17.2.2024 | 23:19
Vettvangsrannsóknir, leynistrætó og óvænt uppgötvun
Föstudagur: Kennslan fór fram í bókasafninu - kaffispjall og síðan skroppið í búðir, eins konar vettvangsrannsóknir. Ferlega skemmtilegur og góður hópur. Við fórum í bókabúðina, Krónuna og Omnis. Fínasta gjafavara og fullt af bókum (útsala í Pennanum) og í Krónunni sýndi ég þeim frosin svið, of kors, og mælti hástöfum með harðfiski með smjöri, við ættum eflaust besta smjör í heimi, þó víðar væri leitað. Þau höfðu öll smakkað skyr og fannst það betra en jógúrt, auðvitað. Omnis var síðast, og selur ryksugur, potta, pönnur og síma, svo fátt sé talið ... en við höfðum ekki tíma í fleiri búðir.
Mynd: Úr bókasafninu þegar Dúlluhópurinn hafði lokið við að hekla þetta flotta jólatré (án mín samt) eitt árið. Hópurinn af námskeiðinu sat nákvæmlega þar sem dúllurnar á myndinni eru. Ó, hvað ég sakna grímanna (djók).
Foreldrarnir í hópnum fengu blik í augun þegar þeir komust að því að föndurstund með meiru fyrir börn fer fram í bókasafninu frá kl. 11-15 alla laugardaga. Þegar ég hef verið spurð að því hvað sé hægt að gera fyrir og með börnum á Akranesi verð ég kjaftstopp. Veit að það er eitthvað en ekki hvað. Nú veit ég alla vega af þessu á bókasafninu. Svo er ég nokkuð dugleg að segja fólki frá leið 2, innanbæjarstrætó sem ekur sirka fimm hringi á dag, tvo á morgnana, einn í hádeginu og tvo seinnipartinn - nema þegar er skólafrí. Mér hefur ekki verið trúað ...
Þú ert að tala um Frístundastrætó, er það ekki? (sem er þriðji litli sæti blái rafmagnsvagninn á rúntinum)
Nei, svaraði ég illskulega ... og lenti næstum í slag við Þóru Betu um daginn, við vorum staddar í leið 1, hún heldur enn að ég sjái tvöfalt. Ég næ nú samt leið 2 rétt fyrir kl. átta á morgnana, hinum megin á Garðabraut, með stefnu í vestur. Hann ekur Garðabraut, Skagabrautina, Suðurgötu, alveg niður eftir hjá HB og gamla hótelinu, svo Vesturgötuna út á enda og enn lengra, ég stekk út við Bónushúsið, síðasta húsið í bænum áður en sveitin byrjar (pósthúsið er næstsíðasta húsið og vinnustaður minn þriðja síðasta hús fyrir sveit) og eftir það veit ég ekkert hvert hann fer. Æðislegt að hafa hann - en væri auðvitað betra ef fleiri vissu af honum til að koma í veg fyrir slagsmál. Við höngum á Facebook, ekki akranes.is sko. En takk samt fyrir leið 2, ef hann væri ekki hefði ég ekki treyst mér í þetta. Hálka, löng leið, skaflar, drekar, myrkur = fótbrot. Leið 1 ekur öðruvísi hring á morgnana, fer ekki hjá Bónushúsinu fyrr en undir hádegi sem passar mér vel eftir kennslu.
Dásamlegir vinir (þau sem gerðu Valentínusardaginn þess virði að leggjast ekki í öskustóna) buðu okkur stráksa í síðbúinn hádegismat í gær, framandi og spennandi mat. Hann var svakalega góður en í raun veit ég ekkert hvað þetta var. Hélt að þetta væri þykk spínatsúpa (með sítrónusalsa, hrísgrjónum og brauði) ... en þetta var ekki spínat. Afskaplega bragðgott. Þau eiga boð hjá mér um næstu helgi, ætla að vera með ítalskt ... pasta, pasta. Þau elska hakk og spagettí, alla vega börnin, sem gerir mér lífið ótrúlega mikið auðveldara. Held reyndar að þau borði allt - sem er annað en ég. Það er stundum flókið að borða ekki hnetur, möndlur, döðlur og rúsínur. Hnetuofnæmi ... og matvendni - lífið þó allt of stutt til að borða vondan mat, drekka vont kaffi með vondu fólki ... og allt það. Sem minnir mig á að í gær kom einmitt kaffið sem ég pantaði frá Kaffistofunni, geri ráð fyrir að ná að smakka það á morgun, í baunavélinni vissulega, ekki fínustu græjum, en hún er ágæt, að verða sjö ára og það kemur fínt kaffi úr henni. Ilmurinn af Bóndakaffinu, sem það heitir, er ómótstæðilegur. Stráksi að heiman um helgina og ég nota tímann til að vinna og vinna og vinna. Átti ekki að verða svo rólegt hjá fólki þegar árin færðust yfir? Kannski valkvætt.
Verst hvað það gerir mig syfjaða að sitja fyrir framan tölvu allan daginn og stara á texta, sama hversu góður og spennandi hann er, svo ég reyni að standa upp annað slagið, elda mat, brjóta saman þvott eða annað æðislegt ... já, og talandi meira um kaffi: Kaffitár hættir með eitt kaffihúsið nú í lok mánaðar, þetta uppi á Höfða. Ég reyndi að fara þangað í hvert skipti sem ég kom í bæinn (eftir að Nýbýlavegurinn hætti) og mun sakna góða kaffisins og dásamlega starfsfólksins þar.
Laugardagur: Sofið nokkuð lengi. Síðan vinna, vinna, vinna ... pasta frá Eldum rétt eldað um miðjan dag, enda pakkinn á síðasta séns og gat ekki beðið lengur. Skemmtilegt símtal frá hressri Skagakonu sem var eitt sinn í viðtali hjá mér í Vikunni. Hún gladdist ógurlega þegar hún vissi, sá á blogginu, að ég dáði Skálmöld en sagði að ég væri nú hálfgerður unglingur miðað við hana sem væri að verða 77 ára og gjörsamlega dýrkaði þá. Ekki síst plötuna Skálmöld og Sinfó, eins og ég. Í næstu bæjarferð ætlaði hún í Tólf tóna og kaupa nýju plötuna, þá sem kom út í fyrra.
Chagall-myndin heitir The Triumph of Music.
Svo uppgötvaði ég dásamlega hljómsveit. Soap&Skin heitir hún, sýnist mér, er frá Austurríki og alveg svakalega flott. Enda tugir milljóna hlustana á lagið sem náði mér, Me and the Devil. Furðuleg tilviljun ... uppáhaldslagið mitt með Skálmöld heitir Hel! Bíddu, bíddu. Er YouTube bara í því að bera út ófagnaðarerindið? Og ég sem bý í himnaríki!!!
Ég hafði verið að hlusta á alveg hreint undaðslega tónlist eftir Kjartan Sveinsson (sem elsku Kamilla mín, danska, dásamlega, sagði mér frá), Der klang der offenbarung des göttlichen, Teil 4, leyfði síðan YouTube-veitunni að velja fyrir mig næstu lög, eins og hún býðst vanalega til. Eitthvað sem hún heldur að höfði til mín. Og þá kom þetta lag, Me and the Devil. Síðan hef ég hlustað á fleiri lög með Soap og Skin og finnst þetta hin fínasta músík. Svona akkúrat uppgötvaði ég Skálmöld. Hvet ykkur til að hlusta líka á Kjartan Sveinsson. Teil 4 (4. hluti) finnst mér flottastur, enda er þar sérlega fallegur kórsöngurinn, en allt verkið svo sem mjög flott.
Ég finn reglulega eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af - en munaði litlu - sem er algjör heppni. Hverjar eru líkurnar á því að uppgötva svona flotta austurríska hljómsveit þegar ég var nú bara að hlusta á lögin við vinnuna og hélt ég væri mögulega búin að uppgötva allt sem væri þess virði að uppgötva? Grín!
Einn af allra fyrstu eiginmönnum mínum á afmæli í dag. Sá fyrsti þeirra ef mér skjátlast ekki, og sá sem kenndi mér að þegar maður eldar, þarf maður ekki að setja allt í rúst í eldhúsinu ... Þegar ég eldaði í dag og sýndi algjöra snyrtimennsku varð mér hugsað til þessa góða ráðs, á enn einu fimmtugsafmælinu hans. Til hamingju, elsku Einar!
Facebook:
Myndband: Eiginmaðurinn kemur inn í eldhús, eiginkonan er að banka á ísskápsdyrnar - gerir það tvisvar enn og opnar þær svo. Maðurinn horfir hlessa á hana.
Af hverju bankaðir þú á ísskápinn? spurði hann.
Kannski var þar salat dressing (salat að klæða sig).
Maðurinn hafði ekki húmor fyrir þessu. Ég elska pabbabrandara.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 1
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 619
- Frá upphafi: 1506064
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 509
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.