The Birds í beinni og fleira dularfullt

Lóurnar mínar og spóarnirUndarlegt hvað það kemur alltaf dásamlega á óvart hvað það getur verið bjart um miðnætti. Eins og það hafi aldrei gerst áður. Finnst reyndar leitt hvað það var dimmt yfir í gærkvöldi og fyrrakvöld en þá fór fram æfing fyrir myndina Birds 2 beint fyrir neðan himnaríki. Hundruðir skrækjandi fugla héldu sig á brekkunni við hlið bílastæðisins og tóku svo nokkrar ferðir til að reyna að drita á gluggana mína, tókst austanmegin, enda vindáttin þeim hagstæð. Nú þegar ég gæti myndað filmstjörnurnar vegna betri birtu eru greinilega tökur hafnar og það annars staðar.

Alltaf sitja Kubbur og Tommi úti í glugga og fylgjast spennt með. Ég hef líka gaman af því að sjá fugl í nokkurra sentimetra fjarlægð frá rúðunni þótt hann meini ekki vel. Það er bara einn fugl sjáanlegur núna, vindátt óhagstæð og allt dritast beint niður. Hef þó ekki séð eina slettu á nýju svölunum mínum. Stillti líka upp ógnandi mynd af mér (fyrir klippingu) þar.

GröfukarlinnDularfulla grafan er nú horfin. Síðast sást til hennar í gær eða fyrradag, dagana sem ég þurfti að bregða mér í bæinn. Spúkí!

Þessi heimildamynd hægra megin sýnir gröfukarlinn þar sem hann var kominn niður á sand, óvitandi um að vitni sæu til hans. Maðurinn fór a.m.k. einu sinni í Smáralindarstellinguna og tók eitthvað upp úr sandinum.  Alltaf spenna við Langasandinn.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

oóóó - erótík í himnaríki? Má það?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Smáralindarstellinguna! hahahahaha. Annars er grafan í þeirri stellingu ef þú spáir í það.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alltaf þetta neðanmittis á gröfumönnunum.  Er þetta BAADER?

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Kannski er gröfukarlinn að leita að Geirfinni ?  Hann skyldi þó aldrei vera falinn fyrir utan Himnaríki !

Svava S. Steinars, 8.6.2007 kl. 01:28

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðmundur hefur grunsamlega mikla vitneskju um þetta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.6.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1505970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband