Meiri grunsamlegheit og ný spennumynd

Það er ekki bara fjör í bloggheimum, heldur líka stöku sinnum hérna í daglega lífinu ... sem þó verður alltaf leiðinlegra við samanburðinn. Mér finnst orðið óþægilegt þegar fólk brosir til mín á venjulegan hátt, svo vön er ég orðin broskörlunum í blogginu.

Rautt er hættumerkiSíminn er reyndar frekar heitur í dag af notkun eftir nokkur einstaklega góð símtöl, svona miðað við að yfirleitt nenni ég ekki að hanga lengi í síma.  Já, og til að taka af allan vafa þá vaknaði ég klukkan 11 í morgun, hef bara varið tímanum í að horfa á það nýjasta nýja fyrir neðan himnaríki. Nú standa þar rauðir bílar. Mig grunar að það skipti máli. Guli liturinn (gula grafan, remember) táknar venjulega að það sé biðstaða en sá rauði að aðgerðin sé stopp í bili. Þegar kemur að því að grænn bíll leggur við sandinn veit ég að allt fer á fullt og þá ætla ég að loka mig inni í þvottahúsi með kisunum, dósamat og batterísútvarpi, jafnvel síma. Svo er fullt af saklausi fólki á labbinu þarna allt í kring. Gott dulargervi eða samsekt fólk.

Lífið sjálft er stöku sinnum meira "spennandi" en sápuóperurnar.
Ég man t.d. eftir fráskildum manni að norðan sem yngdi verulega upp og eignaðist barn með nýju konunni. Sonur mannsins af fyrra hjónabandi gerði sér lítið fyrir og stal eiginkonunni, stjúpu sinni, og er nú stjúpfaðir hálfbróður síns. Þetta er samt ekkert miðað við það sem ég er að ganga í gegnum með gröfur og önnur grunsamlegheit!

 

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=bc336494a082937701494d38451bd505

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha..ég bíð sko spennt eftir næsta bloggi þegar þú verður orðin fullnægður millljóner..!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Ólöf Anna

haha geggjaðar "bíómyndir" hjá þér. En ekki láta þér bregða þegar kallin með töskuna kemur hann er með dáldið undarlegan hreim og mikið sull í hárinu.

Ólöf Anna , 8.6.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Katrín, milljarðer myndi ég kallast. Já, þetta var soldil klámmynd, svona miðað við pempíuganginn hérna yfirleitt.

Og Ólöf Anna, takk fyrir aðvörunina, passa mig á hársullinu og hreimnum. Það nægir vonandi að hafa augun lokuð ... múahahhahaha!

Hvað eruð þið að láta mig gera, stelpur? TaLa hérna eins og dónakarl á svona virðulegu bloggi. Best að skella sér í bað! Hann hlýtur að fara að koma.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.6.2007 kl. 16:13

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ó mæ dog! Peninga OG kynlíf!

Heiða B. Heiðars, 8.6.2007 kl. 16:18

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha Gurrí mín var að enda við að tala um Þig sem milljarðer á blogginu mínu!. Var bara ekki búin að fatta það nýyrði áðan. Maður er alltaf að læra sko...!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 16:19

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gurri ég var að drepast af hlátri af myndbandinnu  mikið ertu fyndin.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2007 kl. 17:39

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hahaha...stela tengdamömmunni...ohhh my god!

Brynja Hjaltadóttir, 8.6.2007 kl. 19:08

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

OMG stórhættulegt þetta vinnuvélaumhverfi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 19:18

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elska þessar myndir þínar. Þú verður fulltrúi Íslands í On the Lot á næsta ári.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 19:58

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

fullnægðu milljóner! bíð spennt til morguns.....

Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 23:38

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ekkert nema gaman bæði í bloggheimum og mannheimum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 00:23

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhe, sjúr! Ertu að segja mér að þú hafir meira gaman af brosi frá lifandi manneskju en broskarli?  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.6.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 67
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 1506256

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 610
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Anna og Elfa
  • Kaffi Vest
  • Elfa komst í píanó ... heima hjá mér

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband