Grútspældir strætófarþegar í morgun

Leiðakerfi strætóÁsta kíkti í kaffi áðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún missti af strætó í bæinn í morgun. Hún hafði ekki hugmynd um að áætlunin hafði breyst og vagninn færi sex mínútum fyrr en áður. Hún fór því á silfurlitu drossíunni. Maður á að hlusta á hugboð ... mér datt í hug í gærkvöldi að senda henni sms og vara hana við þessu, enda búin að lesa vandlega nýju sumaráætlunina. Klukkan var bara orðin svo margt og ég vildi ekki vekja hana.
Fleiri en Ásta misstu af vagninum í morgun og voru grútspældir. Það hefði nú alveg mátt auglýsa þetta eitthvað á Skaganum, t.d. í uppáhaldstímaritinu okkar, Póstinum. Við lifðum í þeirri blekkingu að engin breyting yrði hjá okkur, þar sem hvorki átti að fækka né fjölga ferðum. Gat þó upplýst Ástu um að strætó fer fimm mínútum fyrr frá Mosó, hún hafði ekki hugmynd um það heldur.

Gula grafanAnnars var Ásta bara hress, fyrir utan það að ekkert sætt fannst í himnaríki nema ég. Eftir kvartanir hennar fann ég frosnar vöfflur í frystinum og ristaði handa henni. Sulta ofan á og hviss, bang, sykurþörfinni fullnægt. Vona að gullfiskaminnið mitt verði þess ekki valdandi að ég missi af strætó í fyrramálið, strax eftir klippinguna.
 

Mikið væri gaman að vita hvað gula grafan er að bardúsa hér við sandinn. Vona að það rísi ekki háhýsi fyrir framan himnaríki. Kannski er verið að bæta aðstöðu þeirra fjölmörgu sem koma á Langasandinn á sumrin. Bíð spennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Strætó veldur alltaf leiðindum.... fáðu þér bíl télling ;)

Hmmm..... þú ert nú líka alltaf með helvíti góðar myndir með færslum...... kannski að þú fáir tilnefningu næst :)

Eva Þorsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Gurrí mín það er alltaf vesen með strætó alltaf breyta og breyta þetta er þreytandi.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.6.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hvað varð um aðdáandann þinn? Nonna villing?

Getur verið að hann sé að grafa göng?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

hegðaðu þér nú í klippidæminu Guðríður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 20:07

5 Smámynd: www.zordis.com

Badströndin .... kanski er verid ad baeta sólaradstöduna?    Eda sem er líklegra ad einhver addáandinn laedi sér ad glugga himnaríkis!

www.zordis.com, 4.6.2007 kl. 20:33

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ég held það sé veriða að grafa eftir GULLI, pældu í því :) .... þú ættir að kanna hvort þetta sé þjóðlenda eða hugsanlega að einhver skiki tilheyri himnaríki  ...

Hólmgeir Karlsson, 4.6.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

AHA! Ég út með skóflu og fötu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 23:58

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Bala ekki fötu, he he ..... og svo kaupirðu bara strætó og einkastrætóbílstjóra  ....

Hólmgeir Karlsson, 5.6.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 643
  • Frá upphafi: 1505996

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband