Skyldan og önnur bæjarferð

Bæjarferð kl. 9.41. Mikil tilhlökkun en nýja hárið er allt úti um allt. Nú var öskrað þegar litið var í spegilinn. Ætti að vera að laga mig til en önnur skylda kallar.

Er að horfa á boldið núna með morgunkaffinu. Eric, tengdapabbi og fyrrum eiginmaður Brooke, er að segja Jackie, mömmu Nicks og fyrrum stjúpmóður Ridge, frá ást Nicks og Brooke. Nick er annars staðar að reyna að segja Bridget frá því að hann ætli því miður að vera með mömmu hennar þótt hann verði þá bæði faðir og stjúpafi barnsins sem hún ber undir belti. Sjáum hvað „Þú myndir aldrei svíkja mig svona, mamma!“ gerir! Nú fer Bridget upp og leggur sig. Hvað gerir hið ástfangna par nú? Nick er harðákveðinn í að segja Bridget frá þessu en Brooke hikar og vill að Nick verði með dóttur sinni, gleðst yfir óléttunni. „Jafnvel þótt við tvö elskum hvort annað?“ spyr Nick. „Já, þú getur það!“ segir Brooke fórnfús.

Gervihjónaband Tómasar litla og Gabyar er enn gervi þótt þau séu ástfangin hvort af öðru og þau þyrftu eiginlega að sýna ást sína til að Gaby verði ekki vísað úr landi. Taylor, mamma Tómasar og geðþekkur geðlæknir, harðbannar allt ástarkjaftæði, unga parinu til mikils ama.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á mínu heimili er þessi þáttur kallaður Bólgin og bráðfalleg.Ótrúlega sikk þáttur sem "enginn má missa af" . Góða bæjarferð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þó að greindarvísitalan mín sé tiltölulega yfir herbergishita - þá get ég ekki með nokkru einasta móti fundið út hver er hver og hver er með hverjum og þá síst hvers vegna - í þessari sápu.  Viðurkenni þó fúslega að ég hef ekki fengið af mér að horfa á þetta - nema svona þegar ég hef gengið framhjá sjónvarpinu.......  Ég ásetti mér þó að nýta þínar snilldar upplýsingar um framgang mála - but no - ég er ákkúrat engu nær........ Efast þó aldrei um að þetta sé einstaklega vel leikin, fræðandi og innihaldsmikil sápa......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.6.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: Saumakonan

Mikið er ég fegin að vera ekki með stöð 2!   Ég yrði enn ruglaðri ef ég reyndi að fylgjast með þessari sápu og má nú alls ekki við því sko!

Saumakonan, 6.6.2007 kl. 09:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segieggineitt

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 09:55

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Horfði á hana líka  þetta er nú meiri sorgin hjá þessu fólki.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 10:53

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég horfi stundum á "Bólgin og bráðfalleg" svona til að athuga hver er með hverjum í það og það skiptið. Stundum líða mánuðir á milli þess sem ég horfi. Sá reyndar hlutann þegar Taylor reis upp frá dauðum, og fannst það fáránlega smart Kveðja og knús til þín Gurrí

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.6.2007 kl. 11:41

7 identicon

Bolding, Bolding, Bolding

 Takk fyrir öpdeitið eins og venjulega. Það er orðið svo flókið að koma með athugasemdir að ég held að ég nenni því varla lengur. En þú veist að ég les bloggið þitt daglega , haltu áfram krútt, þú ert snillingur.

kv kikka 

kikka (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:55

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábært að fá svona góðar upplýsingar um það sem gerist í boldinu :)  mig er sannarlea farið að vanta stöð2 ekki spurning hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.6.2007 kl. 14:00

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bólgin og bráðfalleg, það er snilldarnafn!

Kikka, gerðu það sama og margir, skráðu þig með blogg þótt þú skrifir samt aldrei á það, þá nægir að skrá þig inn og þú getur kommentað auðveldlega hjá öllum rugludöllunum hérna, múahahahha! Það er samt engin skylda að kommenta (þótt það sé alltaf gaman), ég veit af þér þarna úti

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1505977

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband