Dúndurfréttir og fleira stöff

Í dennEftir fjöldamargar áskoranir undanfarið um að birta ásjónu mína eftir nýjustu fegrunaraðgerðir þá hef ég reynt að mynda mig frá öllum sjónarhornum. Besta myndin náði bara hálfu vinstra auga og svoleiðis mynd birtir maður ekki á virðulegu bloggi. Ég gæti vissulega endurbirt myndina af okkur Tomma í baði síðan um daginn en allir eru orðnir þreyttir á eilífum endursýningum, sbr. sjónvarpsstöðvarnar.                              Fann samt eina eldgamla mynd þar sem fyrrverandi og erfðaprinsinn fengu að fljóta með.

Mikið rosalega er gaman að vera heima í fríi. Nú er ég að horfa á gamlan þátt með Hemma Gunn í sjónvarpinu. Feðgarnir Pálmi og Siggi ... og Gummi Ben og Pétur hafa verið að sýna snilldartakta. Þeir síðarnefndu léku báðir hlutverk Jesú í rokkleiknum JCSuperstar.

Ég bloggaði einu sinni um Sigga Pálma, nýju plötuna hans sem ég var svo hrifin af. Tók sem dæmi að mér tókst að liggja í baði í gegnum hana alla, ég sem nenni aldrei að hanga lengi í baði þótt ég elski bað. Einhver Stressríður tekur stundum yfir., enda tíminn til að horfa á sjóinn dýrmætur.

Lofsöng plötuna í Vikunni í kjölfarið. Frétti síðar að Siggi hefði orðið ánægður með að ég minnist ekkert á það að hann væri af miklu tónlistarfólki kominn ... bla,bla, eins og flestir aðrir gerðu í dómum sínum. Mér finnst Siggi algjörlega standa fyrir sínu, einn og óstuddur.

SúperstarKynntist Gumma Ben í gegnum gamla vinkonu sem var með honum í hljómsveit, algjör eðaldrengur, Olga, konan hans, er bloggvinkona mín ... mont, mont! Pétur kom í viðtal til mín einu sinni á Aðalstöðina með Matta en þá voru Dúndurfréttir að fara að halda tónleika á Gauknum, eiginlega nýbyrjaðir. Ég ætlaði að stríða Matta og Pétri í viðtalinu og spurði þá sakleysislega: „Strákar, fáið þið engar kjaftasögur á ykkur, svona hljómsveitagæar?“ „Nei,“ sögðu þeir og hristu hausinn, „við höfum ekki orðið mikið varir við það!“„Ja, ég heyrði að þið væruð gagnkynhneigðir, alla vega hluti ykkar, er það rétt?“ spurði ég lævíslega.
Ormarnir föttuðu þetta strax og sögðust sko vera gagnkynhneigðir! Það er miklu auðveldara að blöffa á þennan hátt á enskunni.

Það styttist í bæjarferð. Ætla að taka vagninn kl. 15.41 en skreppa jafnvel fyrst í Skrúðgarðinn og fá mér latte. Var að fatta að þriggja tíma pásan á strætóferðum milli Akraness og Mosfellsbæjar er komin upp í fjóra tíma!  Það er frekar langt! Þótt það væri ekki nema ein ferð þarna á milli ... Hlakka til að hitta Laufeyju mína og borða með henni. Svo verður matreiðslunámskeið í himnaríki á morgun. Meira um það síðar.

Úúúúúúú, nú eru Dúndurfréttir að flytja Easy Livin´ með Uriah Heep. Ég elska þessa stráka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ert þú á myndinni?

Már Högnason (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æi, þessi með hárið ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 14:39

3 identicon

Já, auðvitað. Sé það núna.

Már Högnason (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 14:43

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Jesús, þið eruð ekkert smá hárprúð, af hverju er þessi stíll ekki lengur í tísku??? Njóttu dagsins, vinkona, hvenær ertu búin í sumarfríi? Ég var nefnilega loksins að bóka ferðina mína heim, og verð fyrir sunnan þann 16 og 17 Júlí, kannski að við getum stefnt okkur mót inní borginni, drukkið einn kaffibolla...

Bertha Sigmundsdóttir, 13.6.2007 kl. 15:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Strætó í 4 tíma siesta og þú streðast við að vera jákvæð.  Ég elska þig.  Mér finnst myndin af þér æði.  Svo mikið þúúúú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 16:00

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er að velta fyrir mér neðri myndinni. Er þetta tekið við fjölskyldudinner?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 17:18

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, neðri myndin? Ja, það má segja það, þetta var í afmælinu mínu í fyrra. 12. ágúst!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:28

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bertha, hlakka til að fara á deit með þér. Við finnum okkur tíma, elskan.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:30

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Myndin er góð, má samt biðja um órafmögnuðu útgáfuna?

Heyrðu, kallarnir hennar Olgu eru frændur mínir. Gasalega kynvísir gaurar. Hvað ertu að gera með að hitta einhverja Laufey sem er ekki ég? Þvílíkt og annað eins! Góða skemmtun annars! Er að flippa á strætó þessa dagana! Urrrrr Samúð!

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:58

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Svakaleg er myndin af þér góð  skemmu þér vel í Skrúðgarðinum.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2007 kl. 18:30

11 identicon

 OH hvað sumar konur eru stoltar af sumu sem stendur í þessari bloggfærslu þinni  -TAKK!!!! Ég skil vel að Siggi hafi verið ánægður með það sem þú skrifaðir ekki. Þegar ég bloggaði um daginn um hann VilHelm sem kom fram á AIM-Festival hér á Akureyri þá sleppti ég meðvitað tengingunni "Villi Naglbítur", fannst að þar sem hann væri að kynna sig sóló ætti hann að fá að vera hann án tengingar við 200 þúsund naglbíta. Hitti hann stuttu seinna og hann var mjög hamingjusamur með þessa ákvörðun. En Gurrí - þar er einn listamaður sem þú fílar örugglega. Diskurinn hans fer að koma út bara rétt bráðum. Hér er Myspeisið hans.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 18:41

12 identicon

ansi skondin mynd

Hulda (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 21:00

13 Smámynd: www.zordis.com

Jedúdda hvad zid erud fönguleg!  Vild og hamingjusöm ...... sumarkvedjur í Himnaríki.

www.zordis.com, 13.6.2007 kl. 21:36

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sumarkveðjur á móti ... jamm, þetta er skondin mynd, vona að sem flestir hafi trúað því að myndin hafi verið af litlu fjölskyldunni minni. Múahhahahahah! Held að ég hafi ekki verið svona kúl á níunda áratugnum en sumar samstarfskonur mínar voru það. Vona að þær eigi sem flestar myndir sem sanna það. Hlakka til að hlusta á Villa. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:45

15 Smámynd: Saumakonan

ómææææ... ÉG á mynd af sjálfri mér með svona öhhh.... kanski ekki aaaalveg svona slæmri.... en samt slæmri hárgreiðslu!!!  Kræps!!!

ps... hvað er langt frá Húsafelli til Himnaríkis?????

Saumakonan, 13.6.2007 kl. 23:44

16 identicon

Gurrí - Ég á voða bágt núna - ég er búin að láta hvern bensínafgreiðslumanninn á fætur öðrum snúa öllu við til að finna fleiri Vikur en þá nýjustu til að sjá umfjöllunina þína um diskinn hans Sigga - þeir eru allir að vilja gerðir en samt farnir að líta mig dálitlu hornauga - hvaða tölublað var þetta? ... svona svo við björgum geðheilsu þeirra og minni

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:52

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sorrí ... argggg, það eru nokkrar vikur síðan. Ég skal redda þessu eftir helgi þegar ég er komin aftur í vinnuna. Ef það eru afgangsblöð þá eru þau yfirleitt alltaf endursend til okkar.

 Frá Húsafelli til himnaríkis? Ummm, hálftími, klukkutími? Ætlar þú að kíkja í kaffi, saumakona?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 00:04

18 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, ég er að missa af alveg rosalegu að taka ekki sumarfrí á sama tíma og þú, en kringum 12. ágúst held ég að það smelli saman. Sakna þín, en bloggið bætir aðeins úr. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.6.2007 kl. 00:32

19 Smámynd: Saumakonan

hvur veit.. hvur veit... verð allavega þarna um miðbik næstu viku en veit ekki hvort við verðum eitthvað á ferðinni eða bara liggjum í bleyti í pottinum hehe

Saumakonan, 14.6.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 187
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 1505940

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband