Húrra fyrir Jóhönnu!

Vissi að hún Jóhanna myndi vernda Íbúðalánasjóð, frábært hjá henni. Hvað yrði t.d. um landsbyggðina ef Íbúðalánasjóður hyrfi og bankarnir tækju yfir?

Bankar græða og vilja græða, þannig er bara bisniss. Íbúðalánasjóður er þjónustufyrirtæki sem er NB hætt að reyna að hafa vit fyrir viðskiptavinum sínum með ströngu greiðslumati.  Ef fólk veikist eða lendir í annars konar erfiðleikum þá er boðið upp á þann möguleika hjá Íbúðalánasjóði að frysta húsnæðislánið í allt að þrjú ár.

Auðvitað er þetta samkeppni við bankana ... en þessi málaflokkur á einmitt að vera svolítið verndaður, aleiga fólks er í húfi.  

Eftir að ég fattaði að ég þarf að borga bankanum mínum (sem ég elska samt) 65 krónur fyrir hvert símtal þá vil ég ekki að bankarnir fái einkarétt á lánum til íbúðakaupa. Ég ítreka, ekki gefa upp kennitölu eða reikningsnúmer þegar þið hringið í bankann ykkar nema nauðsyn beri til. Ég var bara með einfalda spurningu sem tengdist netbankanum mínum og þegar konan í símanum bað um reikningsnúmer hélt ég að hún ætlaði að aðstoða mig, svo reyndist ekki vera. 


mbl.is Félagsmálaráðherra: Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

ha??? ég hringi oft í bankann minn og aldrei er ég rukkuð (allavega ekki svo ég viti!)   Hvernig innheimta þeir þetta?

Saumakonan, 7.6.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sá það í netbankanum mínum, rifnar af mér heilar 65 krónur fyrir ekkert, það stóð símtal eða eitthvað svoleiðis við upphæðina. Af því að ég hringi svo sjaldan fattaði ég þetta strax ... múahahhaha! Mun hringja úr leyninúmeri næst og breyta röddinni, jafnvel setja á mig gerviskegg til að þekkjast ekki. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband