Breytt áætlun, undarlegt barnaefni og enn undarlegra fullorðinsefni

Hvanneyri 2005Ætla í sumarbúðirnar á morgun, í stað þess að fara á laugardaginn og koma til baka sama kvöld. Það er svo mikið að gera, m.a. í skráningunni, að það er vel þegið að fá eins og einn þræl til hjálpar. Ég þarf líka að fara um allt með myndavélina og fá Davíð frænda til að setja afraksturinn á Netið, www.sumarbudir.is. Þið kíkið kannski á snilld mína á föstudagskvöld/laugardag.
Fæ far með Ellýju en hún heldur utan um karaókíkeppnina um helgina og þjálfar krakkana, mun gera það í allt sumar. Ellý hefur komið að sumarbúðunum í mörg ár og ekki bara séð um tónlistina, heldur líka kennt myndlist og íþróttir. Hún er svo fjölhæf, þessi elska. Smáplögg ... Ellý er með myndlistarsýningu á Draugasetrinu á Stokkseyri og stendur sýningin fram eftir sumri.  

Barnatíminn ...Rosalega hefur barnaefni í sjónvarpi breyst síðan Rannveig og Krummi voru og hétu og ég horfði á Lobba í Stundinni okkar með erfðaprinsinum. Heyrði eftirfarandi í barnatímanum á Stöð 2 í dag: „Ekki segja mér að þú sért í skilorðseftirlitinu. Hvað viltu hitta mig oft?“ sagði sexí kvenkyns teiknimyndapersóna. „Hvernig fórstu að því að útvega tryggingaféð?“

Brooke

 

 

Fleira sexí, nú úr boldinu:
Tómas ætlaði að flytja út frá mömmu vegna andstöðu hennar við Gaby, ólöglega en fallega innflytjandann. Taylor er í losti og getur varla hreyft bólgnu varirnar. Hún trúir því ekki að Tómas sé í alvöru hrifinn af Gaby. Í þættinum í gær hefur Taylor örugglega klagað í útlendingastofnun því að þegar ungu hjónin ætla út úr dyrunum mæta þau löggunni. Gaby er handjárnuð, eins og um morðingja sé að ræða. Hvað er Bush að pæla? Orðum geðþekka geðlæknisins er trúað um að þetta sé sýndarhjónaband en í alvöru elska þau Tómas og Gaby hvort annað, eru meira að segja búin að sofa saman. Á síðustu stundu birtist lögfræðingur Gaby og bjargar henni. „Þið trúið frekar orðum bitrar tengdamóður en ástfanginna hjóna,“ segir lögmaðurinn. Kynslóðaskipti eru greinilega í nánd í boldinu. Kellingarnar eru að verða old news.
Brooke elskar Nick (og hann hana) en gerir allt til að tryggja hamingju Bridget dóttur sinnar. Hún er búin að tæla bjargvætt Taylor, gaurinn sem var svo skotinn í Bridget og reyndi svo ákaft að fá hana til að yfirgefa Nick. Einhver skortur á leikurum í Ameríku veldur því líklega að allir sofa hjá öllum og giftast hver öðrum til skiptis. Mér finnst ekki ólíkleg að Brooke giftist þessum gaur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða ferð í sveitina mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sama hér..... hafðu það gott

Eva Þorsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ef þau eru búin að sofa saman þá hljóta þau að vera ástfangin! Ég er mjög fegin að þú nennir að öppdeita mig reglulega! Brooke giftist örugglega þessum líka, hún hefur a.m.k. ekki gifst honum áður og það sem meira er... hann er á lausu! Annars er boldið að toppa sjálft sig og ég er í verkfalli! Ég er aldeilis hneyksluð á Taylor!

Og góða ferð og skemmtun!

Laufey Ólafsdóttir, 14.6.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Taylor var alltaf góða konan ... það er greinilega að breytast. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 22:30

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Oh Gurrí þetta er nú meiri draman..... já hún er að verða vond kona  iss ég sem hélt að hún væri skynsöm hún Taylor.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skynsemin var tekin úr heilanum á henni og sprautað í varirnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.6.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Taylor er orðin svo agressív að ég yrði ekki hissa þó hún yrði bráðum skrifuð út úr þáttunum, ha, Gurrí, ha? Þú ert búin að skoða framhaldslíf þessara mjög svo elskuðu persóna í Ameríku, hvað heldur þú?

Vilborg Valgarðsdóttir, 14.6.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Já, barnaefnið er oft æði skrautlegt - greinilega nýir tímar.  Skemmtu þér vel í sumarbúðunum darling !

Svava S. Steinars, 14.6.2007 kl. 23:46

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Stelpur, stelpur, stelpur, Taylor á eftir að byrja með honum Nick (í alvöru), kærasta Bridget og ástmanni Brooke og syni Massimo og bróður Ridge. Hún og Brooke eiga eftir að berjast um NICK, hann verður hinn nýi Ridge. Sá þetta þegar ég kíkti á framtíðina (á Netinu). 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.6.2007 kl. 00:33

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Frábært að fylgjast með Bold hjá þér.  .  Er ekki með stöð 2

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.6.2007 kl. 01:37

11 Smámynd: Gunna-Polly

bíðið bara Amber á eftir að koma aftur og giftast þeim öllum þar er sko hörkukvendi á ferð  

Gunna-Polly, 15.6.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband