Annir, Sigþóra og Boldfréttir

Sigþóra og Gurrí á leið til vinnuÞetta var ansi annasamur dagur, vikan hefur eiginlega verið alveg svakaleg. Ritstjórinn veikur, ég í öðrum verkefnum (kemur bráðum í ljós ... úúúúú) og í ansi mörg horn að líta. Skil ekki hvernig blaðakonur Vikunnar fara að því að klæða sig á morgnana fyrir vængjunum, þessar frábæru hjálparhellur.

Hitti Sigþóru í “réttfyrirsex” strætó og plataði hana til að setjast hjá mér. Hef ekki séð hana í margar vikur, enda vinnur hún þannig að sumar vikur tekur hún fyrsta strætó á morgnana og aðrar vikur næsta vagn og ég auðvitað verið í fríi. Sagði henni að hún væri komin með göngufélaga upp brekkuna þar sem leið 18 kýs frekar að aka Árbæinn en Stórhöfðann! Við hlökkum ofboðslega til að labba þetta í trylltum veðrum í vetur og nú verð ég bara að festa kaup á góðum útigalla. Þvílíkar hetjudáðir sem við munum drýgja, bjarga fólki á leiðinni, ýta bílum úr sköflum, grafa okkur í fönn og svona. 

Nick virðist vera grautfúll út í gang mála, hann er allt í einu fastur við dóttur konunnar sem hann elskar, hina barnshafandi (eftir hann) Bridget! Hann snapar rifrildi við hana og hún er sífellt sakbitin. Bridget, ef þú ert að lesa þetta, hættu með Nick strax ... í framtíðinni á hann hvort eð er eftir að fara að deita geðlækninn geðþekka, hana Taylor inni í framtíðinni, ég njósnaði.
Brooke grætur Nick en ætlar greinilega að fórna sér fyrir hamingju (!) Bridget.
Mér sýnist að Jackie, mamma Nicks, og Eric, pabbi (en ekki blóðfaðir) Ridge, séu farin að draga sig saman. Já, þau eru að kyssast! Kræst, hvað segir Stefanía nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta Bold lið gjörsamlega vanhæft um að halda sig við einn einstakling? Ef Taylor hin kynþokkafulla er að fara að deita Nick í fremtiden, hvað verður þá um Ridge? Er hann þá með Brooke í 100. skiptið? Eða verður það Bridget? Ja hvað veit maður ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko Doddi, Brooke verður líka á eftir Nick sem er að breytast í hinn nýja Ridge. Hef ekki verið nógu dugleg að njósna á Netinu en ég veit ekkert hvað verður um Ridge, kannski fer hann að deita Amber, fyrrverandi kærustu sonarins Tómasar og líka Ricks sem er hálfbróðir hans (ekki blóðskyldur, enda er Rick sonur Brooke og Erics ... sem sagt bróðir Bridget en í ljós kom að Eric er ekki blóðfaðir Ridge, heldur Massimo) Ég veit orðið allt um þetta lið! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.6.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Legg til að nafni sápunnar verði breytt í The rich and ridiculous Held að handritahöfundarnir séu annað hvort að gera grín að okkur eða plotta heimsyfirráð með því að svæfa okkur og afvegaleiða í bulli. Kannski leiðist þeim bara.

Laufey Ólafsdóttir, 23.6.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband