Fingralangur ferðamaður, stuð í strætó og bissí dagur

sunny-morningEinn samstoppistöðvarmaður minn á Skaganum er voða skemmtilegur. Við erum farin að spjalla um hin ýmsu mál á meðan við bíðum eftir strætó. Hann vinnur á hóteli á Laugaveginum og sagði mér í gærmorgun frá mjög ósvífnum útlendingi sem hreinlega stal bæði sæng og kodda og þetta fattaðist ekki fyrr en hann var búinn að tékka sig út og horfinn út í morgunsólina.

Áður en þið farið að gera ykkur vonir um einhverja rómantík langar mig að giska á að það séu um 150 ár á milli okkar og þar að auki engir straumar í gangi. Algjör misskilningur að karl og kona (veit ekki einu sinni hvort þessi er á lausu) fallist í faðma, kyssist og jafnvel giftist bara við það að spjalla saman á strætóstoppistöð. Karlar eru ekki hlutir til að notast við, þeir eru manneskjur með tilfinningar og það getur meira að segja verið reglulega gaman  að tala við þá. Þeir geta alveg verið vinir manns ... a.m.k. þeir ljótu.

Bylgjan var á í strætó og allt önnur stemmning, enda enginn Tommi undir stýri. Morgunfólkið á Bylgjunni er mjög skemmtilegt, Heimir og Kolla, en það eru meiri læti!!! Ég fíla ekki hávaðann og hressileikann í auglýsingatreilerunum á öllum tímum sólarhringsins ... Rás 2 er einhvern veginn hlustendavænni fyrir dormandi farþega sem tíma samt ekki að sofna og vilja hlusta. Ekkert sem meiðir eyrun. Þannig að ekkert var vangað í morgun í strætó ...

Dagurinn verður mjög bissí ... fer ég nokkuð fram á mikið ef ég bið um styrkjandi stuðnings- og orkukveðjur frá bloggvinunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Veistu Gurrí - bráðum munu skýjin fara frá sólinni, bara til að hún geti sent þér geisla sína - þér til uppliftingar og ánægju.  Hún fór bara í felur þegar hún sá að keppinautur hennar um athygli var úti á stoppustöð á Akranesi - og þetta veit ég fyrir víst.   Mundu bara.... hún er svo sæt að sólin er feimin!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 22.6.2007 kl. 09:51

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Og hún er svo sæt... svo sæt svo sæt... og hún er svo sæt að sólin er feimin. Snilld. Þið eruð dúllur báðar tvær.

Vil vita hvort árin 150 eru þér í hag eða strætóstoppustöðvarmanninum. En mundu samt eftir When Harry met Sally... Sally vildi einmitt meina að karl og kona gætu verið bara vinir... say no more

Jóna Á. Gísladóttir, 22.6.2007 kl. 10:08

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

' Ég sendi þér orku dagsins til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2007 kl. 10:08

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

orka - SEND, kraftur - SEND, kátína - SEND, óbeisluð og taumlaus gleði -SEND.  Var það eitthvað fleira ljósið mitt?  Láttu mig vita og hættu svo að gera þig til á stoppistöðvum heimisins.  Love u!

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

pzzzztttt orkusending...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.6.2007 kl. 11:50

6 Smámynd: Bragi Einarsson

Mikið hrikalega er ég sammála þér varðandi Bylgjuna og Rás 2! Það er hreinlega ekki hlustandi á Bylgjuna fyrir "ofur"-óeðlilegum hressileika og hávaða, það er eins og hver dagur sé þeirra síðasti í útsendingu. Dísess! Rás2 og Gufan. 2 Thums up

Bragi Einarsson, 22.6.2007 kl. 11:57

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég tel að Íslendingar gefi útlendingum ekkert eftir varðandi þjófnað á hótelum.  Ég þekki eldri íslensk hjón sem stela öllu sem þau finna merkt hótelunum sem þau gista á erlendis:  Handklæðum,  öskubökkum (á meðan mátti reykja),  pennum o.s.frv. 

  Fyrir nokkrum árum gerðu þau upp gistingu á hóteli í Þýskalandi með greiðslukorti.  Nokkru síðar fengu þau í pósti reikning frá hótelinu fyrir hlutunum sem þau stálu.  Reikningurinn var kvittaður greiddur því að hótelstarfsmenn voru með kortaupplýsingar hjónanna og skuldfærðu af kortinu.

  Eftir þetta staðgreiða hjónin gistingu með peningum.  Þau skilgreina þetta ekki sem þjófnað heldur minjagripasöfnun.

  Einnig þekki ég ungan íslenskan tónlistarmann sem hefur víða um Ísland lent í banni vegna þess hvað hann hreinsar vel til á hótelum.   Hann grípur með sér borðlampa,  útvarpstæki,  bækur og fleira.  Eitt sinn var lögreglan send á eftir honum til að ná af honum 10 árgöngum af tímaritinu Lifandi vísindum sem hann hreinsaði af einu hótelinu.  Hann hafði fyllt heila ferðatösku af blöðunum.

Jens Guð, 22.6.2007 kl. 12:30

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af hverju ætti maður að vilja eiga ljóta vini?

Orkuboltaknús

Heiða B. Heiðars, 22.6.2007 kl. 13:08

9 Smámynd: gua

orkusending frá Kópavogi

gua, 22.6.2007 kl. 14:56

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég sendi þér sólina og blíðuna frá Kaliforníu, ég sendi þér alla þá orku sem ég get (því miður þarf ég að hafa smá eftir handa mér, þarf að þrífa í dag...), og svo sendi ég þér mínar innstu kveðjur djúpt frá hjartanu mínu, beint í æð (vonandi) hjá þér. Kossar og knús, líka

Bertha Sigmundsdóttir, 22.6.2007 kl. 15:20

11 Smámynd: Ragnheiður

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨orkustraumur héðan til að þú náir að ljúka deginum.

Ragnheiður , 22.6.2007 kl. 15:52

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Orkusending og stórt knús frá mér

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 17:08

13 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þetta hefur vonandi verið góður dagur hjá þér Gurri, allavega hefur þú fengið fullt af orku og sólskini frá bloggvinum þínum svo þetta hlýtur að hafa verið góður dagur.

Björg K. Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 17:28

14 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Allir vinir eru fallegir..líka þessir ljótu...Orkuskot dagsins til þín er í boði BYKO...

Brynja Hjaltadóttir, 22.6.2007 kl. 18:20

15 Smámynd: Gunna-Polly

hér er orkusending úr borg óttans

Gunna-Polly, 22.6.2007 kl. 21:10

16 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er gott að eiga ljóta vini, þá er maður sjálfur eitthvað svo fallegur við hliðina á þeim

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.6.2007 kl. 21:13

17 identicon

Betra seint en aldrei ... en í allan dag og áfram hef ég og skal ég senda þér orkukveðjur, með svo miklu knúsi og kossum, að þú ferð að segja: Hey, Doddi! Go easy on me, dude!

Og ég brosi bara og segi: Dúllan mín!

Knús og kraftar og kossar frá Akureyri til þín!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:31

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Allar konur frá íslandi eru fallegar í bretlandi...þess vegna dettur mér ekki í hug að flytja aftur heim.

Hér er ég flottust án þess að reyna á mig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 22:06

19 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Í sumum bæjarfélögum heitir þetta: Í hlut átti aðkomumaður ... því þar eru jafnvel Kópavogsbúar útlendingar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2007 kl. 23:13

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, takk fyrir allt stuðið og orkuna. Ég er ógisssslega hress þótt komið sé miðnætti, ætti að vera död úr þreytu en er það sko ekki. Ætla samt að skríða upp í! Blogga á morgun. Gestirnir voru sko að fara.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.6.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 190
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 882
  • Frá upphafi: 1505889

Annað

  • Innlit í dag: 151
  • Innlit sl. viku: 717
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband