11.4.2024 | 23:59
Sannleikurinn, alvörusystur og afmæli ...
Skemmtileg bæjarferð var farin í dag skömmu eftir hádegi. Síðasta opinbera heimsóknin okkar stráksa saman sem fósturmæðgin, má segja. Við hlið mér hinum megin við ganginn í strætó sat norsk kona, mjög indæl. Hún starfar sem leiðsögumaður í sex mánuði hér og er nýkomin til landsins. Hún er einna hrifnust af Austfjörðum en finnst landið samt allt fagurt og frítt. Hún er mikil prjónakona og langar mikið til að prjóna sér lopapeysu með lundamynstri en sagði að prjónakonur landsins vildu ekki selja henni uppskriftina, af ótta við að hún færi að framleiða peysuna og skemma bisness fyrir þeim. Eflaust hefur eitthvað slíkt gerst áður en þessi meinleysislega kona minnti á engan hátt á hannyrðaglæpón en vissulega leynast flögðin víða. Bílstjórinn var frá Kýpur, mjög indæll og almennilegur og keyrði eins og sá sem kann að keyra.
Myndin: Morgunblaðið þorir. Eini fjölmiðillinn sem fæst til að viðurkenna hvað janúar er ömurlega langur mánuður. Minnst 500 dagar!
Ástkær Hilda mín sótti okkur í Mjódd. Hún var skrítin á svip, starði lengi á mig áður en hún aflæsti bílnum svo við stráksi gætum sest inn. Svo sagði hún:
Hvaða systir var þetta eiginlega sem hringdi í þig þarna um daginn og þú bloggaðir um (Erfitt símtal ...-færslan)? Ég hef hugsað málið en man ekki eftir neinum svona rudda í gjörvallri ætt okkar í marga ættliði, föður- og móðurætt! Varstu örugglega edrú að blogga?
Kommon, Hilda, þetta var hún Systa, svaraði ég, Sigrún Sólmundína Haraldsdóttir, langelsta systirin.
Ó, Gurrí. Hún er kölluð Systa en hún er ekki systir okkar, svo er hún Hallfreðsdóttir, minnir mig, og var ein af ungu kunningjakonum mömmu. Hún kom nánast daglega í heimsókn, samt eiginlega bara þegar mamma var ekki heima, og stoppaði heilu og hálfu dagana, lagði sig stundum í stofusófann. Mamma var að verða brjáluð á henni. Hélstu í alvöru að hún væri systir okkar?
Gvuð ... hún bjó hjá okkur, sagði hún, þurfti samt að sofa í geymslunni, sagði að hún væri svona Oliver Twist í ættinni og ég grét yfir þeirri bók, hún sagði að þær mamma hefðu orðið ósáttar og síðan hefðuð þið, systurnar, hver af annarri, móðgast út í hana út af engu og hætt að tala við hana, ég vorkenndi henni svo mikið ... vá, ég hef gefið henni jólagjafir í áratugi ... ertu viss um þetta?
Jamm, sagði Hilda. Svo spurði hún hlæjandi: Segir hún virkilega að við systurnar eigum eftir að deyja úr kurteisi?
Játs!
Hahaha, hló Hilda, ég vil frekar drepast úr því en frekju og dónaskap. En eitt annað áður en ég keyri af stað, mjög áríðandi, ég fékk á tilfinninguna í gær að þú væri að flytja úr himnaríki vegna masóklúbbsins í sjónum fyrir framan ... þú veist, er það ekki, að þetta er bara sjósundfólk sem skrækir út af kuldanum, eðlilega?
Ég horfði þolinmóð á hana, hún má bara halda þetta. Ég veit það sem ég veit. Kinkaði kolli í kurteisisskyni, ég dey úr kurteisi einhvern daginn.
Svo fórum við alvörusysturnar að erindast saman í dag en sumt af því er algjört leyndarmál ... ef þetta sumt gengur upp fer það svo sannarlega hingað á bloggið. Kemur allt í ljós.
Rétt fyrir miðnætti í gær, á allra síðustu stundu pantaði ég mat fyrir tvo - í tvo daga frá Eldum rétt. Eitthvað voða hollt og gott sem dugar mér alla vega í fjóra, jafnvel fimm daga. Kettirnir hafa bara áhuga á kattamat og kattanammi, ef verður afgangur bíða fuglarnir spenntir hérna við ströndina. Ég finn samt að ég borða minna eftir að stráksi flutti, hann svo mikill matmaður og sælkeri ... ef ekkert sætt er til (eins og núna) fæ ég mér bara skyr eða eitthvað slíkt ef ég er svöng.
Elsku erfðaprinsinn, eins og ég kallaði Einar son minn hér á blogginu í denn, hefði orðið 44 ára á morgun, 12. apríl. Rúm sex ár síðan hann dó. Mér finnst afmælisdagurinn hans alltaf ögn erfiðari en dánardagurinn. Hef haldið mig heima þessa daga og fundist best að vera ein. Unnið í tölvunni, drukkið mitt kaffi og klappað köttunum. Ekkert hræðilegur dagur, alls ekki ... en þarf frið.
Við erum misjöfn, mannfólkið, ég gæti ekki hugsað mér að baka köku, hitta fólk, fagna þessum degi og rifja upp góðar minningar, en veit að sumum finnst best að fara þá leiðina til að tækla svona daga. Stundum vildi ég óska þess að ég gæti það, finnst það á einhvern hátt vera réttara ... en svo man ég eftir því að við erum mismunandi og mín leið er alveg jafnrétt og góð og leið allra annarra. Það var gott að átta sig á þessu og ég hef reynt að miðla þessu með fólki sem syrgir. Það var ansi óþægilegt og tafði mitt ferli þegar sumt fólk (ekki nákomið) var að segja, jafnvel án þess að hafa reynt það á eigin skinni, hvað væri rétt og hvað rangt í sorgarferli. Ég er afar heppin með fólkið í kringum mig og er heldur ekki dama sem er mikið fyrir drama ... sem hefur alltaf hjálpað í öllu.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 634
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.