10.6.2007 | 20:13
Heppni á heppni ofan
Einhverra hluta vegna vantreysti ég upplýsingunum sem ég fékk á Netinu um rútuferðir. Eins gott að ég hringdi á BSÍ rétt fyrir þrjú. Ha, nei, það fer engin rúta frá Hellu kl. 15.55. Hún er að skríða inn á Hvolsvöll núna og verður á Hellu eftir tíu mínútur hámark! Þar sem metnaður minn liggur í að ferðast létt áttaði ég mig á því að næði þessarri rútu auðveldlega. Ellen frænka var svo góð að keyra mig þennan örstutta spöl. Í sjoppunni spurði ég hvort þetta væri ekki alveg öruggt. Nei, sagði strákurinn. Rútan í bæinn var hér klukkan tvö og kemur næst klukkan fimm. Sem betur fer bætti hann því við að hann væri bara sumarstarfsmaður ... því þetta var kolrangt hjá honum. Tók bara sénsinn og hinkraði á bílaplaninu. Vissi að mín beið súkkulaðikaka í sumarbúðunum og gott kaffi ef illa færi. Líka far með Ellen frænku í bæinn en miklu síðar. Svo kom þessi líka fína rúta og tók mig upp í. Mæli rosalega mikið með því að vefurinn www.bsi.is verði uppfærður.
Eina óheppni dagsins var þegar ég tölti yfir göngubrú á Miklubraut nokkru síðar og sá leið 15 í Mosó fara framhjá. Kom mér bara vel fyrir í 29 mínútur í biðskýlinu og tók upp nýju spennubókina mína eftir Dean Koontz. Slapp algjörlega við geitunga, enda eru þeir víst allir í Kópavogi.
Snæddi kvöldverð á KFC, svakalega hugguleg plasthnífapörin þar og Zinger-salatið bragðaðist vel. Lauk við bókina þar ... hef ekki lesið hana áður á ensku, hélt að ég ætti allar eftir hann Dean minn.
Gleði númer helling í dag var að Tommi var á vaktinni á Skagastrætó og kom mér heilli heim, beint í sólskinið og beint í restina á Formúlunni á RÚV plús. Verst að ég missti af veltunni hans Kúbika. Minn maður sigraði, jess. Svo er það bara Jack Bauer. Hleypti kisunum út á svalir við heimkomu en þorði ekki að skilja þær eftir þar eftirlitslausar, er hrædd um að þær kíki upp á þak og renni niður ... alla leið. Bíð enn eftir að svalahliðunum verði lokað. Ekki þori ég heldur að hleypa börnum innan 18 ára út á þær.
Já, nú er ég búin að komast að því hvað hefur gengið á hérna fyrir neðan himnaríki undanfarna daga. Grænn sendiferðabíll stendur á planinu. Á eftir rauðu og gulu kemur nefnilega grænt. Já, það er leikur í kvöld og við vorum bara að tryggja okkur sigur á KR með ýmsum ráðum. M.a. líklega undirgöngum. Látið ykkur ekki bregða þótt hendur komi upp úr vellinum og grípi í KR-ingana. Við Skagamenn erum að taka þessa keppni, erum t.d. með helmingi fleiri stig en andstæðingurinn. Jamm.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Íþróttir, Lífstíll, Matur og drykkur, Sjónvarp, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 27
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 854
- Frá upphafi: 1515949
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 716
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gæti maður fengið mynd af nefndum Tomma? Ég meina það Gurrí af hverju hætti hann við að hætta á strætó? 'Eg er viss um að hann gerði það vegna ástar á þér. Ég er farin að hringja í Séð og Heyrt!
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 20:26
Ég sé á bloggunum þínum að það er heilmikið mál að ferðast með rútu og strætó. Á móti kemur að gott næði gefst til að lesa góðar bækur þegar maður er ekki sjálfur undir stýri. Ég þori aldrei að lesa nema stuttar tímaritsgreinar þegar ég keyri. Verra er að ég er alltaf með heilu kassana með mér af skrautskriftardóti. Annars væri ég til í að ferðast með rútu eða strætó. Það er heilmikil tilbreyting og aksjón í kringum það, miðað við bloggin þín.
Jens Guð, 10.6.2007 kl. 20:30
Held Jenný að gömul stríðsmeiðsl hafi tekið sig upp þegar Tommi var á olíubílnum, þess vegna skipti hann, ekki vegna yfirgengilegrar fegurðar minnar, ótrúlegt ... en svona held ég að það sé í alvörunni.
Jens, lestu stuttar tímaritsgreinar undir stýri? Hahahhaha! Brilljant. Það er voða gott að lesa í strætó og bara vera í strætó, alla vega Skagavagninum. Hagavagninn hvað ...
Staðan í hálfleik 2-0 fyrir ÍA. Múahahahhahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 20:58
Ekki í fyrsta sinn sem BSÍ lýgur gegnum alla sína upplýsingamiðla. Sjáðu fyrir þeŕ fjögurra manna fjölskyldu á annan í páskum (meðan börnin voru enn ung) að húkka sér far frá Svartárbrú í Austur-Húnavatnssýslu til Reykjavíkur. Það var sko ekkert grín! Allt vegna óábyrgra upplýsinga BSÍ.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2007 kl. 21:05
Anna, ég lít á það sem algjöra hundaheppni að hafa komist heim á réttum tíma með rútunni ... þrátt fyrir BSÍ. Og Arna, bókin var svo spennandi og veðrið gott að þetta tók fljótt af þarna á stoppistöðinni á Miklubraut. Svo flautaði einhver á rauðum bíl á mig og allt. Ókunnugur aðdáandi eða hvað? Hehehhe, kommer i ljus!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 22:17
Ég dey úr hlátri út af tímaritsgreinalestri Jens Guð undir stýri hahahahaha!
Ofsalega leiðist mér annars ofurraunsætt fólk (með upphafsstafina GH) sem sér ekkert nema nöturlegan raunveruleikann í öllum málum. Tommi er á strætó vegna ástar á þér og heyrir þú það kjéddling? Hitt er svo leim eitthvað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 22:32
Ókei, segjum það! Ætla samt ekki að pína mig í strætó í bikiní á morgnana. Gæti valdið uppnámi í vagninum ef bílstjórinn horfir ekki á veginn. Sýni kannski ökklana, það dugði nú hérna í gamla daga, á þarsíðustu öld.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 23:24
Ég kaupi svo mörg músíkblöð að ég er lengi að lesa þau. Í flestum þeirra eru stuttar greinar fremst og stuttir plötudómar aftast. það er gott að nota tímann undir stýri til að renna yfir þetta helsta. Sérstaklega þegar ég er að keyra um landsbyggðina til að kenna skrautskrift. Stundum eru akstursleiðir langar og einhæfar. Þá er gott að hafa lesefni. En af reynslu hef ég lært að langar greinar eru erfiðar í lestri undir stýri. Maður hrekkur á milli lína og greinarskila í beygjum og í frammúrakstri. Sérstaklega þegar þarf að afgreiða símtöl í leiðinni og maður er að sötra bjór og reykja.
Jens Guð, 11.6.2007 kl. 01:15
Hahhahaahhaah! Hellti einmitt niður kaffi á laugardaginn þegar ég var að reyna að gera svo margt í einu í bílnum ... þó var ég bara farþegi. Þú ert mjög fjölhæfur og endanlega búinn að eyðileggja þessa mýtu um karlar geti bara gert einn hlut í einu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2007 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.