Skúbb - Ellý hætt í X-Factor!

Loksins komin á áfangastað. Við lögðum af stað seint um síðir, þurftum að gera mjög áríðandi hluti í Reykjavík, eins og að kaupa kaffi í Kaffitári, koma við á Stokkseyri og kaupa ís á Selfossi.
Að sjálfsögðu var skúffukaka í kaffitímanum, jess, og kjúklingur í kvöldmat. Sorrí þetta með matinn en ég h ef svo oft bara verið í kvöldmat á laugardögum og þá eru fj. pylsur, ekki matur fyrir dömur.

Fékk leyfi hjá Ellýju að skúbba með það að hún ætlar EKKI að vera með í X-Factor næsta vetur.
Ég skil hana vel og er fegin hennar vegna, þvílík vinna sem þetta var á henni sl. vetur, það minnsta var að sitja með hinum dómurunum í sjónvarpinu. Alltaf eitthvað samviskubit út af börnunum og líka myndlistinni!

Ellý er að æfa krakkana í karaókíinu og þau rosaspennt að fá svona stjörnu ... hehehehehe. Spurningar eins og: Fannst þér ekki leiðinlegt að þurfa að senda Alan heim? Ohhh, elskaðir þú ekki Hara-systur? dundu á henni.
Ellý er fín á krakkana, ströng en sanngjörn og kann sitt fag. Sem betur fer verður keppnin annað kvöld þannig að ég get væntanlega hlustað áður en ég fer heim. Davíð frændi er að aðstoða í karaókíinu og gat því ekki hent inn myndunum á sumarbudir.is. Verður gert í kvöld.

Hilda nálgast, best að halda áfram að vinna ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að það er gaman í sumarfríinu  

Hulda (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er meiri X-faktor á döfinni? OMG Kveðja í sveitina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 18:03

3 identicon

hafðu að gott vinkona ... ísstopp er sko heldur betur nauðsynlegt þegar för er heitið í sveitina

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:29

4 identicon

Ég les nokkra fjölmiðla yfir daginn, ég heyri núna í skemmtiferðaskipi að básúna flautu yfir Eyjafjörðinn ... en það hefur ekkert með þetta komment að gera í raun, heldur finnst mér frábært að fá bestu fréttirnar og skúbbin frá henni Gurrí. Hún er traust ... ef það verður einhvern tíma gerð auglýsing um Gurrí, þá vil ég fá að leika í henni!!

En ef Ellý er hætt í X-Factor, þá spyr ég eins og Jenný Anna ... : Verður meira X-Factor? Nú veit ég og heyrði og sá í sjónvarpinu að Bubbi verður í einhverjum svona "Leitin að Bubba" þætti, ... verður það til móts við X-Factor eða kemur það í staðinn? Þessir Idol og X-Factor þættir sinna mjög ákveðnu hlutverki fyrir okkur landann: við skemmtum okkur yfir þeim góðu ... og við skemmtum okkur yfir hinum líka. Við finnum þarna nýjan talent, sem við annars hefðum mögulega ekki kynnst, og flóran verður æ meiri. Það að finna Jógvan og Hara finnst mér alveg frábært til dæmis!

Þetta hlýtur að vera erfitt, að vera dómari, og Ellý er eflaust að taka rétta ákvörðun - en ég bíð spenntur eftir frekari skúbbum og treysti á hana Gurrí mína til að flytja þær fréttir ... þ.e. ef Ellý t.d. veit eitthvað sem við hin vitum ekki.

Hmm... er kommentið nokkuð orðið lengra en færslan? ... Doddi blaðrari!

Knús og kysser til Akraness og Himnaríkis!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:55

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér skilst að það verði X-Factor í eitthvað breyttri mynd, þarf að yfirheyra suma betur ... ef "þeir" (Ellý) mega segja frá ... Ég veit að það er langur biðlisti af málverkapöntunum hjá henni og synd að hún sinni myndlistinni í hjáverkum, nú verður breyting þar á. Kíkti við á sýningunni hennar á Stokkseyri og tók myndir ... mun setja inn þegar ég kem í himnaríki annað kvöld ... og helling í viðbót.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.6.2007 kl. 19:58

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ÉG segi nú bara,

Húrra fyrir fröken Ellý!

Húrra fyrir "Dodda litla" að taka svona vel um og fallega við þig, sem hann á kyn til!

Og húrra fyrir þér afþvíbara!

es. Ætlarðu ekki að bjóða mér í klúbbinn?

(er ekki að meina þennan við Gullinbrú!)

Magnús Geir Guðmundsson, 15.6.2007 kl. 22:17

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Skilaðu endilega kveðju til Ellýar frá mér, við vorum bumbuvinkonur á fæðingadeildinni fyrir tæpum 8 árum, en ég "týndi" henni áður en ég flutti út. Myndi mjög gjarnan vilja heyra frá henni aftur.. og Nottingham er góður staður fyrir myndlistasýningar .

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.6.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband