, stelpa, svo ánægð í Brekkubæjarskóla, hefur eignast nokkrar vinkonur og strax farin að þora að tala smávegis íslensku, bara þrjár vikur frá komu. Hún fékk blik í augun þegar ég leyfði henni að heyra smávegis flottheit með Þjóðlagasveit Akraness, fiðlustelpunum knáu sem spila svo vel. Hún hefur lært á fiðlu og langar að halda því áfram. Kannski, þegar ég verð orðin gömul kerling, fer ég í Hörpu og hlusta á hana spila einhverja dýrðina með Sinfó. Það er hægt að elska klassík, krakkar, OG þungarokk.
Ég er ansi ánægð með Eldabuskuna. Pantaði fyrir næstu viku líka - það er 20% afsláttur til 3. febrúar og svakalega girnilegir réttir
Kjúklingarétturinn í gær var algjört æði og einnig nautagúllasið í kvöld sem stráksa fannst svakalega gott, svo ég noti nú hans orð. Bara hita, ekki elda. Hugsa nú að ég haldi áfram með Eldum rétt líka, enda góður matur þar, en taki mér einnig leti- og gleðivikur.
Stráksi er ekta kjötkarl, nema hann er líka hrifinn af grænmeti ... öllu nánast nema sviðum og súru slátri, smekkmaður á mat! Ég hef hreinlega ekki lagt á viðkvæma sál hans að tala um hræring, til að eyðileggja ekki æsku hans. Hef fengið útrás á blogginu fyrir hroðalegar upprifjanir - en ég skil ekki af hverju systkini mín eru ekki jafnsködduð og ég eftir fortíðina. Mögulega af því að ég er viðkvæm perla, A plús sem er, held ég, besti blóðflokkurinn og tengist að auki öðrum sviðum lífsins, eins og gáfum, gjörvileika og yndisþokka. Systkini mín eru bara, held ég, A mínus og B sem er kannski ekkert slæmt, eflaust gaman að geta, blóðflokks síns vegna, farið á þorrablót, hitt hresst fólk og gúffað í sig súrmeti ... æ, ég veit það samt ekki. Þarf að spyrja þau laumulega hvernig þeim þyki t.d. Grettir Björnsson og nikkusnilld hans. Jafnvel hvort þjóðdansar höfði sérstaklega til þeirra ... úff, nú fer ég að verða pínku hrædd. Kannski er þetta allt saman eitt risastórt samsæri og ég í alvöru sú prinsessa sem ég var fullviss um að ég væri þegar ég var átta ára. Veit ekki af hverju Danmörk kemur sterkt upp í hugann (pínuoggulitla hálfsystir MÞ og falin á Íslandi).
Ég ef mig skyldi kalla, blogga eflaust áfram en ... ef ég fer að tala illa um Skálmöld, eða rokk almennt, þá er það ekki ég. Hrós um svið, soul-tónlist, sannsögulegar dramabíómyndir eða óbærileg sænsk vandamála-sjónvarpsleikrit, þá er það ekki ég.
- - - - - - - - - - - - -
Hér fyrir neðan er skemmtilegt myndband (ekki alveg nýtt) um framtíð Akraness, með hótel á besta stað í bænum, eins og bæjarstjórinn segir í viðtalinu, eða á hafnarsvæðinu og nálægt Langasandi, alveg rétt við miðbæinn. Hvað breyttist? Finnst þetta stórkostleg hugmynd, þessi í myndbandinu og þyrfti ekki að fjarlægja þyrlupallinn, færa fótboltavöllinn og þrengja svona mikið að, eins og útlit er fyrir og ... það myndi lífga mikið upp á miðbæinn (í einnar brekku fjarlægð, og ísbúðin á torginu er að breytast í kaffihús, ef heimildir mínar eru réttar, jesssss).
Þetta er langbesta svæðið fyrir hótel, ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun. Sjáið bara Hótel Sigló! Held að þessi staðsetning sé jafnvel enn flottari!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 37
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1524981
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.