21.3.2024 | 18:25
Allt í gangi ... dregur senn til tíðinda
Síðasti dagur kennslunnar var í dag og hefur sannast á mér hið fornkveðna, konur geta bara gert eitt í einu. Annaðhvort kennt eða bloggað.
Mikið hafði ég dásamlega nemendur, og það frá flestum heimshornum. Þau sem segja að "þessir útlendingar" vilji ekki læra tungumálið, aðlagast og slíkt, hefðu átt að vera flugur á vegg í tímum. Ég (sem hata hita) var sú eina sem kvartaði yfir kuldanum á morgnana og tók samt strætó (innanbæjarvagn, leið 2, alls 5 ferðir á dag) á meðan þau gengu alla leið í skólann sem er í útjaðri bæjarins. Bónus er síðasta húsið í bænum, skólinn þriðja síðasta ... í skólanum mínum eru fleiri fyrirtæki, eins og Fjöliðjan, Landmælingar, Hver, Vinnumálastofnun, hárgreiðslustofa, fótaaðgerðastofa og fullt í viðbót. Sum gengu langar leiðir og kvörtuðu ekki þótt þau væru ansi hreint vind- og veðurbarin við komu og ég þyrfti jafnvel að brjóta af þeim íshröngla og láta þau setjast á ofninn á meðan þau þiðnuðu.
Þau sem þekkja mig vita hversu mikið ég hata að ganga, ég hefði hatað það og samt eiginlega ekki getað það heldur.
Er afar þakklát fyrir leið 2, annars hefði ég farið illa út úr þessu. Hásinin á hægri svo slæm núna (gömul íþróttameiðsl) að ég haltra, enda fær hún ekkert frí þessa dagana, ekkert afslappelsi fyrr en kannski eftir helgi. Gott að eiga sjúkraþjálfara að vinkonu ... Inga sagði mér frá vissri snilld sem ég fengi í apótekinu, eitthvað sem sett er undir hælinn og hækkar hann sem orsakar minna álag á hásinina, ég keypti og fann strax breytingu til batnaðar.
Ég predikaði endalaust yfir nemendum mínum að málið væri að þora að tala, það myndu allir skilja þótt þeir töluðu bjagað, bara láta vaða frekar en að tala ensku. Íslenska væri ekki svo erfið. Í gær fengu þau hvert sitt páskaeggið (allra, allra minnsta) frá mér svo ég gæti frætt þau um málshætti. Hver vill ekki læra með munninn fullan af súkkulaði? Í mínu eggi var málshátturinn Seint fyrnast fornar ástir.
Hmm ... hvaða fyrrverandi eiginmanni, kærasta eða elskhuga þarf ég að byrja með aftur? hugsaði ég beisklega, ég hef engan tíma til að binda mig í bráð. Sorrí, strákar.
Engu spillir hægðin, fékk rólegur og ljúfur strákur í hópnum. Mér sýndist fyrst, Engu spilla hægðir ... og flissaði þegar ég pældi í því hvernig ég gæti útskýrt þennan fáránlega málshátt fyrir honum - en sem betur fer las ég betur. Aðrir málhættir voru m.a. Dropinn holar harðan stein. Aumur er ástlaus maður.
Ég sýndi þeim ýmislegt á risaskjánum, eldgos í vefmyndavél, Skálmöld og Sinfó á YouTube, vedur.is, google translate, ja.is-google maps þar sem við ferðuðumst um Skagann ... Tuttugu stuttmyndir sem hjálpa þeim að skilja eru fast kennsluefni en margt hefur breyst síðan þær voru gerðar, eins og bankaþjónusta og strætógreiðslumáti. Græna kortið ... hver man eiginlega eftir því? Og persónuleg bankaþjónusta utan Akraness, látið ykkur dreyma!
Ég horfi nánast aldrei á sjónvarp en mundi að fólkið í kringum mig, sjónvarpssjúklingarnir, hafði hrósað Húsó. Ég sá þættina inni á sarpi hjá RÚV, enn aðgengilegir en alveg að detta út, horfði á fyrstu fimm heima (til að koma í veg fyrir eitthvað vandræðalegt, eins og í upphafi íslenskrar glæpaseríu sem ég sýndi um árið og var búin að sjá en gleyma að fyrsti þáttur hófst á æsilegu kynlífsatriði á bryggju (mjög stuttu, sjúkk, svo tóku sem betur fer blóðug morð við). Ég var svo vandræðaleg þá að nemendur mínir hlógu sig máttlausa. Þeim fannst gaman að sjá þann þátt og ætluðu að horfa á alla seríuna heima.
Við horfðum á alla sex þættina af Húsó og vá, hvað þetta er frábær þáttaröð. Er mjög montin af Möggu Völu, bróðurdóttur minni, sem stjórnaði kvikmyndaupptökunni sem var brilljant eins og allt annað þarna. Vildi samt að ég hefði séð síðasta þáttinn áður en við horfðum á hann í dag því ég varð klökk, endirinn svo fallegur, svo ég rak nemendur hryssingslega í helvítis kaffihlé ... þau tóku samt ekki eftir neinu. Þetta var eina efnið sem ég fann sem sýnir svolítið raunverulegt líf í dag, með íslenskum texta sem auðveldaði mikið. Gaman að sjá elsku Kjötborg í svona stóru hlutverki, þannig.
Þetta var ekki bara íslenskukennsla, þau þurftu að fá að vita um svo margt hér á Akranesi. Einn daginn fórum við í flöskumóttökuna og Búkollu nytjamarkað. Guðmundur Páll hjá Fjöliðjunni fór með okkur um allt þarna, elsku yndið. Það er hægt að kaupa flotta hluti á fáránlega lágu verði hjá Búkollu og nauðsynlegt að vita af öllu svona þegar maður er nýfluttur hingað. Við kíktum líka á Frískápinn (ísskápur, frystir, hilla ... enga matarsóun, takk) en hann var tómur að þessu sinni, finnst ég helst sjá auglýsingar um gómsæti þar seinnipartinn. Mjög snjallt að vera með svona. Ömurlegt að henda mat, ég geri það aldrei, elsku fuglarnir mínir hérna við sjóinn eru hjálplegir við að sjá um afgangana.
Hef nokkrum sinnum viðrað hér þá þrá mína að flytja í bæinn eftir að stráksi flytur frá mér ... ættingjar og langflestir vinir búa á höfuðborgarsvæðinu og þótt ég sé aldrei einmana í eigin stórkostlega félagsskap held ég að sé rétt skref að breyta til í tilverunni núna. Það hefur aðeins dregið til tíðinda í þeim málum, í raun er næstum allt að gerast, svolítið hraðar en ég hafði búist við eða ætlað mér.
Himnaríki fer því í sölu í fyrramálið og ég vona innilega að draumaíbúðin bíði mín í bænum. Markaðurinn er orðinn hressari. Þegar ég sá myndirnar úr himnaríki frá Daníel í Hákoti, teknar í gær, nánast snerist mér hugur. Sjá nokkrar þeirra hér.
Þegar ég keypti himnaríki á sínum tíma (fyrir rúmum 18 árum) féll ég fyrir útsýninu, ágæt íbúð með samt og nú er sú íbúð orðin að algjöru himnaríki. Þetta er vissulega penthouse-íbúð, þar sem hún er efst og jafnstór og báðar íbúðirnar fyrir neðan hana. Gleymdi alveg að benda fasteignasalanum á það.
Veðrið var ekki sérlega myndvænt þegar ljósmyndarinn kom svo ég sendi tvær fínar útsýnismyndir frá mér til að hafa með ... önnur sýnir Langasand ... sjá hana hér efst ... og auðvitað er eldgos í baksýn. Kannski algjör synd að flytja þegar íbúðin er orðin svona fín og flott. Hina myndina má sjá neðst.
Vonandi verður himnaríki draumaíbúð einhvers sem kann vel að meta óhindrað sjávarútsýni - alla leið til Ameríku ef jörðin væri ekki hnöttótt - og fallega íbúð. Guðný hönnuður var þyngdar sinnar virði í gulli og líka iðnaðarmennirnir, allir í fremstu röð.
Þau sem halda að ég sé að flytja í bæinn af því að ég hlóð óvart niður Klapp-appinu í fyrra - sem dugar bara í strætó í bænum (varla samt), eru alveg í ruglinu. Eða af því að ég fari sífellt hjá mér við að fylgjast með Skagamönnum striplast á náttslopp og inniskóm til að fara í Guðlaugu (laug við Langasand). Ónei. Það er sko djammið sem kallar. Leikhús, bíó, kaffihús, bingó, gömlu dansarnir, harmonikkutónleikar ...
... sem minnir mig á að ég á miða á Skálmöld í Hörpu núna 1. nóvember! Þegar ég keypti miðana, nú í byrjun janúar, hefði mig seint grunað að ég yrði jafnvel flutt í bæinn þá. Kemur í ljós, kemur í ljós. Krossið fingur fyrir mig, elsku bloggvinir, að rétta íbúðin bíði mín hinum megin við flóann. Akranes er samt best og yndislegast, frábærast og dásamlegast.
Ef neðsta myndin prentast vel má sjá grilla í Bandaríkin lengst til hægri.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 78
- Sl. sólarhring: 265
- Sl. viku: 770
- Frá upphafi: 1505777
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 624
- Gestir í dag: 58
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.