Kælum kvikindið með öllum ráðum

George Bush er víst skrambi ánægður með kalda stríðið við Rússa. Hann gerir sér vonir um að það hafi kælandi áhrif ört hækkandi hitastig jarðar.

Conan_O'Brien_does_American_GothicÉg hef stundum skammast út í Jay Leno og sótt fast að fá frekar Conan O´Brien á SkjáEinn en hann er ekki jafnrosalega þjóðernislegur og sá fyrrnefndi. Leno kom mér skemmtilega á óvart í kvöld með þessum brandara um Bush. Ég hætti að þola Leno eftir 11. september þegar hann fór að gera grín að fátækt óvinarins, sem þá var fólkið í Afganistan. Talaði um samræði við geitur, búsetu í hellum ... og bandaríska þjóðin hló að þessum hallærislegu hryðjuverkamönnum.  

Þar sem ég lá dauðsyfjuð, eiginlega hálflömuð uppi í sófa áðan gat ég ekki skipt um sjónvarpsrás, þurfti að afplána Leno og hann, eða brandarahöfundar hans, skemmti mér bara vel í þetta skiptið. Vonast nú samt eftir Conan. Hann er frábær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann slumpast stundum á einn og einn góðan en yfirleitt þoli ég ekki svona republíkana.  Það var ekki horfandi á þáttinn eftir Clinton-Lwinsky "hneykslið" þvílík útvötnun á brandaralóninu mikla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æ, ég elskan þennan! Þótt það sé kannski ekki sama hvaðan gott kemur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.6.2007 kl. 01:05

3 identicon

Leno reynir nú að miða sinn húmor að miklu leyti við lægsta mögulega samnefnara, annars væri hann varla jafn vinsæll og hann er í dag. Hvað sem fólki finnst annars um það.

Annars verð ég nú að koma þvi að ég man varla eftir að hafa séð Leno þátt í nokkur ár án þess að hann segi að minnsta kosti einn brandara á kostnað Bush.

Einar Örn (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, kannski hef ég karlgreyið fyrir rangri sök! Ég sem hélt að ég væri ekki langrækin.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2007 kl. 01:28

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þú ert svo duglega að blogga að það er ekki fyndið..

Brynja Hjaltadóttir, 12.6.2007 kl. 01:29

6 identicon

úff ameríkanar vilja heyra sögur um hvað hermennirnir standa sig vel og hvað óvinurinn er hallærislegur ... merkilegt að það skuli vera til svona stórt saman safn af fíflum ... vona ég sé ekki of harðorð ...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:41

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

kvitt og knús (ekki hægt að skrifa í gestabókina þína.....:)

Heiða Þórðar, 12.6.2007 kl. 13:26

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Víst er hægt að skrifa í gestabókina, Heiða, ég fékk sko tvöfalt kvitt og knús frá þér, elskan mín. Spurning um rangar meldingar frá Moggablogginu ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2007 kl. 13:44

9 identicon

Mikið væri ég til í að sjá Conan hér á Íslandi! til þín sæta dúlla.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 40
  • Sl. sólarhring: 284
  • Sl. viku: 1937
  • Frá upphafi: 1495780

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1632
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Pítsa fyrir stráksa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband