Djúppælingar dagsins

Loks gat ég horft á hádegisfréttirnar í sjónvarpinu. Sl. tvo daga hefur ekki komið merki, ekki náðst skilningur á milli loftnetsins míns og draslsins ofan á Sementsverksmiðjunni. Ég er ekki þekkt fyrir samsæriskenningar en hugsa samt  ... hverju var verið að leyna mig?

Sexí skipstjóriFínar fréttir í dag. Svo að ég geri nú eins og sumir vinsælir bloggarar og endursegi fréttirnar þá mega ellilífsþegar fara að vinna fljótlega án þess að lífeyririnn skerðist. Já, og bærinn er fullur af sjóliðum, hátt í 700 girnilegum kroppum. Ég fjarri góðu gamni en samt svo sorglega nálægt. Hver vill svo sem sjóliða þegar matreiðslunámskeið býðst?

Þetta er bara svo skrambi gott veiðiveður. Nógu hlýtt til að hægt sé að hneppa frá efstu tölunni á Max-gallanum og setja lambhúshettuna í vasann.

Stór kostur við að eldast er sá að nú flauta ekki bara óbreyttir sjóliðar á mann, heldur líka yfirmenn, jafnvel skipstjórarnir sjálfir. Það var ákveðið sjokk á sínum tíma þegar aðdáunin fór að færast frá skólastrákunum yfir á kennarana og síðar á skólastjórana (þá fáu sem eftir eru karlkyns) en þannig er gangur lífsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fítfíjú (flaut)

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: Ólafur fannberg

bibb bibb

Ólafur fannberg, 14.6.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Löngun mín til að fara í bæinn hefur stórlega minnkað, hver þarf flaut og aðdáun sjóliða þegar hann á svona guðdómlega bloggvini?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 13:19

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Gurrí mín ég mundi bara að fara að veiða fínt veiðiveður.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 14:11

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Brytinn og skipstjórinn og stýrimaðurinn og bara flottustu gaurarnir, hver vill háseta þegar annað býðst?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 15:42

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Varð hugsi eftir að ég las pistilinn þinn  Jú það hefur nú eitthvað dofnað yfir flautinu þegar maður lítur til baka  Svo hef ég lent talsvert í því undanfarin (örfá) ár að menn á aldur við pabba eru að renna til mín hýru auga  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 19:16

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Argggg, gaman hjá okkur ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 662
  • Frá upphafi: 1505953

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 532
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband