6.6.2007 | 15:14
Sætaferðir á Skagann
Vá, hvað þetta var annasöm borgarferð, ég er enn sveitt, móð og másandi í huganum.
Sat fund niðri í miðbæ rétt fyrir hádegi. Stefnan var sú að ná strætó heim kl. 12.45. Hilda var að verða bensínlaus, ég þurfti að koma augnablik við í vinnunni og hún í banka á Hlemmi þar sem hún lenti á sumarstarfsmanni, arggg. Hún tók bensín, ég þaut augnablik inn á vinnustaðinn minn og á fljúgandi ferð, samt eiginlega á löglegum hraða, brunuðum við af stað upp í Mosó þegar sjö mínútur voru í brottför og næsti vagn eftir heila þrjá klukkutíma. Bílstjórarnir okkar þurfa alltaf siesta, sko!
Nú sé ég ekki eftir að hafa hlaðið símann minn vel og vandlega í gær því að ég var með stjórnstöð Strætó bs á línunni hálfa leiðina.
Ert þú konan á svarta subaru-bílnum? spurði konan á skiptiborðinu.
Nei, ég er á rauðri ... uuuu, Hilda, hvað heitir þessi bíll? ... Toyotu!
Heyrðu, hér er önnur kona að biðja leið 27 að bíða, hún er alveg að verða komin!
Ég skrökvaði því náttúrlega að ég ætti bara stutt eftir en þá vorum við nýkomnar framhjá Húsasmiðjunni. Þetta ER stutt miðað við t.d. leiðina til Akureyrar.
Þegar ég hljóp upp í strætó var konan á svarta Subarunum nýkomin. Hinir farþegarnir voru sallarólegir. Skemmtilega konan frá Kjalarnesinu sat í vagninum og fór að grínast með okkur seinu kellurnar ... það myndaðist svona sætaferðastemmning á leiðinni. Hef sjaldan verið fljótari upp á Skaga, enda mikið spjallað og hlegið á leiðinni.
Á útleið sagði ég bílstjóranum að ég yrði honum ævarandi þakklát og vissi ekki hvernig ég gæti launað honum þessar fjórar mínútur. Ekki gat ég sofið hjá honum á staðnum, það tengist samt alls ekki náttúruleysi, miklu frekar siðsemi á almannafæri. Ég hef líka margoft sagt að maður bindi ekki trúss sitt við strætóbílstjóra, þeir eiga kærustur á hverri stoppistöð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 41
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 679
- Frá upphafi: 1505970
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 546
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gurrí mín. Þú þarft nú ekkert að binda trúss þitt við bílstjórann þótt þú lúllir aðeins hjá honum. Fá smá goodwill. Þá geturðu fengið farsímanúmerið hans og svo hringt beint í hann þegar þú ert of seint. Ég held að það sé vel þess virði.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:48
Er það svona sem þið hafið það í útlandinu? Að giftast ekki þeim sem þið sofið hjá? Þetta er frábær hugmynd. Mikið á ég skemmtilegar stundir fram undan ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 16:03
Það er nú meiri glyðruhátturinn á þér kona. Þú verður að hemja þig en sofðu hjá bílstjóranum því ÞAÐ margborgar sig svona "ferðawise"
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 16:05
LOL!!!
Saumakonan, 6.6.2007 kl. 16:42
hmm, er hann sætur?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.6.2007 kl. 17:34
Þetta er bara krakkagrey á svipuðum aldri og sonur minn! Fuss og svei! Þeir verða að fara að ráða fleiri bílstjóra á almennilegum aldri!
Úps, hvað ég er orðin mikil subbukerling. Tek þetta allt aftur og sný mér að George Clooney. Hann er fínn þarna í fjarlægðinni. hehehhe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 17:46
Þú getur fengið minn kall lánaðan engin spurning.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 18:27
Katla, þú ert góð kona.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 18:35
Ég veit það Gurri mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 18:42
Siðsemi á almannafæri? Ha ha ha
Guðrún Vala Elísdóttir, 6.6.2007 kl. 23:31
... hva! afhverju gastu ekki sofið hjá honum....?
Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:33
Gurrí mín...þú verður bara að eitra fyrir þeim á hinum stoppistöðvunum ...lætur ekkert kerlingager yfirbuga þessa ástríðu þína...nýklippt og alles!!!! Nú ef þetta fer allt í voða lætur þú þær bara lifna við aftur...Boldið þarf ekkert endilega að vera bara bundið við skjáinn. Frekar við Skagann finst mér þar sem AÐAL leikkonan býr, andar og horfir út um gluggann með bráðdrepandi augnaráði. Malandi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 23:39
Það er greinilegt að það er über rómó að fara í strætó. Verð að fara að prófa það oftar !
Svava S. Steinars, 6.6.2007 kl. 23:40
Þið eruð svo dásamlegar, bloggvinkonurnar mínar, ekkert skrýtið þótt ég elski ykkur heitt; þær penu, þær gjafmildu (á eiginmenn og skutl) og svo brjáluðu skvetturnar. Anna mín, ég get varla vanist því að einhverjum finnist sjálfsagt að skutla mér alla leið upp á Skaga ... en ykkur Ingu finnst lítið athugavert við það, enda algjörar sómakonur sem allir, ég endurtek ALLIR ættu að taka til fyrirmyndar. Múahahhahaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 23:50
Ég stokkaði aðeins, fannst arfavont að missa af færslum sumra bloggvinanna sem ég hélt ranglega að væru latir og nenntu ekki að blogga. Ég mun vera dugleg að hreyfa listann til, hundfúlt að hafa bara stafrófsröð á þessu. Stjórnborð sýnir mér bara hluta bloggvinanna og ég var orðin þreytt á að vanrækja svo marga. Það mun nú breytast. Þetta heitir ekki að falla í vinsældum. Hættu svo þessu andskotans nöldri, kerlingarskassið yðar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 00:01
Skrambinn, ég gæti milljón sinnum hafa krækt í vagnstjóra en lét þetta alltaf flækjast fyrir mér. Er textinn um Bjössa á mjólkurbílnum sem sagt bara bull?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 00:27
hvað meinar guðmundur með ''þá''? Hljómar eins og ''núna'' sé allt önnur saga
Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2007 kl. 01:12
Ahhh, fatta það núna! Snjöll, Jóna!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 01:16
AUÐVITAÐ! Hvað er Jóna að rugla okkur í ríminu?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.