5.6.2007 | 18:33
Fínasta bæjarferð
Klippingin gekk vonum framar. Ég varð svolítið óttaslegin þegar hárgrisslukonan setti djúpan disk á kollinn á mér og mundaði garðklippurnar en ekkert var að óttast, hún kunni sitt fag.
Við eigum litunarstefnumót næsta mánudag. Ef ég er ómótstæðilega núna þá veit ég ekki hvað gerist eftir mánudaginn ... það leið yfir nokkra menn í Reykjavík í dag!
Strætó kom stundvíslega og við brunuðum í Mosó. Biðin eftir leið 15 var ekki mjög löng en samferðakona mín tjáði mér í biðskýlinu að Skagastrætó hefði lagt af stað á nýja tímanum, 15.45, í gær með hálftóman vagn. Svo kom leið 15 úr bænum með helling af fólki en greip í tómt. Skagabílstjórinn gerði sér lítið fyrir og sneri við, enda ekki kominn langt. Þetta á allt eftir að venjast.
Ég veit núna að nýja tímaáætlunin var búin til utan mig og virðuleika minn. Nú er manndrápsbrekkan úr sögunni, enda engin leið 18 í Stórhöfða sem ég þarf að hlaupa til að ná. Ég get gengið settlega út úr vagninum við Ártún, tölt niður milljóntröppurnar, undir brúna og enn hægar upp lúmsku brekkuna. Dásamleg tilfinning.
Leið 18 kom nokkrum mínútum síðar og óvissuferð hófst þegar vagninn beygði til hægri áleiðis að Árbæ í stað þess að fara niður Höfðabakkann eins og hann hefur hingað til gert. Ég hélt ró minni, enda ekki á hraðferð. Með í för var hópur krúttlegra yngri borgara sem lagði undir sig aftari helming vagnsins. Strætó beygði svo niður í Hálsana og sjúkkitt, ég komst í vinnuna. Átti ekki merkilegt erindi þangað en ákvað að fá mér lærisneiðar að borða í mötuneytinu, hef ekki smakkað þær í mörg ár. Smá vonbrigði, soldið seigar.
Aðalerindið til Reykjavíkur var að heimsækja konu í Grafarholtinu og konan sú á hreint dásamlegan hund sem heitir Rúfus. Við Rúfus hétum hvort öðru ævarandi ást. Konan skutlaði mér svo í Mosó þar sem alltumfaðmandi strætóbílstjórinn sá um að koma mér heim.
Nú þarf ég að hringja í Einarsbúð, kattamaturinn er búinn og kettirnir fáránlega fleðulegir við mig. Svangir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 634
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
vertu fegin að það var ekki súpuskál... hefðir getað fest þig á eyrunum eins og Emil í Kattholti!!!
Saumakonan, 5.6.2007 kl. 18:55
Tek undir fyrri athugasemd, bíðum spennt eftir nýrri mynd af þér þó svo að þessi sé góð.
Pétur Þór Jónsson, 5.6.2007 kl. 19:06
Góða skemmtun í lituninni, búin að lita mig..... sjálf ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 5.6.2007 kl. 19:15
Þú ert falleg fyrir og eftir klippingu, sæta dúlla, enda alltaf falleg. En ég tek undir óskir annarra, að þú birtir nú mynd af þér eftir hárgreissssluna og litunina. Mér líður dálítið eins og dömunum sem voru á tónleikum með Bítlunum í gamla daga: ég er svo spenntur!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:24
Já endilega Gurri að senda mynd af þér plís.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 20:28
Já er ekki kominn tími á að fara að fjærlægja fermingarmyndina úr blogginu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 22:23
Myndin er nokkurra ára og jú, ef þú trúir því, kæra Jenný, að ég sé tiltölulega nýfermd þá er þetta fermingarmynd af mér.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 22:32
Flottur tréhestur!
Brynja Hjaltadóttir, 5.6.2007 kl. 22:57
Ætlar þú kannski að taka við af mér sem ljóshærð ? Spennan eykst
Svava S. Steinars, 5.6.2007 kl. 23:49
Hehhehe, þið eruð skepnur, elskurnar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 00:04
nýjar fréttir af okkurbestu kv til þín! adda
Adda bloggar, 6.6.2007 kl. 01:35
Þú ert ótrúlega barnsleg og saklaus í andliti kona (hlýtur að vera genetiskt "vandamál". Þegar maður hins vegar þekkir blóðuga slóð þína á lífsleiðinni renna á mann tvær grímur Frú Dorian Grey
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 09:58
Ég á rosaskrýtið málverk uppi á lofti hjá mér, Jenný ... . Þetta dásamlega unglega útlit mitt tengist líklega því að ég nota Ariel þvottaefni og ferðast með almenningsfarartæki til og frá vinnu. Viðurkenni alveg að ég myndi missa alla bloggvini mína í hvelli ef ég setti debetkortsmyndina mína í staðinn, þó er hún eldri.
Anna þó, ég myndi aldrei giftast hundi. Sambúð kæmi þó til greina þar sem Rúfusi er víst afar vel við ketti. Gráhærðir menn eru sjarmerandi og ekki eru gráhærðir hundar síðri.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.