Skagamenn í stuði og kvikmynd kvöldsins

Hvaða orð er það aftur þar sem þrjú S koma fyrir í röð? Ahhh, alveg rétt, rassskelling, einmitt það sem við erum að gera við KR-inga núna. Markatalan var 3-0 síðast þegar ég kíkti.

Er farin að halda að Jenný hafi jafnvel rétt fyrir sér með Tomma (ekki köttinn). Alla vega eftir að ég sá þessa kvikmynd í bið minni eftir 24:

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=b347f33d789dda2368f8367c20d656c6

Tommi bílstjóriOg þó. Ég var að muna eftir svolitlu:
„Ég sá Ástu vinkonu þína hálfnakta á Akratorgi í dag,“ sagði Tommi áðan. „Ef ég hefði ekki verið búinn að taka beygjuna hefði ég keyrt út af,“ bætti hann við og hló.

Grunnhyggnir þessir karlar. Ég mun halda áfram að kaupa upp gallana og rúllukragapeysurnar hjá 66°N í bið minni eftir manni sem kann að meta manneskjuna mig, ekki bara ægifagran barminn eða sexí leggina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég get ekki annað grátið  af hlátri sambandi við myndbandið sem þú geri  þú ert snillingur.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.6.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjáðu bara hvað Tommi er orðinn desperat yfir skilningsskorti þínum á signölunum frá honum.  Hann er farinn að glápa á Ástu bara vegna þess að hún skrapp fáklædd í bæinn. Woman get a live!

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Áfram KR - í blíðu og stríðu

Björg K. Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég tók strætóinn kl. 18.37 frá Mosó, hef verið nýsloppin út úr göngunum þegar veltan var. Tommi var þá fjarri "góðu gamni" en hvar var Ásta?

Heldurðu það, Jenný? Úps, ég á mér fínt líf en ekki mjög fáklætt líf reyndar. Á ég að fá mér þannig líf? Jenný þó! Knús til Kötlu!!! Hún kann að meta mig kappklædda!

KR stóð sig ljómandi vel í seinni hálfleik og náði að skora eitt mark, frú Björg. Skal galdra þannig að þeir sigri í næsta leik.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 23:07

5 identicon

Kæra mákona ...

Mig langar að biðja þig um greiða !

viltu vera svo góð að berja Tomma frá mér, fyrir að halda því fram að fornleifafræðingar séu að leita að ,,Drasli,,

Ég kem og tuska hann rækilega til á næstu dögum .....

Magga mákona (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 23:59

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Magga mágkona. Ég gæti hafa ýkt aðeins ... en Tommi var alla vega alveg rosalega fyndinn. Þú veist að þetta er bara öfund hjá honum. Hver vildi ekki vera eins og Indiana Jones? Ef ég mætti velja á milli kysi ég starfið þitt fram yfir hans!!! Ég skal samt lemja hann fyrir þig. Ég hefði bara gaman af því.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2007 kl. 00:14

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheheh - geturðu lamið hann líka fyrir mig?

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 00:21

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhe, já, já, Hrönn. Eftir að ég byrja verður svo erfitt að hætta. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2007 kl. 01:14

9 Smámynd: Ester Júlía

Ásta var örugglega í kringlunni líka.  Þar voru karlmenn sem snéru heilhring með höfðinu að glápa á hálfberan kvenmann (Ásta?) 

Ester Júlía, 11.6.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 863
  • Frá upphafi: 1515958

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 721
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband