Yrði innlyksa á Skaganum

StrætóSá vítahringur er að skapast að með minnkandi þjónustu Strætó bs hætta sífellt fleiri að nota þennan samgöngumáta sem ætti að vera svo góður. Færri farþegar og enn minnkandi þjónusta o.s.frv.

Sem betur fer er leiðin mín mjög vinsæl, eða Akranes-Mosfellsbær, annars yrði ég að kaupa mér bíl eða verða ella innlyksa á Skaganum. Tek það fram að þrátt fyrir ögn skerta þjónustu í nýjasta leiðakerfinu er ég afar ánægð með Skagastrætó. Vildi bara óska þess að þetta þriggja tíma hlé um miðjan dag yrði slegið af. Ætla í mat til vinkonu í kvöld og erindast aðeins í bænum. Það var of snemmt að taka vagninn 11.41 og því þarf ég að bíða til 15.41 eftir næsta sem er frekar seint. 

Það er alveg ömurlegt að bæði starfsmenn og aðstandendur geti ekki lengur tekið strætó á Vífilsstaði. Hverjum datt þetta í hug? Vafalaust einhverjum sem ekur um á einkabíl.

Hvernig væri að fá mig sem ráðgjafa til Strætó? Ég hef notað þennan samgöngumáta síðan snemma á níunda áratug síðustu aldar og geri aðrir betur. Þegar ég hafði loks efni á bíl var ég orðin vön strætó og fannst það bara henta mér ágætlega.

Ég skora á Strætó bs að lagfæra þessi mistök og setja Vífilsstaði inn í leiðakerfið aftur. Halló! Þetta eru almenningssamgöngur og ættu því að vera þannig að almenningur komist leiðar sinnar með góðu móti.  


mbl.is Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er hörmungarþjónusta, ég get nú ekki alveg verið sammála þér með skagastrætó fyrst hann tekur þessa löngu siestu þarna um miðjan daginn. Það virkar á mig sem heldur glatað.

Það virðist allt vera gert til að koma strætó fyrir kattarnef.

Ragnheiður , 13.6.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er alltaf verið að kvarta yfir að ekki nógu margir notist við strætó.  Fibblin, audda notar fólk ekki strætó þegar EILÍFÐARTÍMI ER MILLI FERÐA og fer stöðugt versnandi.  Arg.  Í mínu ungdæmi var strætó á 10. mín. fresti, nema örfáir á 15. og Hafnarfjarðarstrætó klukkutímafresti og Kópavogur á hálftíma for craying out loud.  Tala um versnandi heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, var að fatta að þetta er fjögurra tíma hlé um miðjan dag! Voru alltaf þrír tímar!

Ég man að eftir að ég flutti í bæinn var leið 1, Norðurmýri-Lækjartorg, á 10 mín. fresti. Hinir voru á 12 mínútna fresti. 

Er farin að halda að þetta sé allt eitt stórt samsæri. Samráð bílasala kannski? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 184
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 2101
  • Frá upphafi: 1495670

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1737
  • Gestir í dag: 155
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Kattamál
  • Kisudraumar
  • Elsku Inga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband