Glitrandi haf og væl í lágmarki

Sléttur sjór 12/6 2007Ætlaði að horfa á hádegisfréttirnar á Stöð 2 en glampinn frá sjónum er svo mikill að ég næ ekki „merki“. Það borgar sig ekki að vera með neinar samsæriskenningar ... en eftir dularfullu atburðina fyrir neðan himnaríki nýverið sem leiddu síðar til sigurs á KR þá fer kvikna ýmsar spurningar.

Tók þess mynd rétt áðan frá nýju svölunum mínum. Granni minn í hinni risíbúðinni hefur ekki enn opnað út á sínar svalir, enda ætlar hann í meiri viðgerðir, sagði hann mér. Einhvers staðar á einum sementsturninum er kvikindið sem endurvarpar sjónvarpsgeislum til mín og hefur lamast í sjávarglitrinu. Nú vantar Fannberg til að busla í sjónum. 

Mun reyna að halda öllu væli í lágmarki ... en ég er að verða lasin. Svaf lengi og vaknaði með hálsbólgu og hausverk. Það er ekki liggjandi í rúminu mínu lengur en til hádegis vegna sólarinnar. Óp hamingjusamra gesta á Langasandinum skerast inn í hlustirnar á mér þar sem þeir svamla í sjónum og veiða hákarla á grillið. Ég sem ætlaði að gera svo margt í dag. Liggja í sólbaði, liggja í sólbaði og liggja í sólbaði á nýju svölunum. Vígja kvikindið. Á von á gestum seinnipartinn, það er spurning hvort þeir vilji láta smita sig af einhverju ... Best að drekka C-vítamínpillu leysta upp í vatni og sjá hvað gerist.
Annars hef ég vorkennt mér svo rosalega á meðan ég skrifaði þetta að líðanin er öll að skána.

Kubbur og Tommi on the svalsÞetta er nefnilega spurning um stuðning eða spark. Ég er stuðningstýpan og eflist öll við það, aðrir þurfa kannski spark, en það skiptir samt máli í hvaða samhengi. Hefði ég sagt við sjálfa mig: „Hættu þessu fjandans væli,“ liði mér án efa miklu verr og væri kannski búin að taka íbúfen í þjáningum mínum. Einlæg samúð Kubbs og Tomma hefur líka haft sitt að segja. Eru þau ekki sæt á svölunum?

Er að hlusta á kvikmyndatónlist á meðan ég blogga, Tvöfalt líf Veroniku. Mikil dýrðartónlist er þetta.  Mæli með henni. Goran Bregovic er enn í uppáhaldi eftir tónleikana.  Held að ég sé öll að koma til.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tónlist er meðal við svo mörgu. Hins vegar veit ég alveg hvað er besta ráðið við kvefi og slappleika ... en maður ætti kannski ekki að mæla með því hér, hmm?

Sjálfur dett ég stundum í smá depurð, en ég næ oftast að rífa mig upp strax og segja: "Hættu þessu væli, Doddi - þú ert frábær og fólk elskar þig. Hvað viltu meira???" (ég verð stundum reiður við mig fyrir að væla svona ... ) En varðandi annars heilsu og vanlíðan, þá finnst mér afar ljúft að fá vinalegar spurningar og óskir um betri heilsu.

Að þeim orðum sögðum vil ég senda þér þessar hjartans hlýju heilsukveðjur:

Kossar og knús,
vítamíndjús.
Gurrí er best,
sest aldrei á háan hest.
Faðmlag frá mér,
þú færð alltaf hér.
Og þegar ég hitti þig,
muntu hiklaust faðma mig.

Þó kveðskapurinn sé ekki dýr, þá er umhyggjan ávallt mikil. Bestu kveðjur frá sólarstaðnum Akureyri, og mundu bara hvað þú ert mikið æði. Þá verðurðu vonandi hressari og veikindin flýja. Knús knús og kossar og svakalega flottasta faðmlagið!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svei mér ef ég er ekki orðin miklu hressari ... allt fallegu kveðjunum þínum að þakka! Takk skan! 

Settist út á svalir áðan en hafgolan feykti mér inn eftir smástund, eins og Siggi stormur var búinn að spá fyrir um.   

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elskan verst að þú sért lasinn vonandi batnar þér fljótt. Fallegar myndir hjá þér. Knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús á móti

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2007 kl. 17:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku kerlan, er sjálf með hita (til að sýna samkennd með þér og Jenny nottla).  Láttu ekki feykja þér of langt, eða fram af svölunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 18:22

6 identicon

Gott hjá þér að hlusta á Preisner! Tónlistin úr Rauðum og Bláum er líka himnesk!

Sigga (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:01

7 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 13.6.2007 kl. 11:03

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, Sigga! Best að kaupa hana líka.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 224
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 1495710

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Pítsa fyrir stráksa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband