Forsetafundur, fyrirhugaðar veislur og spælandi móðganir ...

Jón Gnarr og stráksiStefnumót við stráksa í dag, nákvæmlega einni mínútu áður en LIV-WOL hófst í Sjónvarpi Símans en hver tekur ekki stefnumót við hann fram yfir allt, líka Liverpool-leik? Einn mesti uppáhaldsmaðurinn hans í öllum heiminum ætlaði að koma á Skagann og þótt ég hafi ákveðið með sjálfri mér að fara ekki á forsetafundi eftir að hafa misst af þeim fyrsta á Akranesi, stóðst ég auðvitað ekki elsku Jón Gnarr. Skemmtilegan og góðan fyrrum samstarfsmann sem mætti meira að segja í afmælið mitt einu sinni - sá eini frambjóðendanna tólf, held ég alveg örugglega.

 

Brosið mun ekki hverfa af stráksa næstu vikurnar, hann skemmti sér mjög vel yfir ræðunni hjá Jóni og fékk svo knús í kveðjuskyni. Heppnasti strákur í heimi. Ræða Jóns var bæði málefnaleg, flott og fyndin. Hann er greinilega ekki að fíflast og er bara orðheppinn og fyndinn að eðlisfari, ekki slæmt. Svo er Jóga forsetafrú algjört yndi líka. Held að hún hafi eignast mjög dyggan aðdáanda í stráksa vegna sameiginlegs áhuga þeirra beggja á álfum.

Ætlaði ég að stoppa stutt á fundinum til að geta horft á leikinn í sjónvarpinu? . Var fundurinn svona áhugaverður að þú stoppaðir lengur? . Náði ég að horfa á síðustu 20 mínúturnar af leiknum eftir að ég kom heim? Já.

 

Svo er kaffið í Frystihúsinu skrambi gott (Costa) sem gladdi mig mjög. Bað um tvöfaldan latte, ekki sjóðandi heita mjólk og enga froðu, takk. Fékk snilldarbolla fyrir vikið. Þannig að Skaginn er kominn með vísi að kaffihúsi á Akratorgi. Enn ísbúð en líka gott kaffi og eitthvað meðlæti líka.

Þegar fóturinn er orðinn góður er ansi mátulegur göngutúr að fara niður í Frystihús á Akratorgi, kaupa sér kaffi í götumáli og rölta með það heim aftur. Þá erum við farin að tala um skref. Mig hefur vantað góða ástæðu til að fara út að ganga og nú er hún komin!

 

Sérdeilis flott tertaTvær veislur eru fram undan í tilverunni. Fyrst er það veisla fyrir stráksa en hann útskrifast af starfsbraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands núna á föstudaginn. Við ætlum reyndar að halda veisluna í Galito (ég býð) og fara út að borða. Stráksa langaði ekki í meira "vesen" en það í tilefni útskriftarinnar ... og hann ræður því auðvitað. Hin veislan er nafnaveisla fyrir mig, alls ekki mín hugmynd en samt æðisleg hugmynd. Þá get ég boðið fólki í kaffi og köku og látið skrifa nýja nafnið á hana. Mig grunar, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, að það hafi verið haldin skírnarveisla þegar ég var skírð á síðustu öld og ég var auðvitað viðstödd - en nú er tækifæri til að vera viðstödd aðra veislu nema ná að njóta hennar líka. Hvar fást skírnarkjólar á fullorðna?

 

 

Mögulega er ég eina manneskjan í heimi sem ber nafnið Guðríður Hrefna Haraldsdóttir. Sem var þó ekki ætlunin, ég pældi ekkert í því. Við erum örfáar Guddur Haraldsdætur, og einhverjar með millinafn. Ein nafna mín (HH) þar sem Guðríðarnafnið vantar, er fjórum dögum eldri en ég ... og ég er fjórum dögum eldri en Madonna. Tilviljun? Nei, örugglega ekki.

- - - - - - - - -

Facebook

Eitthvað (Satan?) leiddi mig inn á netsíðu með móðgununum ... og ég ætla að birta nokkrar í þeirri von að þær verði bara notaðar í gríni ...

 

- Einn daginn muntu ganga of langt! Ég ætla rétt að vona að þú haldir þig þar!

- Vá, flott hár, hvernig nærðu því út um nasaholurnar?

- BG og Ingibjörg orðuðu það svo réttilega: Góða ferð, góða ferð!

- Börnin okkar hafa fengið heilann frá þér. Ég er enn  með minn. 

- Þú ert eins og skýin. Þegar þú hverfur fer sólin að skína. 

- Ég er ekki nörd. Ég er bara gáfaðari en þú.

- Mér varð hugsað til þín í dag. Það minnti mig á að fara út með ruslið. 

- Almáttugur. Það talar!

- Ef ég liti út eins og þú færi ég í mál við foreldra mína. 

- Ef ég kasta spýtu, muntu þá fara? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

HarrÝ Hrefna ?

Jahéddnahér !

Steingrímur Helgason, 19.5.2024 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, eða bara Hurrí, Zdeini minn. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2024 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 1251
  • Frá upphafi: 1512989

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1065
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Straujárn
  • Stráksi
  • Hnetusmjör

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband