... heldur frelsa oss frá illu kaffi

Kaffi eða djöfladjúsFrétti að maður, kenndur við kross, beini nú spjótum sínum að drykkjufólki sem djöflar í sig ógeðsdrykknum kaffi. Mér finnst þetta frábært. Loksins er ráðist á þessa óhæfu sem kaffidrykkja er. Hversu margar fjölskyldur ætli hafi tvístrast og sundrast vegna kaffidrykkjusýki annars foreldrisins á heimilinu, jafnvel beggja? Hversu margir ætli eigi um sárt að binda vegna neyslunnar? Ég er ekki saklaus, ætla ekki að reyna að afsaka mig. Flest óhæfuverk sem ég hef framið í lífinu hafa verið undir áhrifum koffíns, m.a. fjölmargar bloggfærslur.

Viðvörunarmerkin voru alls staðar þegar ég fer að hugsa út í það. Í Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi, sem ég las á unglingsaldri, kemur berlega fram hættan af því að drekka kaffi og var Ketilríður nokkur nefnd sérstaklega til sögunnar, en hún þambaði kaffi með hlóðabragði í lítravís og slúðraði í kjölfarið.
Erfðaprinsinn minn reyndi líka að vara mig við einu sinni og sagðist vera stórhneykslaður á því að hafa séð áhöld til kaffineyslu inni í eldhúsi hjá mömmu sinni.

Mér finnst frábært að loks hafi fundist gott málefni til að berjast fyrir, eða öllu heldur gegn. Hef einhvern veginn aldrei fundið mig í andúð á samkynhneigðum, hatri á rokktónlist, hneykslan á konum með stutt hár eða konum í buxum. Nú erum við laus við reykinn á kaffihúsunum, næst berjumst við gegn kaffi! Held að fólk geti drukkið te. 

Heiða í himnaríkiMikið var gaman að fá Heiðu í heimsókn. Henni gekk vel að rata til himnaríkis, enda held ég að Skaginn sé ekkert of flókinn fyrir utanbæjarfólk. Hún kom með djöflatertu með sér, svakalega góða, og ég bauð henni upp á djöfladjús (kaffi) með. Við skemmtum okkur djöfullega vel. Við horfðum með öðru á Djöfmúluna og nú er ég farin að óttast að maðurinn sem ég held með, Djöfmilton, verði nýr Djúmaker sem hrifsar til sín alla sigra og það hætti að vera gaman að horfa.

Fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí er á morgun. Vona að ég muni eftir því að mæta! Svo er það matreiðslunámskeiðið annað kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha þú ert ekkert minna en BRILJANT Guðríður.  Þarna er verðugur málstaður að berjast fyrir.

Flott klósöpp af Heiðunni!

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, ég minnist þess nú þegar við komum tíu til fimmtán mínútum of seint í vinnuna morgun eftir morgun vegna þess að það bauðst kaffi á Kaffitári í Bankastræti. Ekki spurning þjóðarbúið verður af miklum verðmætum fyrir þessar sakir og ég sef ekki fyrir samviskubiti (tilkomið vegna kaffidrykkju í kvöld) í nótt.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.6.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gurrí svindlari!! Ég sem tók bara magadansaramyndina af þér

Takk fyrir mig og daginn...alveg hreint frábært 

Heiða B. Heiðars, 17.6.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er bara svo hrylliega sæt mynd af þér ... sorrí. Ekki setja magann á mér á bloggið þitt ... plís! Það var frábært að fá þig í heimsókn!!! Hvað við gátum drukkið af djöflakaffinu ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 23:24

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, mikið er gott að fólk einbeiti sér svona vel að aðalatriðunum. Sussusvei og fussumfy.... Vá, hvað hefur verið djöfullega gaman hjá ykkur stöllunum í dag.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.6.2007 kl. 23:26

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Neibb..skannaði mallkútinn út. Er komin með magadansmærsmyndina þína á bloggið mitt og þessa sem þú tókst, amk í smá stund... hefðir samt mátt fótósjoppa smá

Heiða B. Heiðars, 17.6.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kann ekki að fótósjoppa, enda engin ástæða til, þú ert algjört bjútí á þessari mynd, vona að þú notir hana framvegis sem bloggaramynd! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 23:38

9 identicon

Þetta er guðdómleg mynd af bloggvinkonu okkar - veitir ekki af inni í öllum þessum djöflaskrifum  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 23:57

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ó mæ god, ég les Guðrún frá lundi, þegar ég er leið þá finnst mér gott að fara aftur í tíman og þá les ég dalalíf. Haha

Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2007 kl. 00:11

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, þú ert sem sagt á hraðri leið á msn (nema þú ert auðvitað upptekin kona) en samt, gott að fá þig þangað aftur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.6.2007 kl. 00:13

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, er á leið á MSN ... annars er ég með það heima, gleymi bara alltaf að skrá mig inn heima, er þó með sítengingu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.6.2007 kl. 00:19

13 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Sæt mynd af Heiðu, þó að hún sé enn sætari í eigin persónu.

Ég hlýt að fara beint til Himnaríkis, þar sem ég drekk ekki djöfladjús. ;)

Svala Jónsdóttir, 18.6.2007 kl. 22:25

14 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 19.6.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 667
  • Frá upphafi: 1505958

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband