4.6.2007 | 15:04
Hugleiðingar um hárgreiðslufólk og annað gott fólk
Nú hefst vika hins mikla dekurs. Það er margt hægt að gera en ég er frekar andlaus, finnst ég dekra við mig á hverjum degi. Ef þið hafið einhverjar vænar hugmyndir sem innihalda ekki vélsleðaferð á jökli, gönguferðir í fárviðri eða sundferð og heitan pott þá væri vel þegið að fá eitthvað í kommentahornið.
Þetta hefst svo sem ekki nógu vel. Eini lausi tíminn í klippingu strax er klukkan níu í fyrramálið, arggg. Ég ætla að láta mig hafa það í von um smá höfuðnudd ... ummmm. Sumir kalla klippingu dekur, ég lít reyndar meira á það sem skyldu. Fór síðast hjá elskunni honum Skildi Eyfjörð núna fyrir síðustu jól en þá var hárið komið á það stig að vera bara flott ef ég hafði sofnað með það blautt ...
Einu sinni var ég með indæla hárgreiðslukonu ... nema hún talaði mikið um að ég ætti að gera meira fyrir sjálfa mig, elska mig meira og slíkt. Ég skildi aldrei almennilega hvað hún átti við, við þekktumst sama og ekkert. Kannski hefur henni þótt þetta bera vott um umhyggju fyrir kúnnunum ... en svakalega var þetta þreytandi. Mundu svo að fara vel með þig, þú átt það skilið! voru iðulega kveðjuorð hennar. Fallega sagt en samt fannst mér þetta óvirðing og á endanum skipti ég um klippara. Svona misskilningur á hamingjustigi kúnnans er samt bara fyndinn. Kannski hefur þessi elska lesið yfir sig af sjálfsræktarbókum. Mér finnst líka óþægilegt þegar hálfókunnugt fólk gerir sér dælt við mig á þennan hátt, eins og það viti allt um líf mitt og reyni sitt til að stjórna því. Ef hún hefði bara vitað um allar trylltu hamingjustundirnar sem ég átti yfir nýjum spennubókum, ilmandi kaffi og í þægilegum sófa. Um samverustundir með góðu vinunum og margt fleira.
Ég er yfirleitt alltaf í góðu skapi en það er eins og sumir eigi erfitt með að trúa því. Einu sinni hitti ég gamlan vin á djamminu og hann spurði hvernig mér liði. Bara ljómandi vel, svaraði ég. Þá fór hann að skamma mig fyrir að vera svo yfirborðskennd, ég segði alltaf bara allt gott. Ég var voða sár því að mér datt ekki í hug að fara að barma mér við hann yfir blankheitum, ástarsorg eða einhverju slíku sem ég var eflaust þjáð af, ekki svona á djamminu og ekki við hann, við vorum engir trúnaðarvinir. Nógu margir glíma við alvörusorgir og áhyggjur og því finnst mér engin ástæða til að væla yfir smámunum við kunningja.
Anna, guðdómleg vinkona til rúmlega 20 ára, á afmæli í dag.
Til hamingju, elsku krútt. Einnig Árni Magnússon, fv. félagsmálaráðherra, en við unnum saman á Stjörnunni í gamla daga og var hann hinn vænsti maður þótt hann hataði lagið To know him is to love him!
Þið frábæru manneskjur, til hamingju með afmælið!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 651
- Frá upphafi: 1506004
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Arg! Skil nákvæmlega hvað þú meinar! Þoli ekki þegar fólk er svona yfirmáta yndislegt.. virkar bara slepjulega á mig. Svo má maður barasta "segja allt gott" ef það er það sem maður vill segja. Ef fólk vill fá að heyra eitthvað annað verður það bara að vera tilbúið að sitja undir því þegar ég segi því hvaða álit ég hef raunverulega á því
Heiða B. Heiðars, 4.6.2007 kl. 15:15
Mundu bara að fara vel með þig - þú átt það skilið!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:24
Prófaðu Capilli... bláu húsunum í skeifunni. Þær eru snillingar!! Eini staðurinn sem ég læt klippa mig á jafnvel þótt ég þurfi að bíða heillengi eftir suðurferð! Að vísu er ég hliðholl þar sem elskuleg systir mín klippir þar en mmmmmm nuddið maðuuuuuur!!!! Oftar en einu sinni verið að því komin að dotta í stólnum
Saumakonan, 4.6.2007 kl. 15:27
Hhahahahahaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:27
Var ekki að hlæja að þér, saumakona. Prófa Capilli næst, er bara búin að panta á Skaganum í fyrramálið hjá einni sem er víst ansi góð.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:28
hehehe ein að draga í land btw... "hin hliðin" á mér er orðin aktív aftur
Saumakonan, 4.6.2007 kl. 15:30
Ég fór einu sinni í klippingu til íranskrar konu. Þetta var seint að degi og enginn annar kúnni á staðnum, en maðurinn hennar var þarna. Einhvern veginn fór spjallið yfir í óvæntar áttir, svo sem framhjáhöld. Mér varð fljótt ljóst á því að hlusta á þessi tvö tala að karlinn hélt fram hjá konunni í gríð og erg og kerlingunni fannst ekkert varið í það. Hann gaf nefnilega skýrlega í skyn að karlmenn þurfi meira kynlíf og því ættu þeir að eiga rétt á því að leita út fyrir hjónabandið, og kerlingin virðist vera þeirrar skoðunar að hún væri bara ánægð með að losna við að hafa hann á eftir sér allan tímann. Ég þoli ýmislegt enda vann ég í Slippnum á Akureyri í mörg ár, en mér varð nokkuð misboðið þarna og fór aldrei aftur þarna í klippingu, þótt það tæki mig aðeins tvær mínútur að labba á stofuna heiman frá mér.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.6.2007 kl. 17:12
Yfirleitt er bara virkilega gaman að spjalla við hárgreiðslufólkið sitt en við höfum greinilega ekki lent á því allra besta ... heheheh!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 17:26
Æ ég fæ illt í magann og hnút í sólarplexus að hugsa um hárgreiðslufanta. Rifjast upp fyrir mér mínútur þar sem ég hefi getað breyst i kaldrifjaðan hálfklipptan morðingja...en sem betur fer hef ég einstaka sinnum hitt á öðlingsfólk sem sinnir klippistörfunum...en alltof sjaldan. Það er eins og ég tali sjaldgæfa útlensku þegar ég reyni að útskýra hvernig hárið á mér á að vera...Það skilur mig enginn!!! Hvar er næsti bar??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 18:31
Sleðaferðir, sundferðir og gönguferðir!!! Oj bara . Ég er hardcore antisportisti og mæli frekar með sófalegu, ískápsferð og langri baðmeðferð, helst í ilmolíu og með nuddi .
Laufey Ólafsdóttir, 5.6.2007 kl. 02:35
Mér finnst andlitsbað og slökunarnudd vera dekur ummmmm
gua, 5.6.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.