19.5.2024 | 18:39
Forsetafundur, fyrirhugaðar veislur og spælandi móðganir ...
Stefnumót við stráksa í dag, nákvæmlega einni mínútu áður en LIV-WOL hófst í Sjónvarpi Símans en hver tekur ekki stefnumót við hann fram yfir allt, líka Liverpool-leik? Einn mesti uppáhaldsmaðurinn hans í öllum heiminum ætlaði að koma á Skagann og þótt ég hafi ákveðið með sjálfri mér að fara ekki á forsetafundi eftir að hafa misst af þeim fyrsta á Akranesi, stóðst ég auðvitað ekki elsku Jón Gnarr. Skemmtilegan og góðan fyrrum samstarfsmann sem mætti meira að segja í afmælið mitt einu sinni - sá eini frambjóðendanna tólf, held ég alveg örugglega.
Brosið mun ekki hverfa af stráksa næstu vikurnar, hann skemmti sér mjög vel yfir ræðunni hjá Jóni og fékk svo knús í kveðjuskyni. Heppnasti strákur í heimi. Ræða Jóns var bæði málefnaleg, flott og fyndin. Hann er greinilega ekki að fíflast og er bara orðheppinn og fyndinn að eðlisfari, ekki slæmt. Svo er Jóga forsetafrú algjört yndi líka. Held að hún hafi eignast mjög dyggan aðdáanda í stráksa vegna sameiginlegs áhuga þeirra beggja á álfum.
Ætlaði ég að stoppa stutt á fundinum til að geta horft á leikinn í sjónvarpinu? Já. Var fundurinn svona áhugaverður að þú stoppaðir lengur? Já. Náði ég að horfa á síðustu 20 mínúturnar af leiknum eftir að ég kom heim? Já.
Svo er kaffið í Frystihúsinu skrambi gott (Costa) sem gladdi mig mjög. Bað um tvöfaldan latte, ekki sjóðandi heita mjólk og enga froðu, takk. Fékk snilldarbolla fyrir vikið. Þannig að Skaginn er kominn með vísi að kaffihúsi á Akratorgi. Enn ísbúð en líka gott kaffi og eitthvað meðlæti líka.
Þegar fóturinn er orðinn góður er ansi mátulegur göngutúr að fara niður í Frystihús á Akratorgi, kaupa sér kaffi í götumáli og rölta með það heim aftur. Þá erum við farin að tala um skref. Mig hefur vantað góða ástæðu til að fara út að ganga og nú er hún komin!
Tvær veislur eru fram undan í tilverunni. Fyrst er það veisla fyrir stráksa en hann útskrifast af starfsbraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands núna á föstudaginn. Við ætlum reyndar að halda veisluna í Galito (ég býð) og fara út að borða. Stráksa langaði ekki í meira "vesen" en það í tilefni útskriftarinnar ... og hann ræður því auðvitað. Hin veislan er nafnaveisla fyrir mig, alls ekki mín hugmynd en samt æðisleg hugmynd. Þá get ég boðið fólki í kaffi og köku og látið skrifa nýja nafnið á hana. Mig grunar, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, að það hafi verið haldin skírnarveisla þegar ég var skírð á síðustu öld og ég var auðvitað viðstödd - en nú er tækifæri til að vera viðstödd aðra veislu nema ná að njóta hennar líka. Hvar fást skírnarkjólar á fullorðna?
Mögulega er ég eina manneskjan í heimi sem ber nafnið Guðríður Hrefna Haraldsdóttir. Sem var þó ekki ætlunin, ég pældi ekkert í því. Við erum örfáar Guddur Haraldsdætur, og einhverjar með millinafn. Ein nafna mín (HH) þar sem Guðríðarnafnið vantar, er fjórum dögum eldri en ég ... og ég er fjórum dögum eldri en Madonna. Tilviljun? Nei, örugglega ekki.
- - - - - - - - -
Eitthvað (Satan?) leiddi mig inn á netsíðu með móðgununum ... og ég ætla að birta nokkrar í þeirri von að þær verði bara notaðar í gríni ...
- Einn daginn muntu ganga of langt! Ég ætla rétt að vona að þú haldir þig þar!
- Vá, flott hár, hvernig nærðu því út um nasaholurnar?
- BG og Ingibjörg orðuðu það svo réttilega: Góða ferð, góða ferð!
- Börnin okkar hafa fengið heilann frá þér. Ég er enn með minn.
- Þú ert eins og skýin. Þegar þú hverfur fer sólin að skína.
- Ég er ekki nörd. Ég er bara gáfaðari en þú.
- Mér varð hugsað til þín í dag. Það minnti mig á að fara út með ruslið.
- Almáttugur. Það talar!
- Ef ég liti út eins og þú færi ég í mál við foreldra mína.
- Ef ég kasta spýtu, muntu þá fara?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1251
- Frá upphafi: 1512989
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1065
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
HarrÝ Hrefna ?
Jahéddnahér !
Steingrímur Helgason, 19.5.2024 kl. 22:38
Ja, eða bara Hurrí, Zdeini minn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2024 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.