Sætaferðir á Skagann

Vá, hvað þetta var annasöm borgarferð, ég er enn sveitt, móð og másandi í huganum.
Sat fund niðri í miðbæ rétt fyrir hádegi. Stefnan var sú að ná strætó heim kl. 12.45. Hilda var að verða bensínlaus, ég þurfti að koma augnablik við í vinnunni og hún í banka á Hlemmi þar sem hún lenti á sumarstarfsmanni, arggg. Hún tók bensín, ég þaut augnablik inn á vinnustaðinn minn og á fljúgandi ferð, samt eiginlega á löglegum hraða, brunuðum við af stað upp í Mosó þegar sjö mínútur voru í brottför og næsti vagn eftir heila þrjá klukkutíma. Bílstjórarnir okkar þurfa alltaf siesta, sko!

Rauði kagginnNú sé ég ekki eftir að hafa hlaðið símann minn vel og vandlega í gær því að ég var með stjórnstöð Strætó bs á línunni hálfa leiðina.
„Ert þú konan á svarta subaru-bílnum?“ spurði konan á skiptiborðinu.
„Nei, ég er á rauðri ... uuuu, Hilda, hvað heitir þessi bíll? ... Toyotu!“
„Heyrðu, hér er önnur kona að biðja leið 27 að bíða, hún er alveg að verða komin!“

Ég skrökvaði því náttúrlega að ég ætti bara stutt eftir en þá vorum við nýkomnar framhjá Húsasmiðjunni. Þetta ER stutt miðað við t.d. leiðina til Akureyrar.

Þegar ég hljóp upp í strætó var konan á svarta Subarunum nýkomin. Hinir farþegarnir voru sallarólegir. Skemmtilega konan frá Kjalarnesinu sat í vagninum og fór að grínast með okkur seinu kellurnar ... það myndaðist svona sætaferðastemmning á leiðinni. Hef sjaldan verið fljótari upp á Skaga, enda mikið spjallað og hlegið á leiðinni. 

Á útleið sagði ég bílstjóranum að ég yrði honum ævarandi þakklát og vissi ekki hvernig ég gæti launað honum þessar fjórar mínútur. Ekki gat ég sofið hjá honum á staðnum, það tengist samt alls ekki náttúruleysi, miklu frekar siðsemi á almannafæri. Ég hef líka margoft sagt að maður bindi ekki trúss sitt við strætóbílstjóra, þeir eiga kærustur á hverri stoppistöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gurrí mín. Þú þarft nú ekkert að binda trúss þitt við bílstjórann þótt þú lúllir aðeins hjá honum. Fá smá goodwill. Þá geturðu fengið farsímanúmerið hans og svo hringt beint í hann þegar þú ert of seint. Ég held að það sé vel þess virði.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er það svona sem þið hafið það í útlandinu? Að giftast ekki þeim sem þið sofið hjá? Þetta er frábær hugmynd. Mikið á ég skemmtilegar stundir fram undan ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er nú meiri glyðruhátturinn á þér kona.  Þú verður að hemja þig en sofðu hjá bílstjóranum því ÞAÐ margborgar sig svona "ferðawise"

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 16:05

4 Smámynd: Saumakonan

LOL!!!

Saumakonan, 6.6.2007 kl. 16:42

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hmm, er hann sætur?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.6.2007 kl. 17:34

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er bara krakkagrey á svipuðum aldri og sonur minn! Fuss og svei! Þeir verða að fara að ráða fleiri bílstjóra á almennilegum aldri! 

Úps, hvað ég er orðin mikil subbukerling. Tek þetta allt aftur og sný mér að George Clooney. Hann er fínn þarna í fjarlægðinni. hehehhe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 17:46

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú getur fengið minn kall lánaðan engin spurning.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 18:27

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katla, þú ert góð kona.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 18:35

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég veit það Gurri mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 18:42

10 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Siðsemi á almannafæri? Ha ha ha

Guðrún Vala Elísdóttir, 6.6.2007 kl. 23:31

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

... hva! afhverju gastu ekki sofið hjá honum....?

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:33

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí mín...þú verður bara að eitra fyrir þeim á hinum stoppistöðvunum ...lætur ekkert kerlingager yfirbuga þessa ástríðu þína...nýklippt og alles!!!! Nú ef þetta fer allt í voða lætur þú þær bara lifna við aftur...Boldið þarf ekkert endilega að vera bara bundið við skjáinn. Frekar við Skagann finst mér þar sem AÐAL leikkonan býr, andar og horfir út um gluggann með bráðdrepandi augnaráði. Malandi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 23:39

13 Smámynd: Svava S. Steinars

Það er greinilegt að það er über rómó að fara í strætó.  Verð að fara að prófa það oftar !

Svava S. Steinars, 6.6.2007 kl. 23:40

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið eruð svo dásamlegar, bloggvinkonurnar mínar, ekkert skrýtið þótt ég elski ykkur heitt; þær penu, þær gjafmildu (á eiginmenn og skutl) og svo brjáluðu skvetturnar. Anna mín, ég get varla vanist því að einhverjum finnist sjálfsagt að skutla mér alla leið upp á Skaga ... en ykkur Ingu finnst lítið athugavert við það, enda algjörar sómakonur sem allir, ég endurtek ALLIR ættu að taka til fyrirmyndar. Múahahhahaha! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 23:50

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég stokkaði aðeins, fannst arfavont að missa af færslum sumra bloggvinanna sem ég hélt ranglega að væru latir og nenntu ekki að blogga. Ég mun vera dugleg að hreyfa listann til, hundfúlt að hafa bara stafrófsröð á þessu. Stjórnborð sýnir mér bara hluta bloggvinanna og ég var orðin þreytt á að vanrækja svo marga. Það mun nú breytast. Þetta heitir ekki að falla í vinsældum. Hættu svo þessu andskotans nöldri, kerlingarskassið yðar! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 00:01

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skrambinn, ég gæti milljón sinnum hafa krækt í vagnstjóra en lét þetta alltaf flækjast fyrir mér. Er textinn um Bjössa á mjólkurbílnum sem sagt bara bull? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 00:27

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað meinar guðmundur með ''þá''? Hljómar eins og ''núna'' sé allt önnur saga

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2007 kl. 01:12

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ahhh, fatta það núna! Snjöll, Jóna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 01:16

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

AUÐVITAÐ! Hvað er Jóna að rugla okkur í ríminu?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1505970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband