Myndir, myndbönd, hetjusaga og meiri neimdroppings

Fegrunaraðgerðir misheppnast ekki allarÞetta var skemmtileg bæjarferð í dag og kvöld og steikti fiskurinn bragðaðist einstaklega vel hjá Laufeyju og Jóni Steini.

 

Ókei, hér er loks mynd sem sýnir þvílíka ægifegurð sem klippara tókst að laða fram með því að einbeita sér að hári, augabrúnum og augnhárum. Var hálffeimin við ljósmyndarann og leit undan. Sætur hattur úr ljósakrónu efst ...  
 

Tommi bílstjóri var á seinni vaktinni, ók mér báðar leiðir, og var eiturhress eins og vanalega. Hann sagði mér að hann hefði þurft að keyra Hvalfjörðinn sl. sunnudag í áætlunarferðinni suður og fór aftast í langa röð bíla. Göngin voru lokuð eftir bílveltu sem við rétt misstum af á leiðinni á Skagann skömmu áður. Þetta setti alla áætlun úr skorðum og tókst bara að hafa eina kvöldferð frá Mosó í stað tveggja.  
Svo ég haldi nú áfram að droppa frægum nöfnum þá mætti ég sjálfum Emil af Moggablogginu í lúmsku brekkunni sem liggur upp að Ártúni.

VikanFór upp í vinnu og sótti nýjustu Vikuna, var spennt að sjá hvernig forsíðuviðtalið kæmi út, það sem ég tók í síðustu viku við Ernu, eiganda Rúfusar, fallega hundsins sem lofaði mér eilífri ást og ég honum. Inga vinkona benti mér á Ernu og sagði að hún ætti heilan helling af lífsreynslusögum handa mér, hún hefði lent í ýmsu í lífinu. Fyrir þá sem ekki vita þá eru lífsreynslusögurnar í Vikunni sannar og stendur yfir eilíf leit að krassandi og góðum sögum.  (gurri@mi.is)

Erna fékkst í viðtal og vá, þvílík saga sem konan hefur að segja!
Níu ára gömul var hún á gangi eftir Hverfisgötunni og á leið í heimsókn til frænku sinnar. Litli bróðir hennar var með í för, fimm ára. Allt í einu stoppaði bíll hjá þeim og tvær konur frá Barnaverndarnefnd gripu börnin og óku þeim í fóstur út á land. Viku seinna var þeim komið í endanlega vistum á Kumbaravogi. Heimilisvinur þar misnotaði nokkur af börnunum, m.a. bróður hennar, og sjálf var hún á stöðugum flótta undan manninum. Mamma Ernu var mjög blíð og góð en átti við drykkjuvandamál að stríða, ekkert þó sem afsakaði að missa svona frá sér börnin. Þegar mamman fékk sér í glas fór Erna alltaf með litla bróður til vinafólks á efri hæðinni og þau gistu þar. Ernu gekk vel í skólanum og var hamingjusamt barn fram að þessu. Saga hennar er sláandi og ein samstarfskona mín sagðist hafa grátið yfir henni.

Þessi hetja ætlar að koma í heimsókn í himnaríki á morgun, ásamt Ingu, og saman ætlum við að læra af Ingu hvernig á að elda góða kjúklingarétti. Inga er sprenglærð í matreiðslu.

Fékk þetta myndband sent frá góðri vinkonu sem býr í USA. Langar að deila því með ykkur:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=2022646177


Annað myndband, eiginlega ansi skondið. Ég man ekki eftir þessum megrunarkúr en hann var vinsæll í kringum 1971:
http://www.youtube.com/watch?v=73CKpn-5uc4

Myndin hér að neðan er af nýlegri megrunarkúr! Hehhehehehe! 

Í megrun

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það eru fleiri en ég farnir að flokka.  Er það auglýsingin með Jesú yngri sem gerir þetta að verkum, þessi "flokk jú".  Hehe

Æðislegt kvennamyndbandið.  Bjútífúll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 01:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleymdi einu, myndin af þér er stórkostlega sæt.  Hvenær fáum við að sjá það sem upp á vantar??

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 01:09

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Í afmælinu mínu. Verður þú ekki á landinu 12. ágúst?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 01:11

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Skondið myndband.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 09:31

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætlaði að vera í Peking en ég sleppi því fyrir afmælið.  Ertu ekki 16. eða 18. ágúst á sama degi og MADONNA???

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 11:53

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gáta fyrir Jennýju:

Ég er fjórum dögum eldri en Madonna sem á afmæli 16. ágúst ... og gettu nú.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 12:01

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fannst engum megrunarvídeóið fyndið? Ayds-kúrinn? Og Diet-vatnið á neðstu myndinni? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 12:02

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Diet vatnið er stórkostlegt. Megrunarmyndbandið er sorglegt. Hugsa sér að einhvern tíma hafi verið hægt að telja fólki trú um að karamellur gerði það grannt . kvennamálverkin... beautiful. Horfði dáleidd á það.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.6.2007 kl. 18:25

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér fannst nafnið á megruninni einstaklega óheppilegt ... Ayds hefur breytt lífi mínu ... með hjálp Ayds ... (þegar konan fór að tala fékk ég taugaáfall, hélt að hún meinti Aids) ... það hugsa ekki allir jafnkvikindislega og moi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 207
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 2124
  • Frá upphafi: 1495693

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 1759
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Kattamál
  • Kisudraumar
  • Elsku Inga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband