Hálfgert letilíf og heilmiklar tölvuspælingar

Málað í fríinuVoða letilíf er þetta í sumarfríinu. Sumir í mínum sporum væru búnir að mála baðið, taka skápana, helluleggja garðinn, ganga upp á Akrafjall, bera á sig brúnkukrem, koma upp kryddjurtagarði, læra að elda nýstárlegan mat, skrifa eina smásögu og kynna sér nýjustu strauma í tísku og tónlist.

Sat reyndar við tölvuna í gær fram á nótt og skrifaði langt viðtal ... sumarfríið lengist bara í hina áttina í staðinn. Mjög djúsí, eiginlega stórmerkilegt viðtal við algjöra hetju sem lenti í skelfilegum hlutum í æsku. Kemur í Vikunni á fimmtudaginn í næstu viku.  
Annars er mjög spennandi viðtal í nýjustu Vikunni við Ungfrú Ísland um það sem gerðist á bak við tjöldin í keppninni. Ekki var það allt fallegt.

Veit einhver tölvuvitur bloggvinur hvað er í gangi þegar tölvan fer í hægagang, næstum frýs og allar aðgerðir taka fáránlega langan tíma? Ég hef hingað til getað endurræst hana og þá verður hún hraðari. Ætli sé vírus í gangi? Kann ágætlega á word, tölvupóstinn og bloggið og það hefur nægt mér. Dánlóda aldrei neinu nema þá myndum úr google til að myndskreyta færslur, kann ekki einu sinni að stela músik og myndum ef ég hefði áhuga á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú ert með Norton Antivírus þá gæti það verið skýringin. Þegar Norton fer í gang þá sýgur hann allann mátt úr tölvum, skelfilega misheppnað vírusvarnarforrit. Einnig gætu önnur forrit s.s. Windows verið að downloada upgrades. En þú ættir að sjá neðst hægramegin á desktopinu hvort einhver niðurhleðsla er í gangi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Man ekki hvað vírusavörnin mín heitir einu sinni, algjör tölvubjáni. Gæti verið Norton. Stundum poppar upp gluggi neðst til hægri þar sem mér er boðið að uppfæra hitt og þetta. Ég segi bara nei ...

Ætla að prófa ráðin þín, Guðmundur, núna í kvöld og leyfa tölvunni að malla í nótt. Takk fyrir þessi frábæru ráð, strákar. Ef ég er með Norton ætla ég að redda mér öðru.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 14:04

3 identicon

Mjög góður og léttur anti-virus og ókeypis
http://free.grisoft.com/ Verður að taka út Norton áður en þú setur þennan inn

Spyware skanna vél:
http://www.spybot.com/

DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 14:05

4 identicon

Benda þér á að óuppfærð vírusvörn er mjög slæmt mál.

Einnig er gott að fara á windows-update og smella á custom hnappinn til þess að ná sér í nýja rekkla fyrir hitt og þetta í vélinni.
Opna internet explorer og fara í Tools->Window update

DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 14:09

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir þetta, kæri DoctorE. Næst þegar einhver með tölvuviti kemur í heimsókn verður ráðist í þetta! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 14:10

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held ég treysti mér í þetta seinna ein

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 14:11

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er með ClamWin antivirus, sá það neðst til hægri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 14:11

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

wiiiindoooowwzzze, múhaha.

Var einmitt umræða á ircinu í gær um allar þessar endurræsingar á windows, einn sagðist hafa farið út í bakarí og keypt kökur á liðið þegar hann var náði 400 uppidögum (hann er á pc með linux), og glott út í annað yfir windows liðinu...

ég slekk á tölvunni sirka á mánaðarfresti hjá mér, allavega ekki oftar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.6.2007 kl. 15:59

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef ekki verið í neinum vandræðum með dúlluna mína en svo tók hún upp á þessu og vankunátta mín á tölvum veldur því að ég kann ekki að laga neitt. Þetta getur verið eitthvað algjört smáatriði. Montrass! (tíhíhíhíhíhíhi)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 16:20

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að ég ætti bara að taka þig mér til fyrirmyndar, Anna, og slökkva á tölvunni minni á hverju kvöldi. Var búin að heyra að maður ætti ekki að gera það , það þyrfti ekki en mér finnst líklegt að tölvan hætti þessu kjaftæði ef ég slekk alltaf á henni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 16:47

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

vá!!! er hún ekki bara þreytt?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 1505940

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband