10.2.2024 | 22:45
Steinhætt við að giftast
Muna-Muna-Muna, Gurrí, aldrei framar stinga litlu tánni niður í öskuhauga internetsins ... sem hafa stækkað til muna eftir að viss þjónn fólksins fór að tala um tjaldbúðir og glæpi í sömu setningu, sennilega (vonandi) án þess að átta sig á afleiðingum þess. Þá skrúfaðist frá einhverjum krana og ótrúlegasta fólk fór að stíga fram með óvæntar skoðanir, ekki endilega fallegar. Best að reyna ekki framar að leiðrétta rangfærslur, þá er maður bara ásakaður um að vera heilaþveginn RÚV-isti og bólusettur bjáni. Muna, muna, muna, til að halda lífsgleðinni.
Nokkru fyrr í dag varð ég mér eiginlega til skammar þegar ég ætlaði að vera voða fyndin á síðu þar sem meint leiðinlegheit Gísla Marteins voru til umræðu: Svo er hann alltaf svo fjandi glaður, skrifaði ég í gríni og fékk viðbrögð eins og ég hefði tekið undir skammirnar í hans garð. Mjög misheppnuð tilraun til kaldhæðni, viðurkenndi ég bara, og uppskar góðlátlegan hláturkarl fyrir vikið. Þau viðbrögð hafa sennilega eflt þor mitt, hugrekki og dirfsku til að voga mér að efast um meint hryðjuverkatengsl manns sem kaus að fagna fjölskyldu sinni á flugvelli án þess að hafa myndavélar uppi í andlitinu á sér á meðan ... þá var hann örugglega sekur um eitthvað ... líka nógu brúnn á litinn til að vera hryðjó.
Facebook er orðin meiri forarpyttur en áður (er Trump búinn að kaupa fb?) Hef alltaf verið á þeirri skoðun að maður eigi að hafa fjölbreytt úrval fb-vina til að tryggja fjölbreyttar skoðanir og festast ekki í einhæfri umræður með eintómum skoðanasystkinum, en þegar einn og einn fb-vinur er farinn að deila algjöru drullumalli, held ég að ég verði að endurskoða það fyrst ég er svona viðkvæm fyrir þessu. Veit einhver hvað varð eiginlega um hvolpa- og kettlingamyndböndin?
Ég er líka steinhætt við að gifta mig aftur, sýnist nánast allir karlar á mínum aldri vera fullir af fordómum og alveg lausir við samkennd með fólki í neyð. Vona samt ekki. Óska þess innilega að samkenndin með Suðurnesjafólki haldist óskert, samkennd með veiku fólki haldist líka (ríkissjóður eyðir mest í sjúkrahúsin), og með atvinnulausu fólki (ríkið eyðir næstmest í það, tölur frá 2022, covid gæti hafa hækkað þær) öldruðum sem eru þriðji stærsti útgjaldaliðurinn (lífeyrisgreiðslur) og svo öryrkjum í fjórða sæti (lífeyrisgreiðslur). Fimmti stærsti útgjaldaliðurinn (2022) er heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa.
Man eftir lækni sem sagði í viðtali að íþróttafólk væri dýrast heilbrigðiskerfinu. Hann var að leiðrétta rangfærslur um að reykingafólk væri dýrast (áróðurinn var þannig á tímabili, man það af því að ég reykti þá). Við höfum svo sannarlega upplifað illsku og ömurlegheit út í öryrkja sem steinhætti svo alveg þegar flóttamenn komu til sögunnar og urðu blórabögglarnir. Hvort fangar lentu í þessu í millitíðinni, sagðir lifa algjöru lúxuslífi á kostnað okkar. Auðvitað er frábært fyrir stjórnvöld ef við kennum einhverjum öðrum en þeim um að innviðir okkar séu veikir en aðbúnaður aldraðra var ekkert til að hrópa húrra yfir hér áður fyrr og ég hef aldrei vitað til þess að öryrkjar hafi haft það sérlega gott.
- - - - - - - - - - -
Grannkonan góða úr Nýju blokkinni mætti með seðjandi, rótsterka máltíð handa mjóu Gurrí sinni og þótt ég hafi ekki getað klárað það sterkasta er ég södd og sæl. Ég hafði ætlað að borða eitthvað snarl í kvöldmatinn, stráksi fékk upphitað uppáhald sitt svo þetta var letidagur í eldhúsinu. Okkur er svo boðið í bollukaffi á morgun í bænum. Nýja ryksugan sem var prufukeyrð í dag er dásamleg og allt annað að sjá himnaríki eftir að hún hafði sýnt kraft sinn og snilli (Electrolux). Munurinn á mottunum fimm er ótrúlegur og miklu fljótlegra að ryksuga með svona góða græju í höndunum. Samt venjuleg ryksuga, en sú gamla var sú allra ódýrasta í búðinni og frekar kraftlítil fyrir kattaheimili með teppum um allt, hún þjónar nú mottulausu heimili og sýgur ryk af fínasta parketi.
Smávegis nöldur í garð Sjónvarpsins, þótt ég sé víst heilaþvegin af RÚV:
Morgun kl 15 sést á skjánum í veðurfréttum - stundum og hefur gert lengi. Ætti þetta ekki að vera Á morgun kl. 15? Nöldur endar.
Um hótelið á hlaðinu - búin að rýna meira í myndina: Er ekki lengur viss um að Nýja blokkin hér við hliðina missi mikið útsýni, frekar yrðu það bláa blokkin og rauða blokkin á Garðabrautinni ef ég les rétt í þetta. Samkvæmt teikningu er þetta ekki svo nálægt hér. Fótboltamörkin á vellinum snúa nú í austur og vestur. Eftir breytingar munu þau snúa í suður og norður, eða þegar völlurinn verður færður og honum snúið um 180 gráður. Nýja hótelið verður fast upp við norðurmarkið, nema þetta sé hluti af íþróttamannvirkjum ÍA, kannski sundlaugin? En hvort sem er þurfa rúður hússins að vera skotheldar eða fótboltamennirnir sérlega mjúkfættir, held ég. Gestir hótelsins myndu sjá út á sjó, ef þetta er hótelið, en þurfa að horfa yfir heilan fótboltavöll fyrst, frá norðurmarki til suðurmarks. Það eru auðvitað ekki alltaf leikir en alveg stundum sko. Af hverju var völlurinn ekki frekar færður, til norðurs og hótelið haft nær sjónum með útsýni út á Langasand? Eða bara hafa hótelið við höfnina? En ef þetta eru allt ÍA-mannvirki, hvar er þá hótelið, kannski niðurgrafið? Þegar ég skoða glærurnar sé ég bara myndir af Hótel Sigló, Guðlaugu, börnum að leik á Langasandi ... en ekki hótelinu eins og það á að vera nema á þessari mynd. Sennilega eiga eftir að koma nánari tillögur og síðan samþykki bæjarstjórnar en einhvers staðar í ferlinu verða bæjarbúar vonandi spurðir álits á þessum miklu breytingum á ásýnd Jaðarsbakkasvæðisins. Með crop-snilld minni tókst mér að sýna væntanlegt hótel svolítið nær. Skil samt enn ekkert. Kannski er þetta ekki einu sinni rétt mynd. Hvernig kemst maður á djúpnetið?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 629
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 536
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.