Slæmir héradagar kvaddir með stæl

Mikið er á sig lagt í sumarfríinu sínu og vaknað klukkan átta til að sleppa við komandi bad hairdays, eða slæma héradaga, eins og það var svo skemmtilega þýtt í sjónvarpinu þegar Good Morning America heimsótti okkur eitt árið.

Dularfulla grafan er byrjuð að vinna, grafa eftir gulli, fyrir nýjum ljósleiðara eða eitthvað æsispennandi. Þetta er grunsamlegt því að hún er bara fyrir neðan himnaríki, færir sig fram og til baka. Svaka verður gröfukarlinn, eigum við að segja njósnarinn, spældur yfir því að ég verði ekkert heima fyrr en seinnipartinn. Múahhahaha! Ef ég er þá manneskjan sem njósnað er um, það gæti líka alveg verið maðurinn í hinni risíbúðinni, hann er miklu grunsamlegri en ég.

Óska ykkur góðs dags, nú skal haldið í klippingu og þaðan í langþráða strætóferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí við erum svo spennt yfir myndinni sem þú ætlar að setja inn eftir hairdúið þitt..Ertu alveg búin að ákveða línur og liti???? Athuga vel hver sumartískan er og láta kannski lita og plokka augabrýr í leiðinni. Oh..hve ég væri til í hairdú..bara þvott og næringu og blástur..ekkert hættulegt eins og klippur og svoleiðis.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 09:24

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Gurri það minnir mig á ég þarf að fara í plokkun og litun.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 09:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að klippa.  Yngdist um 21 ár, fjóra mánuði,  3 dara og 19 klukkustundir.  Góða skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 10:15

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fór nú bara snemma að sofa og vaknaði 10 árum yngri.....

....einfalt, ódýrt og gott

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 10:49

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gat stolist eitt augnablik í tölvu. Eftir að ég lét klippa mig hefur líf mitt breyst fáránlega mikið. Meira um það síðar ... ef ég kemst heim. Klippið gekk vel, hárgeiðslukonan fór eftir nýjustu tísku og klippti mig glæislega. Ætla aldrei aftur í lífinu að láta plokka mig. Bæði er það sárt og svo klæðir það mig illa. Ég verð ákaflega heimskuleg á svipinn, svona eins og spurningamerki. Fæ litun á mánudaginn næsta.

Nú er ég að fara í mötuneytið að borða lærisneiðar, ár og aldir síðan ég hef fengið lærisneiðar! Sí jú sún!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 11:24

6 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Til hamingju með nýju klippinguna, get ekki beðið eftir að sjá nýjar myndir... Ég get sko rétt trúað því að lífið sé búið að breytast hjá þér eftir klippinguna, veit alveg hvernig það getur verið...bíð spennt eftir að heyra um ferðir þínar og ævintýrin úr borginni.

By the way, ég veit hver er að fela sig í gulu gröfunni

Bertha Sigmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 15:32

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jæja, Berta, hver felur sig svo lymskulega? Hugsa einmitt að gröfukvikindið þekki mig ekki aftur, þvílík breyting.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 22:35

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Grafan: 1) það er verið að bisa við að grafa leynigöng til Himnaríkis

2)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.6.2007 kl. 22:53

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

framhald, af því tölvan fór í kast og bara tók af mér völdin, - ég hef áður haldið því fram að það væri reimt í tölvunni...

semsé;

2) það er gull í sandinum

3) Hugh Grant er að láta fylgjast með þér

Gott klipp, góða strætóferð og góðar lærisneiðar! (Þetta er svona kumpánleg kveðja)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.6.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband