21.5.2024 | 23:54
Samkvæmislíf sumarsins og reynslusögur og ... uppskrift
Himnaríki er að verða eins og klippt út úr tískublaði í innanhússhönnun og How to clean your house-síðu, svo fínt er það ... nema fyrrum herbergi stráksa (og drengsa sem fór í morgun). Ástæðan fyrir að þeir eru aldrei nefndir með nafni er bara persónuvernd, ekki óvirðing við þá. Ég þarf að greiða stráksa milljónir núorðið til að fá að birta mynd af honum, svona nánast, mútur alltaf æskilegar.
Það herbergi er nú orðið hálffullt af alls konar, hlutum sem ég þarf m.a. að losna við (hvern vantar t.d. gamla, góða Ikea-kommóðu?) og öðrum hlutum sem þarf að flokka í: halda, gefa, henda - fer í það eftir OH á morgun.
Mynd: Sú vinstra megin var tekin um 11-leytið í gærkvöldi. Hin um kl. 8 í morgun - Krummi vildi endilega vera með. Sami sjór, sami gluggi og sami ljósastaur. (Það var auðvitað mjög gild ástæða fyrir því að ég vaknaði fyrir kl. 8 í morgun.)
OH, eða Opna húsið, er á morgun (kl. 17) og mig langar ekki að beita brögðum, vera með bökunarlykt eða missa algjörlega óvart út úr mér að jason statham komi og bjóði í himnaríki. En samt ... það eru til tvö epli (sem drengsi kláraði ekki) og hvernig er best að njóta epla? Jú, í eplaköku!
Ég gúglaði og fann uppskrift:
Einfaldasta eplakaka í heimi (undirfyrirsögn: Hættulega góð)
1 bolli sykur
1 bolli hveiti
1 bolli haframjöl
125 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði
4-5 epli
kanilsykur
Skerið eplin niður í litla bita og saxið súkkulaðið smátt. Setjið í eldfast mót. Myljið saman þurrefni og smjörlíki og stráið yfir eplin og súkkulaðið. Stráið að lokum kanilsykri yfir og bakið í 40-45 mín við 175°C. Gott með ís eða rjóma.
Ég á reyndar ekki haframjöl og hef ekki átt smjörlíki í mörg ár - og bara tvö epli. Heldur ekki ís eða rjóma. Svo kann ég ekki á bollamál - eru þetta ammrískir bollar eða breskir? Ég notast við grömm. Svo það verður bara skúringailmur í himnaríki á morgun. Og sjúklega flottur sjór, ef marka má veðurspána. Mögulega eldgos handan hafsins.
Elsku stráksi kom í heimsókn í dag en systir mín mætti með afmælisgjöf til hans þegar hún heimsótti mig í gær. Það þurfti að sækja hana. Eins og hann grunaði var eitthvað flott álfadót (stytta og smámunadót) og svo fínasta kex sem sló í gegn eins og álfadótið. Við ætlum að fresta út-að-borða-vegna-útskriftar til laugardags.
Vinafólk bauð mér á Diskóeyjuna á föstudaginn, sýningu krakkanna í gamla skólanum mínum, Brekkubæjarskóla. Dóttir þeirra dansar í sýningunni og sést meira að segja á myndinni. Þegar ég skoða dagbókina mína rafrænu sé ég að ég lifi ansi hreint spennandi lífi, einn punktur við ákveðinn mánaðardag táknar yfirleitt eitthvað skemmtilegt. Ég nenni miklu frekar að minna mig á viðburði í gemsanum en að leita kannski að gamaldags dagbók og skrifa í hana.
Á Facebook
Ég var ekkert að leita en rakst óvart á martraðarkenndar matarsögur frá útlöndum! Getur ekki verið tilviljun, litlu hlerunartækin í covid-sprautunni sem ég fékk (x3) vinna svo sannarlega vinnuna sína. Nema gervigreindin lesi bloggið mitt og beini mér blíðlega að "áhugamálum" mínum ...
Mitt innlegg inn í þessa umræðu er gamla sagan um að mamma sauð spagettí í hálftíma í gamla daga, jafnlengi og kartöflurnar. Tek það fram að mér fannst það ljómandi gott, það var ekki fyrr en ég smakkaði það nokkurn veginn mátulega soðið að ég vissi að það ætti ekki að vera eins og grautur. Í þá daga var allt gott með tómatsósu.
----
Móðir mín á aðeins matreiðslubækur um eldamennsku í örbylgjuofni. Hún kann tvær aðferðir til að elda grænmeti.
1. Settu frosið grænmeti í eldfast mót. Bættu vatni og smjörlíki við. Eldaðu í örbylgjuofni þar til það er mátulegt.
2. Settu grænmeti úr dós ásamt soðinu í skál. Bættu smjörlíki við og hitaðu.
Það var ekki fyrr en ég smakkaði ferskar grænar baunir með dassi af ólífuolíu, hvítlauk og salti að mér fannst grænmeti fyrst gott.
- - - - - -
Mamma harðneitaði að borða hummus þar til ég fór að kalla það baunaídýfu.
- - - - - -
Stjúpamma mín notaði endann á smjörstykki til að smyrja kalkúninn með áður en hann fór inn í ofn og setti svo restina af smjörinu á disk og á veisluborðið. Þetta var fyrir tuttugu árum og enn get ég ekki borðað matinn hennar.
- - - - - -
Það er alltaf erfitt að borða heima hjá tengdaforeldrum mínum. Tengdamamma er t.d. bara með eina kartöflu á mann, frekar litla. Á Þakkargjörðarhátínni leyfir hún sýrða rjómanum að vera á borðinu í kannski fimm mínútur áður en hún setur hann inn í ísskáp svo hann skemmist ekki. Hún tekur diskana frá okkur um leið og við erum búin, ekki séns að fá ábót.
- - - - -
Ég steikti mér eitt sinn egg heima hjá mömmu, hún fékk áfall þegar hún sá að ég notaði pönnu og eldavélina. Að hennar mati er eina rétta leiðin að elda egg í örbylgjuofni þar til þau eru orðin seig eins og gúmmí og með gráa himnu yfir rauðunni.
- - - - - -
Ég færði frænda mínum flösku af fínasta rauðvíni þegar ég mætti í matarboð til hans. Hann tók við henni, þakkaði fyrir og skellti henni inn í ísskáp.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 22
- Sl. sólarhring: 143
- Sl. viku: 1876
- Frá upphafi: 1512958
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 1622
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.