Bólgin og bandbrjáluð

Skipti hafa orðið á hlutverkum í leikritinu Bridget sár og Nick með samviskubit. Bridget margbiður Nick fyrirgefningar á því að hafa skrökvað upp fóstureyðingunni og því að hafa efast um tryggð hans. Það sem Bridget veit ekki er að Nick og Brooke, mamma hennar, hétu hvort öðru ævarandi tryggð í millitíðinni. Ástæða sárinda Bridget er gleymd ... sterkur grunur um ást Nicks til móður hennar.  

Jackie, mamma Nicks, kemur askvaðandi á snekkjuna og óskar Nick til hamingju með að velja Brooke en hann sussar á hana og sjúkkittt, Bridget heyrði ekkert.

Tómas litliTómas, litli sonur Ridge og Taylors, þessi sem þroskaðist á ljóshraða úr litlum hnokka í gjafvaxta strák, vinnur sem hönnuður hjá Sally Spectra og nú er fyrsta sýningin hans. Afinn, Eric, vildi hann ekki í vinnu í Forrester-tískuhúsinu en nú er drengurinn við það að slá í gegn. Allir sturlast úr hrifningu, alla vega klappa. Tómas heldur í þá von að sýningin sameini foreldra hans.

„Nick, þú verður að segja Bridget að þú sért ástfanginn af móður hennar,“ segir Jackie.

„Ég vil koma aftur heim, duck,“ segir Ridge við Taylor á tískusýningunni og rýkur svo á dyr. (Held að ég hafi misst af einhverju) (já, gælunafnið er Duck, heyrist mér, vel við hæfi)

Tómas og tvíburarnir eru eyðilögð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hvernig nennirðu að horfa á þennan viðbjóð?????

Farðu nú að horfa á menningarlegri þætti eins og....... Nágranna?? ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sorrí, ég veiti mikla samfélagsþjónustu með þessu. Ég fæ meira að segja skammir ef ég tek mér pásu til að æla ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:10

3 identicon

Það að lesa skýringar Gurríjar á boldinu er æðislegt - auðvitað sinna aðrir póstar því að fá Gurríjar-skammtinn sinn ... en boldið er bara eitthvað svo skemmtilegt aflestrar. Sem minnir mig á það já ... ég er fíkill á bloggvini mína og bíð spenntur eftir nýrri mynd (hint hint), en það er eitthvað svo yndislegt að ýta á brosandi andlit Gurríjar og fá skammtinn sinn. Kannski er ég orðinn háður þér, Gurrí??

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert bara orðinn háður framhaldssögu dagsins, "Bólgunni", Doddi minn. Þú mátt alveg vera háður mér líka, örugglega skárra en margt annað ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:31

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ætla að vona að þú hafir ekki tekið mig of alvarlega Gurrí mín........ sástu ekki blikkið sem ég sendi þér ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:46

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Allt í lagi, Evan mín, tárin eru löngu þornuð. Nú ætla ég bara að fara að semja sápuóperu sjálf þar sem ást á tengdasonum kemur hvergi við sögu. Múahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:56

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

OH var að horfa á þetta í morgun þetta er nú meira vesenið hjá þessu fólki .

Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2007 kl. 20:55

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef heldur ekki tölu á þeim sem hún hefur gifst. Var að skoða brúðkaupsmyndir af henni í gegnum google og sá mann sem ég kannast ekki við. Hann hlýtur þó að vera blóðskyldur Forrester-körlunum. Nick er hálfbróðir Ridge, mundi það allt í einu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:07

9 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Tvíburar Gurrí, hvaða tvíburar? Það það eitthvað nýtt eða hef ég misst af heilum tvíburum?

Vilborg Valgarðsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:07

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég vildi að lífið væri eins og boldið. Börnin bara vaxa og vaxa og fullorðnast og verða rík og ''bold'' og foreldrarnir eldast ekki neitt. Aðeins meira botox hér og lyfting þar og fitusog þarna og svo sofa ömmurnar hjá kærustum systra barnabarna ömmubarna föðursyni bræðra sinna.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2007 kl. 22:29

11 Smámynd: Brynjar Svansson

Hrikalegt að ég skuli hafa mist af öllum þessum þáttum

Brynjar Svansson, 7.6.2007 kl. 22:43

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vilborg, iss, þú hefur sko misst af. Minnir meira að segja að ég hafi séð þáttinn þegar tvíburarnir fæddust, þá lenti Taylor í lífhættu, enda ekki komin með kúta á varirnar þá. Þær fara alveg að taka þátt í villta ástalífinu, enda orðnar gjafvaxta. Mig minnir (las á Netinu) að önnur þeirra fari að deita Rick, þeim sem var kvæntur Amber og er föðurbróðir tvíburanna, bara ekki blóðskyldur. (Gvuð, ég sit hérna og flissa). 

Jóna, þú lýsir þessu vel ... og kæri Brynjar frændi,  þú værir sko betri maður ef þú hefðir fylgst með þessum þáttum  ... heheheheheh 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:57

13 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Elsku Gurrí, takk fyrir þolinmæðina, ég veit þú leiðir mig um leynilendur Boldsins og hræðist eigi!

Vilborg Valgarðsdóttir, 7.6.2007 kl. 23:20

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst reyndar alveg stórkostlegt að geta fylgst með heilli sjónvarpsseríu í gegnum blogg. Ekki nóg með að ég hafi einu sinni hlustað á heila kvikmynd og rétt orðið of sein til að vita hvernig löggan (kona) sem átti pabbann (löggu) sem vildi ekki að hún yrði lögga (svo varð hún hetja) leit út - heldur er ég núna farin að lesa sjónvarpsefni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.6.2007 kl. 23:22

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ó mæ.. las "bólgin" og ég hélt náttúrulega að þú værir orðin bólgin eins og ég

Heiða B. Heiðars, 7.6.2007 kl. 23:27

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég held ótrauð áfram að bolda, Eva var bara að stríða mér, hún er æstasti aðdáandinn. Hef fengið fjölda nafnlausra símtala frá önnum köfnu fólki, ferðamönnum, bisnessfólki og meira að segja læknum sem grátbiðja mig um að halda áfram. Og Anna, held að leikkonan í þessari mynd hafi verið jennifer lopez. Þú horfðir hárrétt á þessa mynd, með eyrunum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 23:33

17 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Frábært að fá svona boldtúr...sparar tímann alveg ótrúlega að þurfa ekki að glápa á þetta sjálfur. Ættir eiginlega að fá borgað fyrir þetta

Brynja Hjaltadóttir, 8.6.2007 kl. 00:33

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo menningarleg að ég horfi á E í staðinn.  Leggst ekki svona lágt

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 650
  • Frá upphafi: 1505941

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband