Algjört beib og afmælisbörn

Ný og breytt manneskja gekk út af hárgreiðslustofunni í morgun. Hárið rosaflott, augabrúnirnar enn flottari. Miðað við viðbrögð nýju uppáhaldshárgreiðslukonunnar minnar bjóst ég við umferðaröngþveiti á Skagabrautinni. Því miður gerðist það ekki.

Annars fer glettilega lítið fyrir fegurð minni núna. Vakti allt of lengi en samt ekki yfir leiðinlegu myndinni sem ég hafði hlakkað til að sjá í nótt þótt ég hafi gjóað á hana augunum. Myndin var svo illa leikin og leiðinleg að ég varð spæld þegar vondu körlunum tókst ekki að drepa aðalgæann, Indy Jones-vonnabíinn. Jæks!  

BoggaBogga vinkona úr frumbernsku átti afmæli í gær. Hún svarar ekki í síma, er kannski í útlöndum. Henni finnst alltaf jafnfyndið að ég skuli muna eftir deginum hennar þar sem hún minnir ekki á hann eins og ég á minn.

Tvíburarnir úr mínum bekk í barnaskóla, Sigga og Alla, eiga svo afmæli í dag og á morgun hún Rósa Péturs. Þetta man maður ... Til hamingju, stelpur! Í landsprófsbekknum mínum á Króknum vorum við þrjú sem áttum sama daginn, 12. ágúst. Greinilega afar vinsæll afmælisdagur fyrir norðan.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alltaf svo flott  skvís.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hárlitun, augnhára- og augabrúnalitun og aðeins meiri klippingu. Svakapakki!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvurslags pjatt er þetta.... Hvað heitir hann?

Heiða B. Heiðars, 11.6.2007 kl. 17:14

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu er þeir svona rosaa "babevanir" á Skagabrautinni?  Taka ekki einu sinni eftir "makeoverinu" á þér kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skortur á augnlæknum gæti skýrt eitthvað ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2007 kl. 17:59

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha!

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 19:31

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

humm ertu að tala um mig sem sé illa .

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 90
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1987
  • Frá upphafi: 1495830

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1680
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Pítsa fyrir stráksa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband