Áskorun til Stöðvar 2

Kynnarnir Ant og DecMig langar að skora á Stöð 2 að hætta með American Idol, þann þreytta þátt, og sýna frekar breska þáttinn, Britain´s got Talent þar sem leitað er að hæfileikafólki á öllum aldri. Þessir krúttmolar á myndinni, Ant og Dec, eru alveg dásamlega skemmtilegir.

Þegar ég heimsótti Katrínu okkar allra til Bretlands haustið 2004 sá ég sérstakan þátt með Ant og Dec og varð samstundis aðdáandi, þeir voru ferlega fyndnir. Þeir kynna þennan þátt, eins og sjá má alla vega á fyrra myndbandinu (í síðustu færslu). Kíkið á þennan símasölumann (ef ég heyrði rétt) syngja hið dásamlega Nessum Dorma á ógleymanlegan hátt. 

 
http://youtube.com/watch?v=1k08yxu57NA&mode=related&search=
Jóna setti inn hlekk á þetta í athugasemdadálkinn með síðustu færslu (þar sem litla stelpan var í sömu keppni) en þessi hlekkur hér er lengri og sýnir dóminn líka. HVAÐ SAGÐI SIMON? Úhú!

Annað: Á í einhverjum vandræðum með að skrá mig inn á Moggablogg. Dett út við minnstu hreyfingu. Svona hefur þetta verið í nokkra daga. Kannast einhver hlustandi við þetta?

Svo segi ég bara góða nótt og svít dríms, darlings!InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

American Idol sucks!!!!!!

Eva Þorsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Og já, ég kannast við vandamálið með inntenginguna á bloggið......... hélt kannski að mbl væri að reyna að losa sig við mig :)

Eva Þorsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:10

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hélt það líka, Eva! Þeir breyttu talningakerfinu og sjálfstraust mitt hrundi úr 48. sæti niður í 98. Kærði mig kollótta yfir vinsældahrapinu ... alla vega sleikti sárin og hélt ótrauð áfram að blogga. Svo hófst þetta og ég fór að hugsa minn gang. Gamla síðan á blogcentral.is er enn á lífi, bara svo troðfull af auglýsingum og flóknu ferli við að setja inn myndir. Þetta fer að verða spurning ... hmmmm! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:14

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ant og Dec eru dúllur aldarinnar. Ég var einmitt svo glöð að sjá að þeir eru enn að þegar ég horfði á síðasta bloggtengil hjá þér. Ég bjó í Bretlandi frá 92-99 og man eftir þeim sem 2 ofvirkum unglingum sem sáu um barnatímann! Þeir hafa nokkurn veginn EKKERT breyst bara róast um nokkur desíbel.

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:16

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eina tvíeykið á Íslandi sem gæti hugsanlega verið "Ant og Dec" Íslands eru Simmi og Jói, mér finnst þeir yndislegir. Afslappaðir og fyndnir. Það skiptir máli.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:23

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það væru góð skipti ef gerð væru. "Britain´s got Talent" er langvinsælasta sjónvarpsefnið hér þessa dagana.. well, kvöldin. Og það besta við þessa stórskemmtilegu þætti er að öll fjölskyldan getur horft á þá saman og allir haft jafngaman að!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2007 kl. 02:29

7 Smámynd: Ester Júlía

Er löngu hætt að horfa á American Idol..heil sería síðan! . Æi maður er bara komin með leið á þessu.  Frábær hugmynd  að fá Britain´s got Talent inn í staðinn. Hef lent í þessu innskráningaveseni  en ekki í dágóðan tíma þó.

Ester Júlía, 13.6.2007 kl. 06:57

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

velkomin á wordpress.com, þar er gaman að vera

Engar auglýsingar, mjög þægilegt viðmót, en myndir kannski sakna vinahrúgunnar.  En ef ekki, endilega prófa.  Ég hef einmitt oft pirrað mig á þessu með innskráningu á moblo. 

Hann Paul símasölumaður hefur yndislega tenórrödd, mér fannst frábært að dómararnir skyldu ekki gera grín að honum heldur taka hann alvarlega þó þetta lag/tónlistarstefna sé nú ekki beinlínis standardinn í Ædolinu. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.6.2007 kl. 09:30

9 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Hurðu ég veit ég tala fyrir hönd alls samfélagsins hér inni á netinu. Þú hefur talað mikið um klippingu, litun og plokkun. Hvernig væri að henda inn mynd af dísinni í himnaríki og leyfa okkur hinum að njóta með......

sólarkveðja úr Skagafirði frá ristjóranum sem bíður og bíður................

Guðný Jóhannesdóttir, 13.6.2007 kl. 09:30

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það væri mjög góð hugmynd.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2007 kl. 09:51

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þennan þátt langar mig að sjá.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 10:38

12 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála

Ólafur fannberg, 13.6.2007 kl. 11:01

13 identicon

Ég fékk nú bara tár og kökk þegar ég sá myndbandið með símasölumanninum   Styð þessa tillögu eindregið, hin ædolin mega alveg missa sín ef þessi þáttur kemur í staðinn.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 1505940

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband