Fínasta bæjarferð

Klipping 5/6 2007Klippingin gekk vonum framar. Ég varð svolítið óttaslegin þegar hárgrisslukonan setti djúpan disk á kollinn á mér og mundaði garðklippurnar en ekkert var að óttast, hún kunni sitt fag.

Við eigum litunarstefnumót næsta mánudag. Ef ég er ómótstæðilega núna þá veit ég ekki hvað gerist eftir mánudaginn ... það leið yfir nokkra menn í Reykjavík í dag!

Strætó kom stundvíslega og við brunuðum í Mosó. Biðin eftir leið 15 var ekki mjög löng en samferðakona mín tjáði mér í biðskýlinu að Skagastrætó hefði lagt af stað á nýja tímanum, 15.45, í gær með hálftóman vagn. Svo kom leið 15 úr bænum með helling af fólki en greip í tómt. Skagabílstjórinn gerði sér lítið fyrir og sneri við, enda ekki kominn langt. Þetta á allt eftir að venjast.

Óvissuferð yngri borgara í ÁrbænumÉg veit núna að nýja tímaáætlunin var búin til utan mig og virðuleika minn. Nú er manndrápsbrekkan úr sögunni, enda engin leið 18 í Stórhöfða sem ég þarf að hlaupa til að ná. Ég get gengið settlega út úr vagninum við Ártún, tölt niður milljóntröppurnar, undir brúna og enn hægar upp lúmsku brekkuna. Dásamleg tilfinning.

Leið 18 kom nokkrum mínútum síðar og óvissuferð hófst þegar vagninn beygði til hægri áleiðis að Árbæ í stað þess að fara niður Höfðabakkann eins og hann hefur hingað til gert. Ég hélt ró minni, enda ekki á hraðferð. Með í för var hópur krúttlegra yngri borgara sem lagði undir sig aftari helming vagnsins. Strætó beygði svo niður í Hálsana og sjúkkitt, ég komst í vinnuna. Átti ekki merkilegt erindi þangað en ákvað að fá mér lærisneiðar að borða í mötuneytinu, hef ekki smakkað þær í mörg ár. Smá vonbrigði, soldið seigar.

Rúfus Aðalerindið til Reykjavíkur var að heimsækja konu í Grafarholtinu og konan sú á hreint dásamlegan hund sem heitir Rúfus. Við Rúfus hétum hvort öðru ævarandi ást. Konan skutlaði mér svo í Mosó þar sem alltumfaðmandi strætóbílstjórinn sá um að koma mér heim.

Nú þarf ég að hringja í Einarsbúð, kattamaturinn er búinn og kettirnir fáránlega fleðulegir við mig. Svangir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

vertu fegin að það var ekki súpuskál... hefðir getað fest þig á eyrunum eins og Emil í Kattholti!!!

Saumakonan, 5.6.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Tek undir fyrri athugasemd, bíðum spennt eftir nýrri mynd af þér þó svo að þessi sé góð.

Pétur Þór Jónsson, 5.6.2007 kl. 19:06

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Góða skemmtun í lituninni, búin að lita mig..... sjálf ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 5.6.2007 kl. 19:15

4 identicon

Þú ert falleg fyrir og eftir klippingu, sæta dúlla,  enda alltaf falleg. En ég tek undir óskir annarra, að þú birtir nú mynd af þér eftir hárgreissssluna og litunina. Mér líður dálítið eins og dömunum sem voru á tónleikum með Bítlunum í gamla daga: ég er svo spenntur!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:24

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já endilega Gurri að senda mynd af þér plís.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 20:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já er ekki kominn tími á að fara að fjærlægja fermingarmyndina úr blogginu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 22:23

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Myndin er nokkurra ára og jú, ef þú trúir því, kæra Jenný, að ég sé tiltölulega nýfermd þá er þetta fermingarmynd af mér.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 22:32

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Flottur tréhestur!

Brynja Hjaltadóttir, 5.6.2007 kl. 22:57

9 Smámynd: Svava S. Steinars

Ætlar þú kannski að taka við af mér sem ljóshærð ? Spennan eykst

Svava S. Steinars, 5.6.2007 kl. 23:49

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, þið eruð skepnur, elskurnar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 00:04

11 Smámynd: Adda bloggar

nýjar fréttir af okkurbestu kv til þín! adda

Adda bloggar, 6.6.2007 kl. 01:35

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert ótrúlega barnsleg og saklaus í andliti kona (hlýtur að vera genetiskt "vandamál".  Þegar maður hins vegar þekkir blóðuga slóð þína á lífsleiðinni renna á mann tvær grímur Frú Dorian Grey

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 09:58

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég á rosaskrýtið málverk uppi á lofti hjá mér, Jenný ... . Þetta dásamlega unglega útlit mitt tengist líklega því að ég nota Ariel þvottaefni og ferðast með almenningsfarartæki til og frá vinnu. Viðurkenni alveg að ég myndi missa alla bloggvini mína í hvelli ef ég setti debetkortsmyndina mína í staðinn, þó er hún eldri. 

Anna þó, ég myndi aldrei giftast hundi. Sambúð kæmi þó til greina þar sem Rúfusi er víst afar vel við ketti. Gráhærðir menn eru sjarmerandi og ekki eru gráhærðir hundar síðri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband